ASOS KIMONO DRESS

My closet

Ég var nýverið í brúðkaupi og birti mynd af mér á Instagram í betri gallanum eins og gengur og gerist. Í kjölfarið fékk ég nokkrar spurningar varðandi kjólinn sem ég klæddist en ég pantaði hann frá ASOS sérstaklega fyrir brúðkaupið og var mjög sátt með kaupin. Hafði ímyndað mér að svona ”wrap” dress myndi henta óléttu dömunni vel en ég á leiðinni aftur í brúðkaup eftir nokkra daga og er búin að kaupa mér annan kjól í svipuðu sniði, sem sagt mjög óléttuvænt snið!

IMG_3328 asoscollegeIMG_3118IMG_3123
Hrakfallabálkurinn lenti auðvitað í hremmingum bókstaflega korter fyrir bryllup sem snapchat vinir mínir höfðu mjög gaman af.. Ég var tilbúin löngu en áætlað var(met!) og ætlaði aðeins að ganga frá áður en ég yfirgaf hótelherbergið, missti ég ekki flösku af farða á óútskýranlegan hátt yfir mig og út um allt gólf. Veggirnir voru útataðir í meik!! Ég sem var búin að eyða 30.min í að strauja en sem betur fer sást ekki mikið á kjólnum en meikið náðist því miður ekki alveg af í hreinsun. Að sjálfsögðu tók ég ekki með mér auka kjól en þetta slapp samt og ég mætti á réttum tíma í kirkjuna í blautum krumpuðum kjól, flottust.

asos

Fór svo í kjólinn yfir samfesting í þrítugsafmæli núna síðasta helgi, hef líka notað hann sem náttslopp -fínasta kaup! Ég er nefnilega áhugakona mikil þegar kemur að því að kaupa ekki þessar týpísku ólettuflíkur á meðgöngunni.

..

Bought this kimono dress @ ASOS for a wedding in September and have been able to use it for other occasions, as well as a rope, a great buy! If you are pregnant and looking for a nice dress to wear,
go for wrap dresses.

PATTRA

SUNNUDAGS FLÍKIN

My closetNew closet member

Þið hafið eflaust tekið eftir endurkomu rússkinsjakkans en maður virðist ekki getað stígið inn í fatabúð án þess að reka augun í einn slíkan. Ég hef reyndar lítið villst inn í fatabúðir síðan lok janúar þegar ég verslaði mér föt síðast en ég gerði ansi góð kaup á lokaútsölu hjá IRO & Saint Laurent í Kaupmannahöfn.

DSCF3332DSCF3307IRO jacket / YSL bag / Morgan turtleneck / Andrea by Andrea trousers / Céline sunglasses

Ég á sennilega eftir að nota þennan jakka mikið með vorinu en það var einmitt vorlykt í loftinu þegar ég klæddi mig fyrir heimsókn á listarsafn í gær og hliðartöskuna hef ég gengið reglulega með síðan hún var keypt. Tímalaus kaup að mínu mati og ekki verra að geta nælt sér í flíkur frá sínum uppáhalds merkjum á lægra verði en ég hrífst langmest af frönskum tískuhúsum. Það er nefnilega margt sem er vert að hafa í huga áður en maður fjárfestir í hlutum, ég mæli með því að þið lesið þessa grein eftir hana Linneu.

..

Suede jackets are having a big comeback this season and I manage to get my hands on a pretty darn nice one from IRO on sale back in January. Got the Saint Laurent crossbody bag at the same time, final sales in Copenhagen were really hard to resist this year! Timeless buy is a good buy though.

PATTRA

TREND / VESTI

DetailsInspiration of the dayMy closet

Þið hafið áreiðanlega rekið augun í einhvers konar frakka vesti í fatabúðunum upp á síðkastið en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Það er hægt að klæðast því á marga vegu, ég hef verið að nota vestin mín tvö yfir yfirhafnir eða peysur í haust en þegar það fer að vora verður svo hægt að nota þau við boli. Já, ég er bara strax farin að hlakka til vorsins!

