fbpx

FJÖRUTÍU & FJÖGURRA

AndreALÍFIÐ

Ég átti afmæli í gær  ….  44 ára og hef aldrei verið betri : )

Jiiiiiiii hvað það er gaman að eiga afmæli ….

Fjörutíu og fjögurra, ég er svo glöð með það, stolt af því og svo óendanlega þakklát fyrir árin mín.

Ég viðurkenni að ég hef átt móment þar sem ég er þessi  týpa “Guð hvað ég er orðin gömul”  en ég sagði henni upp fyrir löngu síðan sem betur fer.  Ef þú myndir spyrja mig hvort ég vildi skipta og vera 24 þá er svarið stórt feitt NEI og smá hahaha með því :)
Ég segi það stundum við yngri vini mína sem óttast að eldast að lífið verður betra og betra með hverju árinu og ég meina það.  Ég verð sáttari, saddari og sælari með hverju árinu sem líður.  Kannski er það þroski ég veit það ekki en ég veit að það er gaman að eldast.

Ef ég er heppin þá fæ ég að eiga fleiri afmæli en ég verð aldrei yngri það er staðreynd.
Það eina sem ég fæ að ráða er hvernig ég lít á þetta.  Ég hef val um að elska að eldast eða hata það.  Ég hef líka val um hvað og hvernig ég held upp á afmælið mitt.

Ég ætla að velja að gera það svona eins og þessi mega sátta 1 árs Andrea ….
Nema aðeins minni kaka & aðeins meira hár <3

Ég hef oft gert lítið úr því að eiga afmæli og átt bara venjulegan dag í vinnunni en eftir að hafa horft á fjögurra ára frænkur mínar með kórónur úr leikskólanum gjörsamlega að KAFNA úr gleði með það að eiga afmæli ákvað ég að vera meira eins og þær.
Ég var með kórónu allan daginn & fór í fínasta kjólinn minn en aðallega sleppti ég mér bara, hleypti afmælisbarninu út og átti frábæran dag með vinkonum og fjölskyldu.
Ég brosti svo mikið að ég er smá aum á bakvið eyrun í dag :)


Lífið er bara of stutt …. farðu í fínasta kjólinn þinn, fagnaðu lífinu & leiktu við vini þína <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

 

HJÓLABUXUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1