fbpx

Pattra S.

HELGAR LAXINN

a la Pattra

Þar sem helgin nálgast óðfluga langar mig að deila með ykkur einföldum en afar djúsí laxarétt sem er eldaður reglulega á okkar heimili. Húsbóndinn á heimilinu er nefnilega ekki svo mikill sjávarrétta aðdáandi ólíkt mér, þar af leiðandi finnst mér skemmtilegt að finna upp á fiskirétti sem honum þykir góður og þessi er í miklu uppháhaldi. Þessi er réttur er kanski ekki sá hollasti þess vegna hentar hann kanski extra vel fyrir komandi helgi!

IMG_8456 (2)IMG_8457 (1)

Aðferðin er ótrúlega einföld en ég er hér með heilt laxarflak á bökunarpappír og byrja á því að krydda með salt&pipar, hvítlauksduft, kreisti einnig sítrónusafa yfir ásamt olífuolíu. Þar á eftir raða ég rjómaosti yfir hér og þar eins og sést á myndunum, nota gjarnan rjómaost með púrlauk/blaðlauk bragði því að mér finnst það passa vel við laxinn. Kirsuberjatómatar raðast síðan ofan á ostinn ásamt steinselju og að lokum raða ég sítrónusneiðum í kringum fiskinn mæli einnig með smá skvettu af olífuolíu yfir herlegheitin áður en laxinn bakast í ofni..

IMG_8458 (1)

Smá extra ostur ofan á áður en þessu er skellt inn í ofn í cirka 15-20 mín.

IMG_8459 (1)

..OG voila! Vona að þið prófið og ef svo fer, látið mig endilega vita hvernig til tókst :-)

..

PATTRA

EM ÆVINTÝRIÐ

Skrifa Innlegg