IMG_6350

IMG_9923

Svarta vestið fékk ég í ZARA í september en sá það nýverið í búðunum hér á landi. Það er gerviloð á því sem hægt er að taka af og því er hægt að nota það á ýmsa vegu.

..

Coat vests are hot at the moment and I’m a fan!

PATTRA

 

MEIRIHÁTTAR AIRWAVES HELGI

DetailsIcelandInspiration of the dayMy closet

Það er engin lygi að tíminn flýgur þegar maður er að hafa gaman! Lokadagur Airwaves er runninn upp og ég hlakka gífulega til að sjá&heyra eina af uppáhalds hljómsveitum mínum, Hot Chip, spila eftir nokkra klukkutíma. Hér eru nokkrar góðar Airwaves’15 minningar

Mæli ekki með því að fara í rúllukraga-ullardressi á sveittum tónleikum!

IMG_0376

BATIDA voru hressandi á Nasa

IMG_0771
Byrjaði laugardaginn á því að taka þátt í skemmtilegri myndatöku, meira frá því síðar!
IMG_0769IMG_0768

Mætti svo beint í gúrmheit á Apótekinu
IMG_0772
Laugardags glimmergalla úr Monki

IMG_0767

Með Ellinor söngdívu frá Bretlandi
IMG_0777
Margrét drottningin mín
IMG_0766IMG_0764

Kiasmos snilld

IMG_0706IMG_0780

Gærkvöldið í hnotskurn!!!

IMG_0762

 ZEN stund á milli tónleika

IMG_0761

Leðurjakkinn minn datt á mjög svo óútskýran hátt niður dularfulla rifu og það var ómögulegt að ná þangað niður. Fékk ekki hjálp við að ná honum aftur fyrren tveimur tónleikum síðar.
Vil hér með þakka security snillingana sem hjálpuðu mér með tilþrifum.

IMG_0757

Hress kona klukkan 3:45

Njótið sunnudagskvöldsins!

..

Some more awesome Airwaves’15 moments.. Last night of the festival and beloved Hot Chip in couple of hours, let’s GO.

PATTRA

FLARE GAME

Inspiration of the dayMy closet

Síðan ég fór fyrst að pæla í tískunni sem krakki hafa útvíðar buxur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Mér þykir þær einstaklega klæðilegar, jafnvel lengjandi og ekki lýgur manneskjan sem er sennilega undir evrópskri meðalhæð. Það er því gleðilegt að sjá hversu áberandi þær eru í verslunum þessa dagana.

 Þessar að ofan eru þó nær allar gamlar úr fataskápnum mínum, það er nefnilega algjör óþarfi að versla sér nýtt í sífellu til þess að vera ”inn”. Að vísu fékk ég nýlega þessar á mynd nr.2 í H&M fyrir 179dkk, nánast eins og að ganga um í joggings og búin að nota þær óspart.

Það er nokkuð líklegt að ég muni klæðast útvíðu um helgina.. eigið hana góða!

..

I’ve been into flare trousers since I was a kid and glad to see the huge comeback of the 70’s, flare on!

PATTRA

GLEÐILEGAN DAG!

Inspiration of the dayMy closet

Halló gleðilegan laugardag! Þetta bloggleysi hjá mér er blessunarlega að taka sinn enda en við Aarhus hjúin erum loksins búin að finna okkur íbúð og nýflutt inn eftir einum of margar vikur af hóteldvöl. Það getur stundum reynt á þolinmæðina að búa í Danaveldinu því hér þarf maður að bíða talsvert eftir hlutunum en það tekur t.d. tvær vikur að fá internet inná heimilið.

