66°NORÐUR Í DANMÖRKU

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ

Danska pressan var boðuð í heimsókn til 66°Norður í Kaupmannahöfn í gær þar sem farið var yfir hvað koma skal í haust. Í boðinu mátti sjá þekkt andlit danskra bloggara, ritstjóra og stílista sem virtu fyrir sér nýjungar ásamt því að spjalla um það sem vel hefur verið gert hingað til. Það er svo frábært að sjá þær vinsældir og hversu hratt íslenska merkið hefur náð festu á dönskum markaði á stuttum tíma. Þær vinsældirnar virðast snúa að tísku frekar en útivist og má sjá flíkur frá merkinu nokkuð áberandi í götutísku dönsku höfuðborgarinnar. Ég kom betur inná það HÉR um daginn.
Ég er komin með tvær flíkur efst á minn óskalista – þessa dásemdar dúnúlpu sem ég vil eiga heima næsta vetur og þennan “vinnumanna” samfesting sem ég myndi klæða upp og niður eftir tilefnum. Seinni flíkin er nú þegar til í verslunum fyrir áhugasama, en það virðast fleiri en ég vera hrifnir af flíkinni miðað við þau viðbrögð sem ég fékk á Instagram í gær. Eru þið að fylgja Trendnet á Instagram (@trendnetis)? Story verður meira virkt næstu vikurnar svo ég mæli með því að fylgjast þar með.

//

I had a short visit to Copenhagen yesterday. The Icelandic brand 66°north had a press brunch to present the collection for the fall. It is impressing how fast the brand has grown on the danish market in short time. It seems to be more of a fashion brand there and fits well in the trend today with technical outerwear clothing.
I already have some items on my wishlist …

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hin þekkta og viðkunnulega Melissa Bech var hrifin af Hildar Yeoman kápunni –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Við vorum svo heppin hvað við vorum tímanlega á staðinn, fengum flíkurnar útaf fyrir okkur til að njóta þangað til húsið fylltist þegar við gengum út. Helgi Ómars mun koma nánar inná nýja liti í vinsælum sniðum mjög bráðlega á sínu bloggi.

Takk fyrir mig að þessu sinni 66°Norður.
Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

OUTFIT

OUTFIT

Ég er nýlent frá Köben og er strax búin að taka upp úr töskunni til að pakka í aðra. Á morgun fer ég í smá frí í sólina og get ekki beðið. Í gær fórum við á annan fund með Carhartt WIP og svo með Wood Wood. Ó lord hvað það var margt fallegt þar.

Outfit gærdagsins:

Processed with VSCO with a6 preset

Processed with VSCO with a6 preset

Processed with VSCO with a6 preset

Úlpa: The North Face af Aroni litla bróður
Hettupeysa: Weekday
Buxur: Norse Projects, mínar allra uppáhalds!
Skór: Adidas Ultraboost

Just came home from Copenhagen and I’ve already unpacked and packed again since tomorrow I’m leaving for a little vacation, simply can’t wait! In Copenhagen we met up with three brands; Carhartt WIP, Wood Wood and Mads Norgaard to see their AW17 collections. All collections looked really promising and exciting! I’ll show you some more soon.

Yesterday’s outfit:

Jacket: The North Face
Hoodie: Weekday
Jeans: Norse Projects, all time favorites!
Shoes: Adidas Ultraboost

xx
Andrea Röfn

HEIMSÓKN: WOOD WOOD

HEIMSÓKNLÍFIÐWORK

English Version Below

Snemma í síðasta mánuði fenguð þið að fylgjast með ferð minni til Kaupmannahafnar þar sem ég heimsótti tvö ólík en áhugaverð fyrirtæki. Annað þeirra var Frederik Bagger fyrir Norr11 en hitt danska tískuhúsið WoodWood sem ég heimsótti fyrir Húrra Reykjavík. Wood Wood er merki sem ég hef fylgst með lengi og kynntist fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum (mörgum!) árum. Ég var því glöð þegar KronKron tók það inn örlítið síðar. Merkið hefur átt sínar hæðir og lægðir og er í dag á mjög góðu róli. Í sumarlínunni ræður léttleikinn ríkjum í þægilegum klæðum sem samt búa yfir elegance – eitthvað fyrir mig!
Í febrúar munu Wood Wood síðan í fyrsta sinn sýna á tískuvikunni í Milano – það er stórt!

