HELGAR LAXINN

a la Pattra

Þar sem helgin nálgast óðfluga langar mig að deila með ykkur einföldum en afar djúsí laxarétt sem er eldaður reglulega á okkar heimili. Húsbóndinn á heimilinu er nefnilega ekki svo mikill sjávarrétta aðdáandi ólíkt mér, þar af leiðandi finnst mér skemmtilegt að finna upp á fiskirétti sem honum þykir góður og þessi er í miklu uppháhaldi. Þessi er réttur er kanski ekki sá hollasti þess vegna hentar hann kanski extra vel fyrir komandi helgi!

IMG_8456 (2)IMG_8457 (1)

Aðferðin er ótrúlega einföld en ég er hér með heilt laxarflak á bökunarpappír og byrja á því að krydda með salt&pipar, hvítlauksduft, kreisti einnig sítrónusafa yfir ásamt olífuolíu. Þar á eftir raða ég rjómaosti yfir hér og þar eins og sést á myndunum, nota gjarnan rjómaost með púrlauk/blaðlauk bragði því að mér finnst það passa vel við laxinn. Kirsuberjatómatar raðast síðan ofan á ostinn ásamt steinselju og að lokum raða ég sítrónusneiðum í kringum fiskinn mæli einnig með smá skvettu af olífuolíu yfir herlegheitin áður en laxinn bakast í ofni..

IMG_8458 (1)

Smá extra ostur ofan á áður en þessu er skellt inn í ofn í cirka 15-20 mín.

IMG_8459 (1)

..OG voila! Vona að þið prófið og ef svo fer, látið mig endilega vita hvernig til tókst :-)

..

PATTRA

BLÁBERJA + SÚKKULAÐIBITA PÖNNSUR

a la Pattra

Ég byrjaði á þessari færslu fyrir páska og hét hún upphaflega páskapönnsur síðan líðu dagarnir en hér er hún loksins komin inn svona líka passlega fyrir helgina. Það er náttúrulega tilvalið að starta helginni með gómsætum pönnsum og ég mæli með að þið prófið þessar um helgina!

DSC00476 DSC00452DSC00489DSC00494

Innihaldið er á myndinni er hér að ofan plús bláber(ég notaði fersk). Í mixið fór cirka 1 bolli af spelthveiti / 2 bollar af höfrum / tsk af kanillyftiduftsalt / 1 bolli af hörfræjum / eitt stk egg og súkkulaðibitar & bláber eftir smekk. Ég blanda svo möndlumjólkinni við þar til blandan er orðin mátuleg, kemur kanski ekki á óvart að ég slumpaði þessu einhvern veginn saman þar sem ég nota nánast aldrei uppskriftir. Pönnsurnar steikti ég síðan upp úr kókósolíu og borðaði með hnetusmjöri & bönunum með bestu lyst!

Góða helgi gott fólk, endilega prófið ykkur áfram í pönnsugerðinni.

..

Remember to eat at least a couple of pancakes this weekend folks!

PATTRA

HELGAR BRUNCH

a la PattraDetails

 Enn ein helgin gengin í garð og einungis 6 helgar eftir af 2014, pælum aðeins í því!

Við ætlum reyndar ekki að pæla of mikið enda ekkert hægt að gera í því en ég er hingað komin til þess að ræða helgarbröns. JÁ, það er varla hægt að byrja helginni betur en með heljarinnar bröns í góðum félagskap.

SONY DSCSONY DSC

 Fékk heimsókn frá yndis mæðgum fyrr á árinu, þið kannast kanski við þær? Þá var auðvitað boðið uppá bröns og á borðstólnum var meðal annars mitt uppáhalds bláberja smoothie með hnetusmjöri.

IMG_8456 IMG_8458

 Helgi = MIMOSA ..Hér átti ein nágranna/vinkona afmæli.

 SONY DSC

  Mæli með The Coocoo’s nest um helgar, egg florentine par excellence!

