fbpx

Pattra S.

ASOS KIMONO DRESS

My closet

Ég var nýverið í brúðkaupi og birti mynd af mér á Instagram í betri gallanum eins og gengur og gerist. Í kjölfarið fékk ég nokkrar spurningar varðandi kjólinn sem ég klæddist en ég pantaði hann frá ASOS sérstaklega fyrir brúðkaupið og var mjög sátt með kaupin. Hafði ímyndað mér að svona ”wrap” dress myndi henta óléttu dömunni vel en ég á leiðinni aftur í brúðkaup eftir nokkra daga og er búin að kaupa mér annan kjól í svipuðu sniði, sem sagt mjög óléttuvænt snið!

IMG_3328 asoscollegeIMG_3118IMG_3123
Hrakfallabálkurinn lenti auðvitað í hremmingum bókstaflega korter fyrir bryllup sem snapchat vinir mínir höfðu mjög gaman af.. Ég var tilbúin löngu en áætlað var(met!) og ætlaði aðeins að ganga frá áður en ég yfirgaf hótelherbergið, missti ég ekki flösku af farða á óútskýranlegan hátt yfir mig og út um allt gólf. Veggirnir voru útataðir í meik!! Ég sem var búin að eyða 30.min í að strauja en sem betur fer sást ekki mikið á kjólnum en meikið náðist því miður ekki alveg af í hreinsun. Að sjálfsögðu tók ég ekki með mér auka kjól en þetta slapp samt og ég mætti á réttum tíma í kirkjuna í blautum krumpuðum kjól, flottust.

asos

Fór svo í kjólinn yfir samfesting í þrítugsafmæli núna síðasta helgi, hef líka notað hann sem náttslopp -fínasta kaup! Ég er nefnilega áhugakona mikil þegar kemur að því að kaupa ekki þessar týpísku ólettuflíkur á meðgöngunni.

..

Bought this kimono dress @ ASOS for a wedding in September and have been able to use it for other occasions, as well as a rope, a great buy! If you are pregnant and looking for a nice dress to wear,
go for wrap dresses.

PATTRA

VIKA 27

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Steinunn

    17. October 2016

    Svo fínn kjóll! Og ekkert síðri yfir samfestinginn :)