fbpx

Pattra S.

FLARE GAME

Inspiration of the dayMy closet

Síðan ég fór fyrst að pæla í tískunni sem krakki hafa útvíðar buxur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Mér þykir þær einstaklega klæðilegar, jafnvel lengjandi og ekki lýgur manneskjan sem er sennilega undir evrópskri meðalhæð. Það er því gleðilegt að sjá hversu áberandi þær eru í verslunum þessa dagana.

 Þessar að ofan eru þó nær allar gamlar úr fataskápnum mínum, það er nefnilega algjör óþarfi að versla sér nýtt í sífellu til þess að vera ”inn”. Að vísu fékk ég nýlega þessar á mynd nr.2 í H&M fyrir 179dkk, nánast eins og að ganga um í joggings og búin að nota þær óspart.

Það er nokkuð líklegt að ég muni klæðast útvíðu um helgina.. eigið hana góða!

..

I’ve been into flare trousers since I was a kid and glad to see the huge comeback of the 70’s, flare on!

PATTRA

HELGAR LAXINN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Agla

  26. October 2015

  Sæt mynd af ykkur Fatou :)
  Ég á einmitt sömu gráu buxur úr HM, þægilegustu buxur ever!

  • Pattra S.

   26. October 2015

   Uppáhalds heimabuxurnar mínar! :)