fbpx

MAGNAÐ KVÖLD MEÐ NOTES DU NORD

AndreAFERÐALÖGTíska

* Allar myndirnar í færslunni eru teknar af Aldísi Páls ljósmyndara.


Notes Du Nord
er eitt af mínum uppáhalds merkjum og við erum afar stolt af því að selja þetta merki hjá okkur í AndreA.
Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn fór ég á magnaðan viðburð hjá merkinu í sýningarsalnum þeirra sem var ævintýralega fallegur.
Danska tímaritið ELLE var á staðnum en þau voru að vinna frétt um merkið og segja söguna á bakvið “hvernig maður setur upp sína fyrstu tískusýningu á tískuviku”.

Ég var heppin að fá að taka þátt í deginum, undirbúningi og var boðið á eventinn sjálfann ásamt 30 öðrum.  Viðburðurinn var mjög lokaður og fáum boðið.  Ég var hálf feimin við að sitja þarna innan um stórstjörnur eins og Helenu Christiansen og stóra áhrifavalda sem ég hef hingað til bara séð í símanum mínum og á tískuvikum.

Aldís Pálsdóttir vinkona mín og einn besti ljómyndari landsins var valin til að taka myndir þetta kvöld, af sýningunni og öllu.  Mér fannst svo magnað að sjá hana landa þessu verkefni og skemmtilegt fyrir okkur að fá að upplifa þetta saman :)

Sara og Rasmus eru eigendur Notes Du Nord, dásamlegir danir, vinir mínir sem mér þykir vænt um og ég var gjörsamlega að rifna úr stolti yfir þeim þetta kvöld.  Þau stofnuðu Notes Du Nord árið 2016 og ég hef verið með þeim frá fyrsta degi (þ.e.a.s með merkið í búðinni), það er búið að vera magnað að horfa á þau byggja upp þetta fallega og vandaða merki á methraða.


Sara (eigandi NdN) & ég að sjálfsögðu báðar í Notes Du Nord 

Undirbúningurinn fyrir svona kvöld er gríðalegur og það var ótrúlega gaman að fylgjast með öllu fæðast hægt og rólega.  Blómin, salurinn, tónlistarfólk, maturinn & loks að sjá allt smella saman í sýningunni.

Atvinnumennirnir eða hárgreiðslufólk, förðunarfræðingar, viðburðastjórnendur, fyrirsætur, tónlistarfólk komu hvert að fætur öðru og undirbjuggu sig fyrir kvöldið.  Aldís myndaði auðvitað allt ferlið í bak og fyrir :)
Listrænn stjórnandi yfir hári & förðun var Sidsel Marie Bog. Íslenska húðvörumerkið Bioeffect sá um að húð fyrirsætanna yrði vel undirbúin fyrir förðunina. Það var gaman að sjá hvað förðunarfræðingarnir voru spenntir að vinna með þetta magnaða íslenska merki.


Eftir að gestirnir voru komnir og sestir til borðs, var borinn fram glæsilegur þriggja rétta kvöldverður.  Danskt tónlistarfólk spilaði tónlist en enginn vissi að það væri að koma tískusýning. Fyrirsæturnar gengu um salinn, þetta var öðruvísi & persónulegri sýning en ég er von.  Gestirnir voru glaðir með þetta fyrirkomulag en flestar voru þær áhrifavaldar, innkaupafólk eða einhverskonar stjörnur, leikkonur, söngkonur eða eitthvað slíkt.  Þær voru búnar að fara á margar sýningar yfir daginn og voru svo innilega glaðar með að fá að sitja til borðs, fá góðan mat og tryllt show.  Ég myndi segja að þetta hafi verið með fallegri sýningum sem ég hef farið á og að mörgu leyti er skemmtilegra að gera þetta svona heldur en að hafa “venjulega” tískusýningu á tískupalli.

Línan sjálf fyrir SS 2020 er TRYLLT.  Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé ein fallegasta lína Notes Du Nord til þessa.  Dásamlega fallegir pastellitir og sniðin falleg….. “Get ekki beðið” sögðu allir alltaf sem vinna við tísku :)

 


TIL HAMINGJU NOTES DU NORD – Mikið hlakka ég til að fylgjast með þessu merki í framtíðinni <3


Módelin & Team Notes Du Nord:  Fyrir miðju…. Christina Guldberg fatahönnuður – Sara Sode eigandi og listrænn stjórnandi – Christina Pettersson innkaupastjóri  &  Isidora Zmiro  

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

STÓRIR JAKKAR / STELDU STÍLNUM AF PABBA ÞÍNUM

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  1. October 2019

  VÁ VÁ VÁ
  Allt svo fallegt og gordjöss! Stórkostlegt showroomið þeirra, og vá hvað þetta hefur verið mikið snilldar kvöld! Kræst hvað Helena er svo svakalega glæsileg orðin fimmtug!!

  • AndreA

   1. October 2019

   Já ekkert smá glæsileg hún Helena
   Og showroomið …. hugsaði oft til þín þú kemur með mér einn daginn … Svönulegasta showroom ever