SUNNUDAGS FLÍKIN

My closetNew closet member

Þið hafið eflaust tekið eftir endurkomu rússkinsjakkans en maður virðist ekki getað stígið inn í fatabúð án þess að reka augun í einn slíkan. Ég hef reyndar lítið villst inn í fatabúðir síðan lok janúar þegar ég verslaði mér föt síðast en ég gerði ansi góð kaup á lokaútsölu hjá IRO & Saint Laurent í Kaupmannahöfn.

DSCF3332DSCF3307IRO jacket / YSL bag / Morgan turtleneck / Andrea by Andrea trousers / Céline sunglasses

Ég á sennilega eftir að nota þennan jakka mikið með vorinu en það var einmitt vorlykt í loftinu þegar ég klæddi mig fyrir heimsókn á listarsafn í gær og hliðartöskuna hef ég gengið reglulega með síðan hún var keypt. Tímalaus kaup að mínu mati og ekki verra að geta nælt sér í flíkur frá sínum uppáhalds merkjum á lægra verði en ég hrífst langmest af frönskum tískuhúsum. Það er nefnilega margt sem er vert að hafa í huga áður en maður fjárfestir í hlutum, ég mæli með því að þið lesið þessa grein eftir hana Linneu.

..

Suede jackets are having a big comeback this season and I manage to get my hands on a pretty darn nice one from IRO on sale back in January. Got the Saint Laurent crossbody bag at the same time, final sales in Copenhagen were really hard to resist this year! Timeless buy is a good buy though.

PATTRA

LAST MINUTE BALMAIN x H&M

New closet member

Fyrir u.þ.b. ári síðan tók ég þátt í Alexander Wang x H&M brjálæðinu og hef sjaldan upplifað aðra eins vitleysu og hugsaði með mér að það yrði sennilega mín síðasta þáttaka í þessu rugli. Ég var því hálffegin að komast ekki í H&M þegar BALMAIN línan kom í búðirnar með tilþrifum, get bara rétt ímyndað mér ástandið sem var sennilega margfalt verra en í fyrra þó vissulega voru nokkrar flíkur sem ég varð hrifin af úr línunni. Mér finnst þetta bara persónulega einum of yfirdrifið og almennt hef ég verið að minnka fatakaupin alverulega vegna ýmissa ástæða en það er ef til vill efni í sér bloggpóst.

En tveimur vikum eftir að línan mok seldist upp kíkti ég í H&M og rakst á eitt stk bakpoka og veski úr línunni sem ég ákvað svo að kaupa en ég hef verið í leit að bakpoka fyrir manninn minn í þó nokkurn tíma núna. Veskið kostaði 249,-dkk sem mér finnst mjög gott verð fyrir leðurveski, var einmitt að leita að veski í þessari stærð

BalmainBackpackIMG_1880IMG_1881BalmainxHMIMG_1877IMG_1875

Við höfum bæði náð að nota bakpokann nokkuð oft í þessa rúma viku sem við höfum átt hann.
Hann kemur sér nefnilega voðalega vel þegar við förum að versla í matinn og ég segi ”við” því að það er mjög hentugt að geta sjálf stolist í hann af og til.

..

After the Alexander Wang x H&M madness last year I thought to myself that I would never participate in that kind of ”nonesense” again. So this year I was kinda relieved that I couldn’t make it to the launch of Balmain x H&M which was probably 100 times worst than last year even though there were some items from the collection that I really liked. Two weeks after the launch I visited H&M and stumbled up on the backpack and wallet from the collection at the store here in Aarhus and since I’ve been searching for a backpack for my other half for a while now I decided to buy them. The bag has been used frequently for grocery shopping and it’s nice to be able to use it myself from time to time!

PATTRA

VALKVÍÐI @GEYSIR

My closetNew closet member

 Vígaleg loð/leðurhúfa..

IMG_2302PicMonkey Collagefur

..Eða djúsí eyrnaband sem maður getur einnig notað sem kraga?

