fbpx

HJÓLABUXUR

AndreADRESSSAMSTARFTískaTREND
Færslan er unnin í samstarfi við verslunina mína: AndreA

Góðan daginn !
Eftir umræðu helgarinnar milli vinkvenna minna ákvað ég að gera blogg um þessar hjólabuxur sem við vorum að tala um.
Okkar eigins Elísabet Gunnars klæddist einum slíkum í ræktinni og útfrá hennar Instagram reikning skapaðist umræða um t.d hvar maður fær þær o.sv.frv.  HÉR er instagrammið hennar ef svo ólíklega vill til að þið séuð ekki að fylgja henni:)
Niðurstaðan er að þær fást út um allt frá mismunandi merkjum í mismunandi efnum og sniðum.

Ég sjálf hafði keypt mér tvennar sem hentuðu ekki þar til ég fann þessar sem ég nota allt of mikið.
Það sem truflar mig við hjólabuxur er þegar þær eru of þröngar að neðan eða um hnén.
Ég fann þessar svo þegar ég var að versla inn fyrir búðina, þær eru frá danska merkinu Soft Rebels og fást hjá okkur í AndreA.
Fyrst pantaði ég bara nokkrar til að prufa en við sáum strax að þessar voru akkúrat í því sniði sem okkur vantaði ég bað SR strax um meira en þær höfðu hætt frameiðslu á þeim fyrir haustið.  Mörgum e-mailum og suði seinna voru þær settar fyrir okkur aftur í framleiðslu og eru komnar til okkar í búðina….     “Thank me later” ;)


Ég nota mínar mest undir alla kjólana mína og pilsin.  Yfirleitt sést ekkert í þær en þær veita öryggistilfinningu og halda á manni hita.  Ég nota mikið kjóla sem eru “wrap” eða bundnir eða hneppta kjóla sem geta opnast í miðjunni þá finnst mér ómissandi að vera í hjólabuxum undir.

SR hjólabuxurnar fást HÉR.  þær koma í stærðum XS-XL og eru á 4.900
þær eru úr mjúkri bómull, alls ekki of stífar og eru mjög þægilegar.

Annars tók ég saman allskonar skvísur sem eru að rokka hjólabuxur…..

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

 

KALDA - EINSTAKIR, ÍSLENSKIR & ÆÐISLEGIR SKÓR

Skrifa Innlegg