fbpx

TÍSKUFRÉTTIR DAGSINS

Í tískufréttum dagsins er þetta helst:

66°Norður heldur áfram að taka skref fram á við, svo gaman að fylgjast með þeim, smá eins og eitthvað landslið í íþróttum – maður heldur svo mikið með þeim. Núna tóku þau saman við danska tískuhúsið Ganni og eru með flíkur í SS19 línunni þeirra sem ber nafnið PARADIS. Þetta er rosalega spennandi samstarf og frábært skref hjá 66°Norður. Ganni er orðið virt í tískuheiminum og nær einhvern vegin að gera hátísku á nokkuð viðráðanlegu verði – alltaf mikill klassi yfir þeirra vörum.

Samstarfið mun samanstanda af þremur jökkum og einu vesti sem fáanleg verða bæði hjá Ganni og 66°Norður og verður verðbilið frá 209-479 Evrur.

Ditte Reffstrup. eigandi og listrænn stjórnandi Ganni, segist einstaklega spennt fyrir samstarfinu. Reynsla, rætur og sterk reynsla íslenska fyrirtækisins hafi heillað hana og með þeirra tæknilegu flíkum þá komi ákveðnar andtæður inní Paradis línunna þeirra.

Bloggað í beinni – fyrstu lúkkin voru að birtast á Instagram story hjá Trendnet – fylgist með @trendnetis.

 

Hér hafið þið íslenska SS19 lúkkið:


Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TRENDNET ER 6 ÁRA !

Skrifa Innlegg