Ég ákvað(eftir MIKLAR vangaveltur) að kaupa bandið þar sem það kostaði hvorki meira né minna en 25.000kr minna en húfan. Svakalegur munur en að vísu er loðhúfa búin að vera lengi á óskalistanum mínum þannig að ég ákvað að taka hana frá þar til á morgun. Held að ég sé samt bara ansi sátt með bandið, eða hvað.. verulega tæpt að ég tími að punga út 39.500kr fyrir höfuðfat!

..

Decisions, decisions, decisions!

PATTRA

FÍNT Í WEEKDAY

Inspiration of the dayNew closet member

0231307005_5_00239089001_5_00211003001_5_00227060002_5_00225162001_5_00222373001_5_00237355001_5_00227276002_5_0

Ég átti leið framhjá Weekday í Árósum í dag og neyddist auðvitað til þess að kíkja aðeins inn en þessi verslun er ein af mínum uppáhalds. Það er alltaf smá hættulegt að fara þangað inn en eins og allar búðir þá koma tímabil sem er flottari en önnur og núna þegar útsölurnar eru að klárast hrannast inn nýjar og girnilegar flíkur. Búðin var einstaklega fín og sumarleg í dag en Weekday tekst alltaf að hanna basic flíkur með smá ”twisti” á góðu verði sem kallar á mann. Ég nældi mér í pilsið á síðustu mynd og kjóla/blússa sem ég finn ekki mynd af en ég mæli eindregið með að þið heimsækið Weekday ef þið eruð á leiðinni á meginlandið á næstunni!

KV- Röndóttóða.

..

Dropped by Weekday today which is one of my favorite high street store but the place was looking fab with all the new&fresh summer items coming in. It’s impressive how they are so good at designing good basics with a little twist, you always feel like you really need to have it, weird.

PATTRA

HÁHÆLAÐIR SANDALAR ”Mules”

New closet member

IMG_8410IMG_8418IMG_6713


Screen Shot 2014-07-02 at 1.46.14 AM

Ég keypti þessa fínu sumarhæla í Aldo, Dubai Mall nú á dögum og hafa þeir verið tíðir gestir á fætinum á mér þegar ég vil vera eilítið fín á kvöldin. Við hjúin duttum inn á útsölu hjá Aldo og splæstum í sitthvort skóparið en svona týpur af ”sandölum” hafa verið mikið áberandi í ár. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þeir passa við allt og sem meira er hvað þeir eru þægilegir, ánægð með þessi kaup.

Eins og sést á Bláa Lóns bloggpóstinum þá var ég í svipuðum sandölum í svörtu með lægri hæl, fékk þá í byrjun sumarsins í H&M og hef vægast sagt notað þá óspart. ”Mules,, eru málið!

..

Mules are huge this season and I managed to get a pair from Aldo at Dubai Mall and they have been glued on my feet ever since. I guess you could also call them sandals with heels..? I was pleasantly surprised how they actually fit well with almost every outfit and the best part about them is that they are pretty comfy, good find!

PATTRA

BIKINIPARTÝ

New closet member

 Sundfata seasonið er aldeileis gengið í garð(þrátt fyrir þrumur&eldingar í dag) hér í DK sem er ekki verra þar sem ég hef verið dugleg að sanka að mér fallegum sundfötum undanfarið! Hér eru nokkur stykki úr H&M

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

H&M sundfötin eru að koma sterk inn þessa dagana, þvílíkt úrval! Ég elska ódýr sundföt sem þýðir að ég get átt fleiri og skipt á milli, er sérstaklega skotin í hvíta sundbolnum.

..

Bikini season is here which is perfect because I’ve been hoarding a good amount of swimsuits lately. These above are from H&M but they have quit a selection going on at the moment, love buying cheap bikinis so I can mix & match and change it up. The white swimsuit is my favorite!

PATTRA

BERAR AXLIR UM HELGINA

My closetNew closet member

Processed with VSCOcam with c2 presetSONY DSC

Fyrir stuttu síðan skrifaði ég að ”off shoulder” eða berar axlir væri möst í sumar og eftir mikla leit fann ég eina fallega blússu í ástkæra H&M -Það voru tveir eftir í allri búllunni, einn í minnstu stærðinni og annar í stærstu. Ég byrjaði á því að máta minnstu og mér leið eins og ég væri föst í spennutreyju en fílaði mig vel í stærstu stærðinni, var akkúrat búin að sjá mig fyrir klæðast svona blússu mjög ”loose” í sumarblíðunni. Flíkin kom með mér til Kaupmannahafnar um síðustu helgi og tók sig bara nokkuð vel út í borginni.