Hvað um það, mig langar aðallega að líta hér við og óska ykkur gleðilegan Gay Pride og birta í leiðinni þessar myndir sem eiga ansi vel við daginn. Við hjúin heimsóttum AROS safnið í síðustu viku og tókum nokkra hringi á Panorama Rainbow eftir Ólafi Elíassyni sem var mjög ánægjulegt og gaman að sjá yfir alla borgina. Annars er ekki bara dagurinn í dag sem er gleðilegur heldur verður Trendnet hvorki meira né minna en þriggja ára á morgun, tíminn flýgur svo sannarlega þegar það maður er að skemmta sér.. Takk fyrir heimsóknina kæru lesendur!

IMG_5214IMG_5213IMG_5210IMG_5215IMG_5211Enda þetta á útsýni af fallega Árósum.

Ástin rokkar!

..

I highly recommend a visit to AROS if you ever drop by Aarhus, such a joyful walk thru the Panorama Rainbow by Olafur Eliasson and perfect view over the whole city! But mostly I would like to wish everybody in Reykjavik a happy Gay Pride I feel like these pictures are spot on for the occasion.

LOVE rules!

x

PATTRA

BORGIN MÍN AARHUS

DetailsHEIMAMy closet

Góða mánudagskvöldið Pattra heiti ég (fyrrverandi) bloggari hér á Trendnet -JÁ, maður gæti næstum því haldið að ég sé fyrrverandi bloggari miðað við frammistöðuna mína hér á bæ, en betra seint en aldrei ekki satt? Því ég er sko hvergi hætt! Ýmislegt hefur gengið á síðan í maí, það er nefnilega það að síðasta færslan mín var í lok maí -skandall!!
En svona það helsta er kanski það að við hjúin erum flutt með allt okkar hafurtask til Aarhus, sú dásemdar borg sem við þekkjum núorðið ansi vel. Hinn helmingurinn skrifaði undir samning hjá fótboltafélaginu AGF og hér verðum við næstu tvö árin eða svo.. pínu sérstakt að flytja svona svakalega stutt eða u.þ.b. 40 km í burtu. OG hér erum við búin að vera í nákvæmlega tvær vikur, heimilislaus á hóteli, með allt draslið okkar í geymslu. En þessar vikur hafa samt verið frábærar og við hlökkum til komandi ævintýra í þessari sjarmerandi borg! Tvær vikur í myndum..

IMG_3327DSC01884

Við hjúin höfum verið dugleg að fara í göngutúr á kvöldin, meiriháttar að búa í strandarborg

DSC01853DSC01868DSC01846DSC01817

Sculptur by the Sea sýning við ströndina, skemmtilegt að labba strandarlengjuna endilanga og lista sig rækilega í gang

DSC01844DSC01842DSC01786

Þessi fylgdi bara með því að ég virka c.a. 180cm á henni, sem mér fannst ekki leiðinlegt

DSC01810

..Skroppin aftur saman(er samt ekki svona lítil sko)

IMG_2891

Hótel morgunmaturinn er ágætur(í hófi)

IMG_3133

Það er ekki hlaupið að því að finna híbýli hér í Aarhus, það er nokkuð staðfest

IMG_3614

Uppáhalds gatan mín Jægergårdsgade, líf & fjör og nóg af girnilegum stöðum!

IMG_2932Við þrömmum um borgina eins og enginn sé morgundagurinn, ýmist í leit að kaffi eða íbúðum

IMG_3181

Hádegismatur við Marselisborg höfnina er alltaf góð hugmynd

IMG_3404IMG_3415

Eitt það besta við Aarhus eru öll huggulegu kaffihúsin sem borgin hefur að geyma

IMG_3498

BOB mættur á strandbaren að sóla sig

IMG_3369

Sushi sumarkvöld með frábæru fólki

IMG_3285

Bara frekar sátt með þetta allt saman! Sjáumst fljótt gott fólk.

..

