fbpx

BAK VIÐ TJÖLDIN / KONUR ERU KONUM BESTAR

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

Það er búið að vera nóg um að vera hjá okkur sem stöndum á bakvið Konur eru konum Bestar undanfarna daga.
Við finnum fyrir ótrúlegum stuðningi og eru óendanlega þakklátar fyrir ykkur sem viljið leggja hönd á plóg á einn hátt eða annan.  Mig langar að þakka sérstaklega öllum vinkonum okkar og fyrirtækjum sem hafa opnað allar dyr og hjálpað okkur með allt milli himins og jarðar.  Án ykkar gætum við ekki gert þetta.

Mig langaði að leyfa ykkur að kíkja aðeins og bak við tjöldin hjá okkur :)

BOLURINN: KONUR ERU KONUM BESTAR NR#3

 

 

MYNDATAKAN: 
Aldís okkar tók myndirnar en Sara Dögg hjá Reykjavík maekup school sá um að farða okkur (þvílíkur snillingur).
Sara smellti líka af á hópmyndinni af okkur þar sem við þurftum nauðsynlega að hafa Aldísi með okkur á myndinni :)

Vikan er svo pökkuð og “ToDo” listinn langur en allt vel þess virði.  Á milli atriða í gær  hittum við Evu Laufey hjá Ísland í dag í Make-up studio Hörpu Kára (Takk Harpa).  Viðtalið verður sýnt á Stöð 2 í kvöld kl 19:00.


Nanna KristínAldís PálsRakel TomasAndrea Elísabet Gunnars & Eva Laufey 

NÝTT: Konurerukonumbestar.com
Viðburðurinn er hjá okkur í AndreA – Norðurbakka 1 – HFJ – Fimmtudaginn 12 sept frá kl 17-20
Kl 20:00 fer svo ný síða í loftið okkar Konurerukonumbestar.com …. Þar verður hægt að kaupa boli á meðan byrgðir endast.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun :)
Ég set inn viðburðinn HÉR og ykkur sem langar að vita meira um verkefnið þá er greinagóður póstur HÉR frá Elísabetu Gunnars.

xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

FJÖRUTÍU & FJÖGURRA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1