IMG_1211

 Það má fá sér eftirrétt í morgunmat um helgar.. enda skyr í þessu –> UPPSKRIFT

IMG_8460

Gæðastund yfir nýbökuðu brauði.

IMG_8459

Afmælisbrönsinn minn sem yndis nágrannar og vinkonur plönuðu.

IMG_0917

 Eggjahræra með kryddjurtum, spínati og Prima Donna osti.

IMG_8457

 Egg & Avocado er snilldar combo!

IMG_1313

Breakfast in bed á vel við um helgar!

IMG_8455

 Poached eggjaréttur sem ég slumpaði saman nú á dögum.

IMG_1661

 Eggin léttsteikt á pönnu og síðan skellt í nokkrar mínútur í ofninn, mjög sniðugt!

IMG_6408

 Æðislegt að byrja daginn á Kaffihús Vesturbæjar, mæli eindregið með því.

Screen Shot 2014-11-22 at 12.46.53 AM

 Morgunverðurinn extra ljúfur með þessari.

IMG_9052

Elska omelette.

IMG_3119

Pönnsur eru alltaf málið, sérstaklega í helgar brönsinn.

IMG_8461

 SNAPS er einn uppáhalds staðurinn minn á Íslandi, karamellasósan með þessum eplapönnsum er ólýsanlega góð!

SONY DSC

Muna ekki allir eftir þessum dýrindis múffum? –> UPPSKRIFT

Verð einnig að mæla með brönsinu á SATT en þangað fór ég í sunnudags bröns með fjölskyldunni þegar ég var á landinu síðast, frábært & spennandi úrval og vægast sagt gúrmandi gott.

Njótið helgarinnar gott fólk og verði ykkur að góðu, kærar kveðjur frá brönsfíklinum!

..

Wish you all happy weekend which hopefully starts with a delicious brunch!

PATTRA

SNILLDAR KAFFIKERRA

a la PattraDetailsHEIMA

 Í vor fékk ég þá flugu í hausinn að útbúa ”kaffikerru” og fór því beinustu leið í IKEA þar sem ég fann þessa ofursætu kerru. Þegar kerran var komin í hús var ferlið ekki flóknari en svo að Nespresso vélinni okkar var bara skellt á kerruna sem við vorum búin að setja saman með smá ”twisti” en eins og sést þá snýr efsta skúffan öfug. Kaffivélin er reyndar aðeins of stór(mynd 2) en það er aukaatriði, ég er virkilega ánægð með útkomuna og er ekki frá því að það sé örlítið skemmtilegra að bjóða gestum upp á kaffi fyrir vikið. Klárlega uppáhalds hornið okkar hjóna á morgnanna!

IMG_7252IMG_7257IMG_7254  Svolítið sætt ekki satt? Ég er dugleg að færa hlutina til á þessari blessuðu kerru, neðst er te-safnið mitt en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega byrjandi í kaffidrykkjunni og er miklu meira te manneskja.

..

Our favorite spot in the morning! Made this coffee cart last spring but I wanted to have a nice coffee station and found this blue cutie in IKEA. Much more fun having guests over for a cup of coffee or tea.

   PATTRA

GÓMSÆTT MILLIMÁL

a la Pattra

IMG_0944 IMG_0951

Uppáhalds millimál eða morgunmatur þessa stundina, einfalt en ótrúlega gott… Egg & Avocado brauð með skvettu af ólífuolíu, hafsalt og chilí flögur ofan á en avocado og egg er snilldar combó með meiru. Ég geri þennan rétt í ýmsum úrfærslum en hér byrjaði ég á því að búa mér til eggjabrauð eins og við lærðum í heimilisfræði í denn, mjög fljótlegt og gómsætt, hvet ykkur til þess að prófa!

..

Current obsession these days.. Egg & Avocado with a drizzle of olive oil, sea salt and chili -delish!
Perfect for breakfast or snack.

