fbpx

Pattra S.

MÆÐGNAFERÐ TIL PARÍSAR

Inspiration of the dayMy closetTraveling

Þessar myndir eru búnar að vera á leiðinni hingað inn síðan í febrúar og hafðist loksins í dag í tilefni þess að ég heyrði í mömmu minni rétt í þessu, betra seint en aldrei! Við mæðgur skelltum okkur til Parísar í eina nótt fyrir rúmlega mánuði síðan en hún er búsett rétt fyrir utan Frankfurt í Þýskalandi, þaðan er einungis 2 og 1/5 klst með hraðlest inn í miðborg París. Ekki amalegt!

DSC00167IMG_6760

Lest í lagi!

DSC00183DSC00202

Kaffipásur eru meira kósý í París.

DSC00210DSC00237 DSC00270 DSC00281

Á leiðinni að skoða Notre Dame de Paris.

DSC00302

Það er gaman að rölta um Quartier Latin.IMG_6763IMG_6764

Mamma vildi ólm fá mynd með þessum!

IMG_6767

Áttum snilldar laugardagskvöld á Buddha Bar yfir sushi og öl.

IMG_6770

Svakalegur bröns að fara detta í gang..

Því miður hefði ferðin mátt enda betur en planið var eftir brönsinn að fara á Champ Elysees að rölta um og enda svo þessa yndislegu ferð á Tour de Eiffel. Við komumst því miður ekki lengra en hálfa leiðina upp Champ Elysees götu en í miðju búðarrápi lentum við í klóm vasaþjófs. Ég tel mig vera AFAR varkár ferðalangi enda nokkuð vön og mamma mín er paranoid týpan þess vegna kom það okkur verulega á óvart þegar við lentum í þessu ”óhappi”. Það var öryggisvörðunum að þakka að við urðum var við það að veskin okkar BEGGJA voru horfin úr handtöskunum okkar en þá höfðu þeir handsamað eina konu og tekið hana afsíðis. Það var ótrúlegt hvernig þetta atvikaðist en ég var nýlega búin að horfa niður og athuga hvort að taskan væri ekki örugglega lokuð en það leið sennilega svona 5min þangað til atvinnuþjófurinn var búinn að ræna mig án þess að ég varð var við neitt! Veskið hennar mömmu var í tvírenndri handtösku þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvers konar fagmenn þetta voru. Daman neitaði alfarið sök í fyrstu en veskið hennar mömmu fannst falið inn á henni á endanum en ég var ekki svo heppin, sem sagt hún var ekki ein að verki. Gleðiskapurinn endaði svo á lögreglustöð í skýrslutöku í góðar 3klst, það er upplifun útaf fyrir sig að vera á franskri löggustöð að gefa skýrslu við manneskju sem talaði litla sem enga ensku!

Meira ævintýrið hjá okkur mæðgum og ég get sagt ykkur að það var endalaust hlegið í þessari ferð og þá sérstaklega á sunnudeginum, ótrúlegt en satt. Við sórum því að fara aftur saman til Parísar einn daginn, ég er svo glöð og þakklát fyrir stundirnar með mömmu en þær hafa ekki verið alltof margir í gegnum tíðina. Ég á örugglega aldrei eftir að gleyma þessari ferð.

..

Great memories from Paris in February with my mom. Chic, shopping, laughter, delicious food, romance in every corner and pocket thieves -that’s Paris for ya!

PATTRA

MATCHY LÚKK & HAMBURG

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Karen Lind

    18. March 2015

    Skemmtileg færsla Pattra.. og gaman að lesa. Frábært að þú áttir góðan tíma með mömmu þinni :*