fbpx

GANNI x 66°NORÐUR FER Í SÖLU Í DAG

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við 66°Norður

Hej dejlige (en kalda) København!

 

Eins og þið vitið þá elska elska ég samstarf Ganni við íslenska 66°Norður sem kynnt var á tískuvikunni í ágúst í fyrra. Núna er loksins komið að því að fá að klæðast þessum gersemum og ég lét ekki bíða eftir mér og er mætt fyrst á gólfið í verslun þeirra á Sværtegade í dönsku höfuðborginni.

Þetta er fyrsta samstarfslína íslensku Sjóklæðagerðarinnar og danska fatamerkisins. Línan sameinar gildi og arfleifð beggja merkja í flíkum sem hannaðar eru til hversdagslegrar notkunar jafnt sem útivistar.

Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi GANNI hefur þetta að segja um samstarfið:

„Ég elska að vinna með andstæður, sem eru einmitt partur af arfleifð okkar. Það má því segja að þessi samstarfslína með 66°Norður, sem samanstendur af sérstökum flíkum með tæknilega eiginleika, sé skemmtilegur „kontrapunktur“ inn í sumarlínuna hjá okkur. Sumarlínan okkar „Paradis“ er óður til þess tímabils sem var og hét, þegar við vorum minna upptekin af hlutum nútímasamfélagsins. Að slá höndum saman með Norrænu útivistarmerki var því að mínu mati fullkomin leið til að leita aftur til upprunans.“

Þetta er það sem við getum verslað um helgina, hér úti í Kaupmannahöfn en að sjálfsögðu á Íslandi líka.

Flot Regn Jakki – Verð: 54.000 kr.

Kría Vatnsheldur Jakki – Verð: 63.000 kr.

Garðar Parka – Verð: 45.000 kr.

Tindur Krulluflísvesti – Verð: 27.000 kr.

66°Norður á Íslandi stendur fyrir viðburð á Laugarveginum seinna í dag og ég hvet ykkur til að fjölmenna.

HÉR GETIÐ ÞIÐ FUNDIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VIÐBURÐINN

Það hlakkar í Íslands stoltinu að sjá þetta loksins í sölu en upplagið er takmarkað og því gildir gamla góða setningin “fyrstur kemur, fyrstur fær”.

 

HAPPY SHOPPING!

xx,-EG-.

LÍFIÐ Í ARIZONA

Skrifa Innlegg