PATTRA

TORTELLINISÚPA MEÐ KJÖTBOLLUM

a la Pattra

 Jæja, haldiði að það sé ekki aldeileis kominn tími á matarpóst en á borðstólnum þennan daginn er ljúffeng tortellinisúpa með kjötbollum! Ég brá aðeins út af vananum að þessu sinni og fylgdi uppskrift sem ég fann á netrápi en þessi réttur er kanski svolítið frábrugðinn þeim ítalska mat sem maður er vanur að elda heima við.

IMG_0611IMG_0580IMG_0589IMG_0597

 Rétturinn kom virkilega skemmtilega á óvart en við hjúin sátum, átum og skiptumst á að segja Mmm! Ég breytti uppskriftinni aðeins og gerði hana að minni enda ekki sérlega góð að fylgja slíku en það er bara algjörlega málið að smakka til og krydda eftir smekk.  Uppskriftin er súper auðveld en þið finnið hana HÉR. Njóóótið.

..

I found this gourmet recipe the other day and decided to try it out but with my own twist of course. Mmm mmm it was a total success and super delicious! If you are a fan of meatball, pasta and Italian cuisine this one is for you, just use your favorite spices & herbs and make it your own.
Bon appetit.

PATTRA

GÓMSÆTUR LAXABORGARI -UPPSKRIFT

a la Pattra

 Halló halló góða kvöldið það er heldur betur kominn tími á matarpóst Pöttru! Ég var búin að hugsa um að útbúa laxaborgara í margar vikur áður en ég kom því loksins í framkvæmd í síðustu viku. Uppskriftina bjó ég algjörlega til upp á eigin spýtum en það er auðvelt að henda í einn svona gourmet borgara sem þú getur notið með góðri samvisku. Við hjúin gúffuðum í okkur með bestu lyst og þessi réttur er klárlega kominn til að vera á okkar heimili!

SONY DSC

Laxabitar(keypti frosin fillet, 4x í pakka) ég mixaði saman marineringu eldsnöggt /ostrusósulimesafasesamfræsesam olíuengiferduftcayenne piparhvítlauks hafsalt / Sennilega væri það ekki verra að láta þetta marinerast í nokkrar klst en ég var að flýta mér svo að ég rétt hrærði þessu saman. Síðan eru bitarnir steiktir upp úr kokosolíu í nokkrar mínútur á hvora hlið eða þar til þeir eru tilbúnir.

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Þá er bara ekkert eftir að gera nema hlaða á borgarann en ég var búin að ímynda mér að það yrði gott að setja kotasælu og sweet chilli sósu sem dressingu en ég átti hvítlauks aioli inn í ísskáp þannig að ég smurði brauðin með því líka. Hendið grænu gumsi á og voila!!

SONY DSCSONY DSC

Þetta er bara rosalega gott og fljótlegt OG það er fiskur í þessu, næst ætla ég að baka brauðið sjálf.. Endilega látið í ykkur heyra ef þið ákveðið að prófa, ávallt gaman að heyra hvernig til tekst og þykir afar vænt um ykkar feedback!

..

I have been wanting to make a salmonburger for weeks, just couldn’t get it out of my head. So last week, I finally made up a recipe, super easy and great dish that you can enjoy without guilt! I mixed together ouster sauce – lime juicesesame seeds/oil cayenne pepper garlic salt ginger powder – probably would be good to let the salmon fillet marinade in the mix for couple of hours but I was in a hurry so I just tossed it together. Then I panfried the fillet for a couple of minutes each side and that’s about it. The only thing left to do is to stack the burger but I had this idea that cottage cheese and sweet chili sauce as a dressing would be awesome together and I wasn’t wrong! Finnish with some greens and bon appetit!