15320492_10154972664221535_901227579_n

Frábæri Helgi Ómars

15300589_10154972664476535_1728763440_n

 

Húrra Reykavík er ein af nokkrum góðum verslunum sem selja merkið á Íslandi. Sumarlínan 2017 tók á móti okkur Helga í gömlu sýningarherbergi sem staðsett er í bakhúsi á Nørrebro. Sú lína lofar virkilega góðu!! Ég er strax komin með langan óskalista og þið sem fylgduð Trendnet á Snapchat þann daginn sáuð að við eigum fallegar flíkur í vændum.

img_1280 img_1282

Langar í þetta dress fyrir sumarið. Helst myndi ég vilja klæðast stuttbuxunum berleggja við mega fína jakkann sem ég myndi hneppa að mér

img_1283

Sjúk í þessar buxur!

img_1284 img_1285 img_1286 img_1287 img_1289

Elísabetar-legir

img_1290 img_1291 img_1279img_1292

Þessi leðurjakki var það fyrsta sem greip augu mín

img_1293

Þessi romantic peysa á eftir að verða bestseller – viss um það!

img_1294

 

Ég mátaði smá en lagði meiri áherslu á að koma við og sýna ykkur “í beinni” þann daginn. Fljótlega getum við síðan mætt á Hverfisgötuna og keypt eðal flíkurnar þegar þær detta í Húrra hús. Fyrr í dag fékk ég þær fregnir að fyrsta sending væri nú þegar lent á klakanum og verður komin upp í verslun klukkan 11 á morgun (þriðjudag) – heppileg tímasetning á heimsóknarpóstinum mínum.

Meira af SS17: HÉR

Takk fyrir mig Húrra Reykjavik og WoodWood.

//

Last month I visited the WoodWood showroom on Norrebro in Copehagen. I went with my co-blogger and friend Helgi Ómars and we were both impressed.

I like the summer collection which is hitting the stores these days, light and comfortable with some elegance – my kind of style.
You can see photos from our visit above and in Reykjavik you can find the brand in Hurra Reykjavik – which hooked me up with the visit.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÖLUVÖRUR Á ÓSKALISTANUM FRÁ NAKED:

LISTITÍSKAUPPÁHALDSWANT

Mér finnst gaman að versla á útsölum bæði hér heima & á netinu. Næstu daga mun ég sýna ykkur þær útsöluvörur sem eru á óskalistanum frá nokkurm netverslunum. Hér eru þær útsölurvörur sem eru á óskalistanum frá nakedchp.com!

//Adidas Originals Superstar 80S Primknit Raw Pink – verð áður 1,050 DKK/16.969 kr verð núna 630 DKK/10.181 kr.
Adidas Consortium X Saint Alfred Gazelle OG Gtx Off White/White – verð áður 1,000 DKK/16.161 kr verð núna 600 DKK/9.696 kr.
Adidas Originals Concepts X Adidas Consortium Equipment Support 93/16 Black/White – verð áður 1,350 DKK/21.817 kr núna 810 DKK/13.090 kr.
Puma Careaux X Puma Bog ”Whisper” Whisper White – verð áður 1,000 DKK/16.161 kr verð núna 600 DKK/9.696 kr.
Puma Blaze Of Glory Sock Core White – verð áður 900 DKK/14.544 kr verð núna 360 DKK/5.817 kr.
Reebook Workout Plus White/Royal – verð áður 750 DKK/12.120 kr verð núna 450 DKK/7.272 kr.
Nike Sportswear Air Footscape Magista Flyknit Wolf Grey – verð áður 1,650 DKK/26.665 kr verð núna 990 DKK/15.999 kr.
Nike Sportswear Air Presto Flyknit Ultra Cool Grey – verð áður 1,250 DKK/20.201 kr verð núna 750 DKK/12.120 kr.
Nike Sportswear Air Presto Flyknit Ultra Voltage Green/Volt – verðu áður 1,250 DKK/20.201 kr verð núna 750 DKK/12.120 kr.
Stussy Herschel X Stussy Rip Stop Large Network Pink – verð áður 450 DKK/7.272 kr verð núna 225 DKK/3.636 kr.
Stussy Simple Mock Neck Tank Pink – verð áður 450 DKK/7.272 kr verð núna 270 DKK/4.363 kr.
Stussy Challenge Crop Top Black – verð áður 500 DKK/8.080 kr verð núna 300 DKK/4.848 kr.
Stussty Challenge Pencil Skirt Black – verð áður 550 DKK/8.888 kr verð núna 330 DKK/5.333 kr.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

