fbpx

Pattra S.

VIKA 27

SÆL veriði. Það er nokkuð ljóst að það hefur aldrei verið jafn erfitt að byrja bloggfærslu. Það eru komnir næstum 7 mánuðir síðan ég skrifaði síðast og í hreinskilni sagt þá var engin sérstök ástæða fyrir því nema ég bara ..hætti. Nei, það er eiginlega ekki hægt að segja að þetta hafi verið einhvers konar bloggpása, svo vandræðalega löng var hún. Svo hér er ég komin aftur, ný byrjun. Ég hef hugsað mig um vel & lengi (augljóslega) hvort ég eigi ekki bara að hætta þessu en komst að þeirri niðurstöðu að ég tími því ekki. Þessi færsla hefur verið erfið fæðing en góðvinkona mín hér á Trendnet (hæ Svana) sagði mér að ofhugsa ekki hlutina og hvatti mig áfram. Síðan líðu þó nokkrar vikur en hér er ég mætt!

Sumarið sem leið var ansi atburðarríkt en helst er þó að frétta að ég mæti hér ekki ein til leiks heldur gengin rúmlega 27 vikur með eldsprækan gutta undir beltinu. Ætli þetta blessaða blogg mitt taki ekki smávægilega stefnubreytingu í kjölfar þess sem gerir þetta svolítið skemmtilegt finnst mér. Annars hef ég verið einstaklega heppin með þessa meðgöngu og liðið frábærlega frá upphafi og hingað til (7-9-13). Það er nefnilega magnað hvað þetta getur verið mismunandi eftir einstaklingum og börnum sem inni þér býr, en þið hafið eflaust tekið eftir því að við erum nokkrar barnshafandi hér á Trendnet og á vægast sagt ólíkan hátt. Næstu vikurnar verða heldur betur spennandi!

Planið var að hafa þessa færslu stutta & laggóða samkvæmt snilldar ráðum en ég ætla að enda hana á því að deila með ykkur þeim ”bumbu”myndum sem hafa verið teknar af mér í gegnum þessar 27 vikur..

vika1616 vikur

vika20vika21

20-21 vikur Þarna fyrst byrjaði kúlan að myndast smátt & smátt

vika23

23 vikur

vika24

24 vikur

vika254

25+ vikur

vika27

Enda þetta svo á nýjustu myndunum frá því á mánudaginn þegar ég var gengin 27 vikur.

KV -Bloggryðgaða.
..

What can I say.. I’M BACK! And I’m not alone. It’s been almost 7 months since my last post and a whole lot has happened. Including the fact that I’m 27.weeks pregnant with a feisty little boy. Stay tuned, it’s going to get really interesting(at least for me!).

PATTRA

SUNNUDAGS FLÍKIN

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  • Pattra S.

   4. October 2016

   <3 <3

 1. Svart á Hvítu

  1. October 2016

  JÁ JÁ JÁ, takk fyrir að “make my day”
  Velkomin tilbaka elskan;)

  • Pattra S.

   4. October 2016

   TAKK elskuleg, þetta tók samt sinn tíma!! ;)

 2. Andrea

  1. October 2016

  Hææææææ Pattra
  gaman að sjá ykkur !!!
  Vá hvað ég er glöð – er búin að sakna þín mikið hér <3
  Flottar myndir af flottri mömmu ;)
  One love
  A

  • Pattra S.

   4. October 2016

   Æ ég er svo sannarlega búin að sakna þess að vera hér!

   Ást til þín mín kæra, kem í heimsókn mjöög fljótlega :*

   xx

 3. Hildur

  2. October 2016

  Svo falleg bumba

  • Pattra S.

   4. October 2016

   Kærar þakkir :)

 4. Helgi Omarsson

  3. October 2016

  Veistu, ég fékk smá fiðrildi í magann að skoða þessar myndir af þér! Ég er svo spenntur fyrir þessu litla baby!! xx
  Gleður mig að sjá þig aftur hér, búinn að sakna þín!

  • Pattra S.

   4. October 2016

   SAKNA þín vinur minn <3 Við þurfum klárlega að fara gera eitthvað í því sem fyrst, búandi í sama landinu og allt það!! :**

   Litli vinur þinn verður mættur til leiks fyrr en varir, svooo spennandi!
   KRAM x

 5. Steinunn

  4. October 2016

  Bloggarinn minn! Held þú eigir mögulega einhver blogg í bakhöndinni sem bíða birtingar, rétt? ;) Hlakka til að sjá meira :*

  • Pattra S.

   5. October 2016

   Það gæti nefnilega veeel passað vinkona mín góð ;) :**