PATTRA

KJÚKLINGALASAGNE MEÐ PESTÓ & RJÓMAOSTI

a la Pattra

 Það er sko aldeileis kominn tími á matarbloggi, þó fyrr hefði verið.. Í síðustu viku ákvað ég að hafa kjúklingalasagne í matinn  en eins og oft áður var rétturinn eldaður algjörlega af fingrum fram. Útkoman var virkilega góð og sambýlingurinn minn heimtar að fá þennan rétt aftur fljótlega. Það verður ekki erfitt að láta það eftir honum í ljósi þess að rétturinn er einstaklega auðveldur í gerð.

IMG_3072

Þú þarft :

 • Kjúklingabringur
 • Laukur, Graslaukur, Hvítlaukur
 • Fersk chilí
 • Rautt pestó
 • Heilhveiti lasagneplötur
 • Rjómaostur/Fetaostur
 • Sesamfræ
 • Krydd eftir smekk

IMG_3077

Kjúklingabringur skornar niður og steiktar á pönnu upp úr kókosolíu ásamt kryddjurtunum(hvítlaukur, graslaukur, laukur og chilí) kryddið svo eftir smekk. (ég kryddaði t.d. með oreganó, sojasósu og cayennepipar)

IMG_3080

 Pestóið komið út í mixið, notaði 2 litlar krukkur.

IMG_3084

 Hér var ég búin að sjóða lasagne plöturnar í nokkrar mínutur áður en ég byrjaði að raða. Svo er það bara.. -lasagne plötur, kjúklingamixið ofan á ásamt sesamfræjum, síðan slumpa ég rjómaostinum&fetaostinum yfir eins og sést á myndinni, ég blandaði fetaostinum þarna með einfaldlega vegna þess að rjómaosturinn var alveg að klárast. Annars hefði ég bara sleppt honum.

IMG_3087

Átti rucola&spínat salatmix inn í ísskáp og fannst upplagt að henda því með.

SONY DSC

 Strá svo nóg af osti&oreganó yfir og baka í ofninum þar til osturinn bráðnar og tekur lit.

IMG_3095

Mmmh JÁ!

Ég neyddist til þess að taka myndirnar með símanum þannig að þið reynið að horfa framhjá því að þær eru kanski ekki alveg jafn girnilegar og vanalega. Bragðið aftur á móti.. nomm.

..

It’s really about time for a recipe from yours truly. Last week I made super delicious chicken lasagne, easy dish that will for sure be a regular at this household from now on. Start by frying sliced chicken breasts in the pan with some coconut oil, garlic, onion and chili. Then pour red pesto(I used 2 small jars, shown on pic.1) into the pan. After boiling the wholewheat lasagne pasta for a couple of minutes I began spreading the mix into a baking dish, first pasta –  then the chicken pesto mix on top, fallowed by sesames seeds and cream cheese(pic.4). I had some mixed greens in the fridge so I threw it in there as well(pic.5) -couldn’t really harm ya. Topping it with some cheese and oregano(pic.6) before baking it in the oven until the cheese is melted and golden. Oh so nomm.

PATTRA

7-DAGAR 7-MORGUNVERÐIR

a la PattraJ'ADORE

 Góðan og blessaðan daginn! (Skrifa þetta kl 1:58 á dönskum tíma, ég kann ekki að sofa þegar ég er ein heima.) Fyrsti dagur vikunnar er nú þegar líðinn hjá og ég vona að þið hafið öll notið helgarinnar með ykkar uppáhalds. Þið sem hafið lesið bloggið mitt í einhvern tíma vita kanski að ég er algjör morgunverðar/brunch perri og þessi færsla er sönnun þess.. 7 dagar – 7 morgunverðir!