LAUGARDAGSLÚKK: CPH

DRESSLÍFIÐ

English Version Below

IMG_0167
Þær verða líklega nokkrar ferðirnar yfir þessa fallegu brú næstu árin. Gærdeginum eyddum við í Kaupmannahöfn í blíðskaparveðri. Það er um að gera að nýta sér að vera svona nálægt dönsku höfuðborginni sem ég þekki svo ágætlega. Einhver ykkar fylgdust með deginum “í beinni” á Instagram story hjá mér – elgunnars.
Ég eyddi hluta af deginum í Lyngby sem kom skemmtilega á óvart. Þar hefur orðið mikil uppbygging síðustu árin og myndast skemmtileg stemning, einskonar mini Köben. Þar má finna margar af helstu verslununum ásamt góðum kaffihúsum og veitingahúsum. Til að gefa betri mynd þá fórum við á kaffihús, kíktum í Illum Bolighus, HAY store, Söstrene Grene og Magasin, Nespresso búðina,  Joe & the Juice og Sticks & Sushi. Ég mæli með því fyrir einhverja sem vilja upplifa aðra og rólegri hlið af Kaupmannahöfn. Maður þarf víst ekki alltaf að fara á sömu staðina.

IMG_0191 (1)

Ég klæddist nýjustu uppáhalds flíkinni minni, Kimono frá Hildi Yeoman.

14303842_10154040802312568_1245246513_o

Gunni
Gleraugu: RayBan, Skyrta: Calvin Klein, Buxur: Cheap Monday, Skór: Nike Mayfly Woven/Húrra Reykjavík

IMG_0177

Manuel

Samfella: BiumBium, Hattur: Bestu kaup frá Petit.is, Skór: Zara Home

IMG_017914329383_10154040802472568_1363512756_o

Sólgleraugu: Céline, Sloppur: Hildur Yeoman, Stuttbuxur: H&M, Skór: Adidas Stan Smith

Svona dagar gefa manni auka orku inn í komandi viku.

//

The September sun is giving me some extra warm in my heart these days. So nice to get some sunny days before the Autumn will hit us soon.
Yesterday the family took a road trip to the danish capital – Copenhagen. I will probably travel there regularly now when it is so close.  We had a lot of fun in the sun.
I was wearing my favorite item these days, my new kimono.
My outfit:

Sunnies: Céline, Kimono: Hildur Yeoman, Shorts: H&M, Shoes: Adidas Stan Smith

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MEÐ MÖMMU

HEIMAInspiration of the dayInstagramTraveling

Þessi póstur er búinn að vera í bígerð í næstum 3 daga, eða allt frá því að ég kvaddi mömmu mína eftir að hún var í heimsókn hjá mér hér í DK. Í allan dag hef ég reynt að hnoða saman texta við þetta skemmtilega myndablogg af okkar dögum saman, sem ég var þegar búin að klára í gær. En einhvern veginn náði ég ekki alveg að koma öllu því sem mig langaði að segja út, en við skulum nú samt láta reyna.

Án þess að gera þennan bloggpóst hádramatískan þá hefur sambandið okkar aldrei verið sérstaklega hefbundið í gegnum tíðina þar af leiðandi er ég afar þakklát fyrir allan okkar tíma saman. Þetta er í annað sinn sem hún heimsækir mig eftir að ég flutti frá Íslandi og ég er svo fegin að hafa náð að sannfæra hana um að koma hingað til mín í staðinn fyrir að fara til Íslands saman. Ég var nefnilega ein í kotinu og við náðum því að eiga næstum heila viku bara tvær saman sem hefur ekki gerst síðan ég var unglingur. Bara það eitt og eitthvað jafn einfalt og að geta loksins eldað fyrir mömmu sína gerði mig einstaklega glaða. Sem sagt í stuttu máli þá voru þetta yndislegir dagar með endalausu netflix chilli og nóg af hlátri, dagar sem ég met ótrúlega mikils.

