fbpx

STÓRIR JAKKAR / STELDU STÍLNUM AF PABBA ÞÍNUM

AndreADRESSTískaTREND

“Over sized” eða stórir jakkar eru eitt heitasta trendið um þessar mundir miðað við götutískuna.  Þetta er eiginlega þannig:  því stærri jakki því betra.


Mig langaði í svona stóran blazer jakka og vissi akkúrat hvert ég átti að leita, beint til pabba.
Úrvalið var gott í skápnum en ég valdi þennan sem ég er í á myndunum (pabbi er löngu hættur að nota hann).
Hann er stór, sniðinn á þeim tíma þegar ekkert var mikilvægara en að vera með stórar og stæltar axlir.  Axlapúðarnir inni í jakkanum hefðu  dugað í sex jakka í viðbót.  Ég opnaði hann að innan (inni í erminni) og tók þykkustu axlapúða sem ég hef séð úr.
Efnið í jakkanum er vandað og ég elska að monta mig í jakka af pabba mínum …. Mæli með að gramsa í skápunum hjá herrunum í kringum ykkur.Blazer: úr skápnum hjá pabba.
Buxur: Urban outfitters
Skór: Skórnir eru frá íslenska merkinu KALDA en ég bloggaði um þá hér.


Alsæl í “nýja” jakkanum mínum stakk ég hendinni í vasann og fann þessa kvittun, hann var sem sagt síðast notaður á Hótel Íslandi á því herrans ári 1998.  elska svona <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

BAK VIÐ TJÖLDIN / KONUR ERU KONUM BESTAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Atli Magnusson

    23. September 2019

    Og hvað kostaði svo bjórinn 1998 :)