fbpx

Pattra S.

SPÍNATPASTA MEÐ PESTÓ&RÆKJUM

a la Pattra

Nú ætla ég að deila með ykkur pastarétt sem við maðurinn minn erum gjörsamlega húkt á þessa dagana og viljum helst borða það í hvert mál!

SONY DSCSONY DSC

Hráefni :

 • Ferskt Spínatpasta
 • Risarækjur
 • Grænt pestó
 • Hvítlaukur & Chili
 • Chorizo pylsur(má sleppa)
 • Ferskt Spínat
 • Ferskt krydd eins og Steinselja og Graslaukur

Aðferð :

Steikjið hvítlauk&chili á pönnu upp úr olíu (td.kókosolíu) ég set NÓG af hvoru tveggja. Þegar hvítlaukurinn hefur tekið smá lit fara risarækjurnar (sem ég keypti frosnar og afþýddi í köldu vatni) í pönnuna og þessu mallað saman. Ath það tekur aðeins litla stund þar til rækjurnar steikjast í gegn, muna svo að krydda eftir smekk en ég elska ferkst krydd eins og steinselju og graslauk en smávegis hafsalt er einnig gott. Því næst eru chorizo pylsurnar settar út í en ég notast ekki við þær í hvert skipti og þetta er algjört smekksatriði og má því vel sleppa. Svo set ég u.þ.b eina litla krukku af grænu pestói út í en ég cirka þetta alltaf til þannig að það er bara best að smakka sig áfram. Það tekur nokkrar mínútur að sjóða ferkst spínatpastað og þegar það er tilbúið þá blanda ég þessu öllu saman og hendi lúku af fersku spínati með. Borið fram með nóg af parmesan osti en sjálf notaði ég uppáhalds ostinn minn, Prima Donna, einnig finnst mér ljúffengt að kreista limesafa yfir.

Auðveldur réttur sem þið eigið ekki eftir að fá nóg af, ef þið prófið.. Ég lofa!

..

This super easy pasta dish is something we can’t get enough of at this household.. All you need is Fresh Spinach pasta –  Scampi – Chorizo(optional) –  Green pesto – Garlic&Chili – Fresh Spinach – Parsley. Panfry the garlic and chili, when the garlic has taken a little color toss in the scampi fallowed by chorizo, put in the fresh herbs and season with sea salt. Then the green pesto is put in the mix but you can just use as much or as little as you prefer, I used about one small can. After the pasta has been boiled and ready everything is tossed together with a handful of fresh spinach leaves. I love my pasta with a lot of my favorite cheese, Prima Donna and a squeeze of lime juice.

Bon appetit!

PATTRA

KLÆÐUMST HVÍTU Í VETUR

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Guðný

  2. December 2013

  mmmm þetta ætla ég að prufa – Chorizo pulsur fást þær á Íslandi

 2. Helga Finns

  2. December 2013

  Já þær fást bæði í heilu og skornar niður. En spínatpasta? er það grænt pasta?

  • Pattra S.

   3. December 2013

   Væriru til í að benda Guðnýu kanski á hvar maður getur keypt þær? :)
   Já, rétt er það, grænt pasta!

 3. Kolbrún Lilja

  4. December 2013

  Spínat pastað er til í krónunni allavega… ætla prufa elda í kvöldi :) Takk fyrir uppskriftirnar

 4. Selma

  13. December 2013

  Chorizo pylsur fást í Bónus, Krónunni og Hagkaup sneddar niður. En ég mæli með að kaupa þær heilar í Pylsumeistaranum. Hann er á horninu á Hrísarteig og Laugalæk :) Hef notað Chorizo pylsu frá þeim í allskonar pasta rétti. Er mjög góð :)

  • Pattra S.

   16. December 2013

   Frábært! :) Takk kærlega fyrir þetta.