IMG_5968IMG_5967

Fancý kaffi & Köben kósý // Cosy Copenhagen

IMG_5581IMG_5978

IMG_5979DSCF2711 Góður dagur á Aros safninu, einn af mínum uppáhaldsstöðum í Árósum // One fine day @Aros art Museum, one of my favorite places in Aarhus

Mamma í algjöru dekri, alltof gaman að fá að elda ofan í hana // Mom getting a royal treatment at my place, love cooking for her

IMG_5986
AARHUS

Það er oftast stutt í grínið hjá okkur múttu, einn morgunin kom hún fram í þessu snilldar kattar-outfitti bara til þess að djóka í mér (held ég(og vona)) // Mom being her funny self, came out in this cat-suit one morning just to mess with me

Enn eitt hláturskastið en mamma komst ekki yfir það hvað ég gat blásið mikið út sökum núðlu ofáts, þetta var það svakalegt að ég varð auðvitað að senda grín-snap til nokkra vinkvenna og uppskar fjölmörg sjokk skilaboð í kjölfarið. Léttur djókur í boðinu // We couldn’t stop laughing at how much I could bloat out after nuddle binge eating so I joke-snapchated couple of my girlfriends, got a lot of texts back that night. Just a good old fun

Þessi vildi líka prófa snappið // This one tried out snapchat as well

Papaya salat mömmu er í uppáhaldi, át svo mikið að bumban varð föst og ég komst ekki frá borði // Mom’s papaya sallad is the best, ate so much that I got stuck to the table

IMG_5995

 Girls night out!

IMG_5996

 Japanese treat @ Sticks’n’sushi Tilvoli hotel, CPH

Síðustu nóttina lentum við alveg óvart í eftirpartýi Robert Prisen(kvikmyndaverðlaunin í Danmörku) en það var haldið á sama hóteli og við vorum á í Kaupmannahöfn. Mjög fyndið & skemmtilegt kvöld sem við munum seint gleyma // Accidentally crashed the Danish movie awards on her last night as it was held at the same hotel we were staying at in CPH, such a fun & funny night to remember

IMG_5759DSCF2841DSCF2703

Great days with my lovely mom while she was visiting me in Denmark last week. Some moments that I will cherish forever due to the lack of time we have had together in the past, but I guess it’s never too late to make more effort while you still can!

PATTRA

GÓÐAN DAGINN ÍSLAND!

IcelandInspiration of the dayMy closetTraveling

Góðan og blessaðan daginn ástkæra Ísland og gleðilegt nýtt ár! Eftir dásamlegt frí á Thailandi lentum við hjúin í Köben þann 30.des og fögnuðum nýju árinu þar. Ég fann að ég var að verða veik á gamlárs en þar sem við vorum búin að bjóða í partý var ekkert annað í stöðunni en að hressa sig við, ég var meira og minna að krókna úr kulda allt kvöldið og var í útijakkanum inni nánast allt kvöldið en hélt samt alveg út til 4.leytið. Við bjuggum á æðislegum stað stað í Kaupmannahöfn, STAY Copenhagen sem er einhvers kona hótel/íbúð og vorum ofsalega lánsöm með útsýnið fyrir gamlárkvöldið. Ég vaknaði síðan á fyrsta degi ársins með brennandi hita og var með flensu í rúmlega viku, það er bara eins gott að vera búin að klára þann pakka svona snemma á árinu.

Myndir frá snilldar gamlárs..

SONY DSCIMG_1838IMG_1847

Æðisleg íbúð og útsýni!

SONY DSC

Gamlárs nauðsynjur.

SONY DSC

Vorum heppin með atvinnukokk/vin sem matreiddi ofan í okkur Beef Wellington, vægast sagt gott!!

SONY DSCIMG_1882IMG_1893IMG_1954SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCIMG_1963IMG_1964

Konfettí stuð sem endaði ekkert allt of vel..

IMG_1972

Freyðandi flæðandi!

IMG_1968

Limbo master.

IMG_1989

Fringe kjóll með meiru úr H&M

IMG_2097

En nú er ég lent hér á klakanum og klaki á heldur betur við þessa stundina, þessi norðanátt má endilega bara hypja sig sem allra fyrst takk fyrir pent.
TAKK fyrir að lesa árið 2014 kæru þið, ég verð að viðurkenna að það var ekki beint stórkostlegt blogg ár hjá undirrituðu en finn á mér að 2015 verði MUN betra!

..

HAPPY new year dear readers. Some fun pics from NYE and our lovely stay at STAY Copenhagen 

Now I’m back in Iceland for the next ten days and promise that my 2015 blog year is going to be WAY better than 2014!

PATTRA

KøBENHAVN MYNDIR&TIPS

My closetTraveling

Hressandi myndabomba frá Kaupmannahafnarferðinni þarsíðustu helgi -what a place!

