fbpx

TRYLLT HÓTEL Í KAUPMANNAHÖFN

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐTíska

*Myndirnar voru teknar af Aldís Páls fyrir merkið mitt AndreA.

Í hjarta Kaupmannahafnar er þessi “falda” perla,  hótel sem er ótrúlega gaman að vera á, þessi sundlaug er allt, stemmningin æðisleg, frábær upplifun og pínu öðruvísi.
Manon Les suites er partur af “Guldsmeden hotels” sem eru í Kaupmannahöfn og víðar.  Hótelið er miðsvæðis eða í ca 10-15 mínútna göngufjarlægð frá tívolíinu.


Við vinkonurnar, ég, Aldís og Elísabet gistum þarna í febrúar þegar við vorum á tískuvikunni.  Við völdum þetta hótel sérstaklega af því að við vorum að mynda vorlínuna fyrir AndreA .  Sundlaugin og þessi sumarlegi bragur um miðjan vetur var akkúrat það sem okkur vantaði.

Það var kalt og grátt í Kaupmannahöfn þessa daga en um leið og maður steig inn á hótelið gleymdist það og tilfinningin var meira eins og að maður væri á Balí.
Sundlaugin er miðja hótelsins og herbergin eru allan hringinn í kringum laugina, 6 hæðir.Í kjallaranum er líkamsræktarstöð sem hótelgestir hafa aðgang að.
Á efstu hæð er svo veitingastaður og “roof top” svalir sem geggjað er að nýta í góðu veðri, við fórum þangað og mynduðum en það var miklu kaldara en myndirnar gefa til kynna.


En á sumrin er þetta meira svona ….

Herbergin eru rúmgóð, öll með litlu eldhúsi.  Í öllum herbergjum eru svo auðvitað jógadínur, sloppar og inniskór, allt sem maður þarf.  Það fór mjög vel um okkur <3
Hótelið er 5 stjörnu hótel og verðið fyrir herbergið er í kringum 25.000 isk nóttin (eða við borguðum það, það gæti þó verið rokkandi eftir dagsetningum).

Fyrsta föstudag hvers mánaðar er svo sundlauga diskó en það var akkúrat þegar við vorum á svæðinu.  Þá voru sett upp diskóljós, barinn opinn og mega stuð.   Okkur fannst við verða kíkja niður fyrst við vorum þarna og dugðum í heilar 15 mínútur enda ótrúlega þreyttar eftir vel pakkaða daga á tískuvikunni :)

Myndirnar af okkur eru teknar af Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara @paldís.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

HÁRSKRAUT

Skrifa Innlegg