Hyggelige myndir frá kóngsins Köben eru á leiðinni!

..

Off shoulder is so popular at the moment and like I mentioned the other day, it’s gonna be huge this summer! After a good search I finally found myself one fine off shoulder blouse in beloved H&M –where else. There were only two left in the store so I was forced to buy the biggest size which is just perfect because I was aiming for the extra loose fit anyways. Wore it in Copenhagen last weekend and was really diggin’ it.. -pics from the royal city coming up!

PATTRA

LAUGARDAGS OUTFIT

My closetNew closet memberTREND ALERT

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Laugardags ”outfittið” mitt í blíðunni í Árósum. Eins og ég hef bloggað um áður þá er ég með æði fyrir ljósbláu þessa stundina og nokkrar slíkar flíkur hafa bæst í fataskápinn minn undanfarnar vikur, m.a. þessi stutterma peysa frá H&M
Hælarnir frá Sonia Rykiel voru vígðir þennan daginn en þeir eru ofurþægilegir með lágum hæl, hálfgerðir ”kitten heels”. Mér tókst auðvitað að rústa þeim hressilega stuttu eftir þessa myndatöku, að fara í þeim í göngutúr um bæinn þar sem allar götur eru gerðir úr svona litlum steinhellum.. góð hugmynd Pattra!
Buxur – Zara / Leðurjakki – Dótturfélagið / Taska – Marc Jacobs / Sólgleraugu – Ray-Ban 

..

Saturday’s outfit whilst out and about in sunny Aarhus. I’ve got mad love for baby blue at the moment as mentioned on precious blogpost and this short sleeves summer sweater is my recent purchase from H&M
These Sonia Rykiel heels wore worn for the first time, they are kinda similar to ”kitten heels” super duper comfy. Of course I managed to scratch the heck out of them shortly after these pics were taken, wearing them for a stroll in a town with all the streets made of tiny stone bricks.. great idea Pattra!
Trousers – Zara / Leather jacket – Dótturfélagið(Iceland) / Bag – Marc J. / Sunnies – Ray-Ban

PATTRA

NIKE HIS&HERS

DetailsNew closet member

 Fyrr í vikunni splæstum við hjúin í sitthvort parið af sumarskóm en hvítir strigaskór eru búnir að vera á óskalistanum mínum þó nokkur sumur í röð. NIKE varð fyrir valinu eins og oft áður en að þessu sinni var það týpan Nike Air sem við féllum bæði fyrir. Er nokkuð eitthvað að því að vera smá í stíl í sumar?! Held nú ekki.

SONY DSCSONY DSCIMG_1354Processed with VSCOcam with f1 presetIMG_1403IMG_1355IMG_1475

Annars óska ég ykkur gleðilegt sumar gott fólk, ánægjulegt að heyra af sólinni á Íslandinu. Við Elmar ásamt tengdamömmu pössum okkur að nýta dönsku sólina vel þessa dagana, extra gaman að taka á móti gesti með svona dýrindis veðri.
Heyrumst X

..

NIKE Air summerkicks for us lovebirds, finally a proud owner of white sneakers. HELLO summer!

PATTRA

 

PARK Güell X MONKI

My closetNew closet memberTraveling

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Aaah Snilldar Barcelona, þó nokkrar myndir sem ég á enn eftir að deila með ykkur, freistunaráráttan sjáiði til. En rétt áður en ég lagði afstað í ferðalagið keypti ég skyrtu í Monki á spottprís sem mig grunaði að ég ætti eftir að nota óspart og sá grunur reyndist heldur betur réttur. Ég klæddist skyrtunni á mínum síðasta degi í Park Güell og síðan þá hef ég ósjaldan notað hana innan undir allskyns peysur. Extra Gaman að eignast flíkur með mikið notunargildi.

..

I spent my last day in Barcelona at Parck Güell wearing my new shirt from Monki. It has been almost two months since I was there, jeeez, time gotta stop messing with me.. Feel like I just celebrated new year’s!!

PATTRA