HELLO I’m alive and just moved to the charming city of Aarhus. Have a feeling that this is going to be a good adventure, stay tuned! Meanwhile I hope you enjoy my photo diary from the past two weeks.

x

PATTRA

GRÁR MÁNUDAGUR

My closet

greyPicMonkeycollegezara

Ég fékk mér þetta gráa sett í febrúar frá H&M en varð svo skotin í þessum buxum enda 70’s aðdáandi með meiru. Það skemmir auðvitað ekki fyrir hvað þetta eru þægilegar flíkur sem ég hef notað sundur og saman.. ekkert að því að geta hoppað út í kósýgalla en liðið samt frekar fabjúlös!

..

Got this matching grey duo from H&M back in February and been meaning to put together an outfit post ever since. Such a cozy wear, can’t really get enough of the 70’s vibe!

PATTRA

MÆÐGNAFERÐ TIL PARÍSAR

Inspiration of the dayMy closetTraveling

Þessar myndir eru búnar að vera á leiðinni hingað inn síðan í febrúar og hafðist loksins í dag í tilefni þess að ég heyrði í mömmu minni rétt í þessu, betra seint en aldrei! Við mæðgur skelltum okkur til Parísar í eina nótt fyrir rúmlega mánuði síðan en hún er búsett rétt fyrir utan Frankfurt í Þýskalandi, þaðan er einungis 2 og 1/5 klst með hraðlest inn í miðborg París. Ekki amalegt!

DSC00167IMG_6760

Lest í lagi!

DSC00183DSC00202

Kaffipásur eru meira kósý í París.

DSC00210DSC00237 DSC00270 DSC00281

Á leiðinni að skoða Notre Dame de Paris.

DSC00302

Það er gaman að rölta um Quartier Latin.IMG_6763IMG_6764

Mamma vildi ólm fá mynd með þessum!

IMG_6767

Áttum snilldar laugardagskvöld á Buddha Bar yfir sushi og öl.

IMG_6770

Svakalegur bröns að fara detta í gang..

Því miður hefði ferðin mátt enda betur en planið var eftir brönsinn að fara á Champ Elysees að rölta um og enda svo þessa yndislegu ferð á Tour de Eiffel. Við komumst því miður ekki lengra en hálfa leiðina upp Champ Elysees götu en í miðju búðarrápi lentum við í klóm vasaþjófs. Ég tel mig vera AFAR varkár ferðalangi enda nokkuð vön og mamma mín er paranoid týpan þess vegna kom það okkur verulega á óvart þegar við lentum í þessu ”óhappi”. Það var öryggisvörðunum að þakka að við urðum var við það að veskin okkar BEGGJA voru horfin úr handtöskunum okkar en þá höfðu þeir handsamað eina konu og tekið hana afsíðis. Það var ótrúlegt hvernig þetta atvikaðist en ég var nýlega búin að horfa niður og athuga hvort að taskan væri ekki örugglega lokuð en það leið sennilega svona 5min þangað til atvinnuþjófurinn var búinn að ræna mig án þess að ég varð var við neitt! Veskið hennar mömmu var í tvírenndri handtösku þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvers konar fagmenn þetta voru. Daman neitaði alfarið sök í fyrstu en veskið hennar mömmu fannst falið inn á henni á endanum en ég var ekki svo heppin, sem sagt hún var ekki ein að verki. Gleðiskapurinn endaði svo á lögreglustöð í skýrslutöku í góðar 3klst, það er upplifun útaf fyrir sig að vera á franskri löggustöð að gefa skýrslu við manneskju sem talaði litla sem enga ensku!

Meira ævintýrið hjá okkur mæðgum og ég get sagt ykkur að það var endalaust hlegið í þessari ferð og þá sérstaklega á sunnudeginum, ótrúlegt en satt. Við sórum því að fara aftur saman til Parísar einn daginn, ég er svo glöð og þakklát fyrir stundirnar með mömmu en þær hafa ekki verið alltof margir í gegnum tíðina. Ég á örugglega aldrei eftir að gleyma þessari ferð.

..

Great memories from Paris in February with my mom. Chic, shopping, laughter, delicious food, romance in every corner and pocket thieves -that’s Paris for ya!

PATTRA