SONY DSC

Hotel Skt. Petri, nice place & good location.

SONY DSCSONY DSC

Fallegt Selected Femme sett, sumargjöf frá manninum. Love this matchy outfit from Selected Femme, a summer present from the hubby.

SONY DSCProcessed with VSCOcam with a2 presetIMG_2067

Ég þykjist vita hvernig góður taílenskur matur smakkast verandi frá landinu og allt það þannig að ef þið eruð hrifin af taílenskum mat mæli ég eindregið með Khun Juk í Köben. Go to Khun Juk in CPH for a brilliant & authentic thai food!
N A M M

IMG_2095IMG_2098

Gleði með gleðipinnum.

SONY DSCSONY DSCIMG_2172

Mæli með kaffibolla einhvern staðar á Kongens Nytorv, taka smá breik frá Cafe Norden! Recommend coffee & people watching somewhere on Kongens Nytorv.

SONY DSCIMG_2185

Nyhavn niceness

IMG_2195IMG_2209

E + P 4ever

IMG_2236IMG_2245IMG_2260

HYGGE

Ég fæ ekki leið á þessari dásemdar borg!!

..

Some great moments from our trip to Copenhagen the other day, never getting tired of this fantastic city!!

PATTRA

GÓÐA HELGI

My closetTraveling

IMG_1857IMG_1858IMG_1859

 Kjóll – Weekday / Jakki – H&M / Taska – Michael Kors / Skór – Vagabond 

Eigið góða helgi gott fólk, hilsen frá København!

..

Dress – Weekday / Jacket – H&M / Bag – Michael Kors / Shoes – Vagabond

Have a lovely weekend y’all, best regards from Copenhagen!

PATTRA

STÍLLINN Á INSTAGRAM: HAFRÚN KARLS

FÓLKINSTAGRAMSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Hafrún Alda Karlsdóttir á Instagram stílinn að þessu sinni enda ofurskvísa mikil. Hafrún er búsett í Kaupmannahöfn og gerir það gott með veftímariti sínu BAST Magazine.
Hún er ein af þeim sem er alltaf með´etta án þess að reyna neitt sérstaklega.
Þetta er Hafrún, ofurtöffari með meiru –image 2

Hver er Hafrún Karls?
Ég er fædd og uppalin á Íslandi en síðustu 7 ár hef ég búið í Kaupmannhöfn þar sem ég ritstýri veftímaritinu Bast magazine.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og hönnun og áhuginn hefur bara vaxið með árunum. Við hjá Bast magazine fjöllum líka mikið um tónlist og mér finnst mjög gaman að geta blandað þessum tveimur áhugamálum saman, enda tengjast tíska og tónlist á svo marga vegu.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei ég get nú ekki sagt það, ég er frekar mikil B manneskja og er alltaf á síðustu stundu á morgnanna og hoppa yfirleitt í það fyrsta sem ég sé, sem eru yfirleitt gallabuxur og stuttermabolur.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? 
Það eru vissulega margir sem veita mér innblástur eins og t.d Charlotte Gainsbourg, Patti Smith og Hedi Slimane.

Must have flík í þínum skáp?
Acne gallabuxur, t-shirts, stórar þykkar peysur og nóg af allskonar yfirhöfnum.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur?
Kaupa færri og vandaðri vörur, ég hef líka alltaf bakvið eyrað þegar ég kaupi mér föt hvar varan er framleidd og af hverjum. Svo verðum við líka að hugsa vel um umhverfið okkar og endurnýta fötin, fara með gömlu fötin sem við erum hætt að nota og selja þau og að versla í vintage búðum er líka algjör snilld.

Hvað er á döfinni hjá Bast Magazine?
Það er nóg framundan hjá okkur í Bast, við ætlum við að halda tryllt partý 12. Febrúar á Paloma, í samstarfi við Grótta Zine, Icelandair og Smirnoff. Ný heimsíða kemur í loftið innan skamms og ekki má gleyma Bast no.10 sem kemur út í lok Febrúar. Þanning það er líf og fjör framundan hjá team Bast.

image 11 image 10 image 9 image 8 image 7 image 6 image 5 image 4 image 3 image 2 image image 3 image 4 image 5 image 6 image 7 image 8 image 9 image 10 image 11 image 12 image 13 image 14 image 15 image 16 image 17 image 18 image

_

TAKK @hafrunkarls

xx,-EG-.