IMG_8376

Breakfast of champions!.. Ristuð heilhveitis samloka með avocado, tómötum og mozzarella – egg – ávextir – súperhafragrautur & kaffi // Roasted whole wheat sandwich with avocado, tomatoes and mozzarella – eggs – fruits – super oatmeal and coffee

SONY DSC

Heilhveitis hafragrautur með chia, lucuma dufti, kanil, möndlumjólk, bönunum, döðlum og graskerfræ // Whole weat oatmeal with chia, lucuma powder, cinnamon, almond milk, banana, dates and pumpkin seeds

photo (11)

 Parmaskinka – melónur – egg- salami – rucola – tómatar – avocado – prima donna ostur & lífrænt engifer te // Parma ham – melons – eggs – salami – rucola – tómatoes – avocado – prima donna cheese & organic ginger tea

IMG_8508

 Smoothie með frosnum bláberjum, bönunum, chia, lucuma, möndlumjólk, hnetusmjöri og þurrkað kókos & vatnsmelóna // Smoothie w blueberries, banana, chia, lucuma, almond milk, peanut butter and dried coconut & water melon

IMG_9050

Omelette með spínati, kalkúnabeikoni, tómötum og prima donna osti  // Omelette with spinach, turkey bacon, tomatoes and prima donna cheese

IMG_8042

Hrísgrjóna(brún) wok með kalkúnabeikoni, eggjum, papriku og kóríander & chili dressing (JÁ ég elska chili, líka í morgunsárið) // Fried  brown rice with turkey bacon, eggs, paprika and coriander with chili dressing, yep -I eat chili around the clock!

SONY DSC

 Egg muffins—> HERE

Breakfasts for everyday of the week.. sincerely -The breakfast pervert.

PATTRA

SPÍNATPASTA MEÐ PESTÓ&RÆKJUM

a la Pattra

Nú ætla ég að deila með ykkur pastarétt sem við maðurinn minn erum gjörsamlega húkt á þessa dagana og viljum helst borða það í hvert mál!

SONY DSCSONY DSC

Hráefni :

 • Ferskt Spínatpasta
 • Risarækjur
 • Grænt pestó
 • Hvítlaukur & Chili
 • Chorizo pylsur(má sleppa)
 • Ferskt Spínat
 • Ferskt krydd eins og Steinselja og Graslaukur

Aðferð :

Steikjið hvítlauk&chili á pönnu upp úr olíu (td.kókosolíu) ég set NÓG af hvoru tveggja. Þegar hvítlaukurinn hefur tekið smá lit fara risarækjurnar (sem ég keypti frosnar og afþýddi í köldu vatni) í pönnuna og þessu mallað saman. Ath það tekur aðeins litla stund þar til rækjurnar steikjast í gegn, muna svo að krydda eftir smekk en ég elska ferkst krydd eins og steinselju og graslauk en smávegis hafsalt er einnig gott. Því næst eru chorizo pylsurnar settar út í en ég notast ekki við þær í hvert skipti og þetta er algjört smekksatriði og má því vel sleppa. Svo set ég u.þ.b eina litla krukku af grænu pestói út í en ég cirka þetta alltaf til þannig að það er bara best að smakka sig áfram. Það tekur nokkrar mínútur að sjóða ferkst spínatpastað og þegar það er tilbúið þá blanda ég þessu öllu saman og hendi lúku af fersku spínati með. Borið fram með nóg af parmesan osti en sjálf notaði ég uppáhalds ostinn minn, Prima Donna, einnig finnst mér ljúffengt að kreista limesafa yfir.

Auðveldur réttur sem þið eigið ekki eftir að fá nóg af, ef þið prófið.. Ég lofa!

..

This super easy pasta dish is something we can’t get enough of at this household.. All you need is Fresh Spinach pasta –  Scampi – Chorizo(optional) –  Green pesto – Garlic&Chili – Fresh Spinach – Parsley. Panfry the garlic and chili, when the garlic has taken a little color toss in the scampi fallowed by chorizo, put in the fresh herbs and season with sea salt. Then the green pesto is put in the mix but you can just use as much or as little as you prefer, I used about one small can. After the pasta has been boiled and ready everything is tossed together with a handful of fresh spinach leaves. I love my pasta with a lot of my favorite cheese, Prima Donna and a squeeze of lime juice.

Bon appetit!

PATTRA