fbpx

Pattra S.

WANG x H&M

My closet

Það er akkúrat vika síðan Alexander Wang x H&M tryllingurinn átti sér stað en þangað mættum við vinkonur rétt fyrir opnun og fannst röðin ekki það slæm. En við enduðum á því að þurfa bíða í rúmlega klukkutíma því að það var hleypt inn í hollum og vorum nokkrum sinnum nálægt því að beila bara á þessu rugli. Ég fékk rækilegan kjánahroll þegar hurðin opnaðist og fólkið hlupu öskrandi inn með tilþrifum en ég get nú ekki sagt mikið því að ég tók jú þátt í þessu fíaskói, hálfskammast mín..

IMG_7430IMG_7427IMG_7457IMG_7489SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Ég fór ekki með miklar væntingar og var aðallega forvitin að sjá línuna með berum augum en endaði á því að verða ansi skotin. Skemmtilegt að segja frá því að ég náði ekki að kaupa toppinn lengst til hægri í fyrstu ferð því að það var ung stúlka sem bókstaflega reif hann úr höndunum á mér þegar ég tók hann upp. Til að gera langa(og kjánalega) sögu stutta þá var sá toppur í medium og hefði sennilega verið of stór á mig hvort sem eð þannig ég gafst bara upp og leyfði táninginn að kaupa hann úr því að henni langaði svona ofboðslega í hann. Síðan nokkrum dögum síðar var ég með vinkonu minni í H&M og það voru örfáar flíkur eftir af línunni en sé ég þá ekki þennan besefans topp, í minni stærð, allur sjúskaður. En ég átti greinilega að eignast hann og þannig fór það nú.. línan kom s.s. skemmtilega á óvart og ég hefði jafnvel viljað 1-2 flíkur til viðbótar en ég verð að segja að ég er ekki viss um að ég taki þátt í þessari vitleysu aftur að ári!

..

ALEXANDER WANG x H&M madness..
Got myself 3 really nice pieces but this might be the last collaboration for me. What a circus!

PATTRA

SNILLDAR KAFFIKERRA

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    14. November 2014

    Snillingur! Sé þetta fyrir mér með ungu stúlkuna … lenti í svipuðu fyrir ári síðan þegar Marant kom í búðir. Wang er voða Pöttrulegt – góð kaup! :*

    • Pattra S.

      19. November 2014

      Ég held að ég verði bara heima næst ;);)

  2. Inga

    16. November 2014

    Ok nú verð ég aðeins að brjóta odd af oflæti mínu. Ég er nefnilega líklega ein af þeim sem bloggarar flokka sem neikvæðan nöldrara og það er alveg réttnefni. Ég nöldra alveg hrikalega oft yfir tískubloggum, líklega jafnoft og ég les þau…skil samt sjaldan eða aldrei eftir komment og tuða bara við þann næsta sem vill hlusta. Ég vil bara að fólk vandi sig og sýni smá gagnrýna hugsun.
    En ég verð að segja (og nú kemur þetta með oddinn og oflætið) að þú kemur með þá skemmtilegustu pósta sem ég les hérna á trendnet og á öðrum bloggum. Ég get ekki lýst því hvað mér fannst myndapósturinn þinn hérna um daginn frábær, þar sem þú sýndir m.a. grátbólgið andlit á flugvelli. Minnti mig verulega á öll þau skipti sem ég hef verið ein á flugvelli hágrenjandi framan í flugvallastarfsmenn sem vildu bara bjóða mér ilmvatnsprufu. Þessi póstur, þar sem þú bíður í kjánalegri röð og gerir bara grín að því gerir mig svo bara meyra…hversu oft hefur maður asnast í þessar aðstæður??
    Þú ert bara ferlega skemmtileg og tekur þig greinilega ekkert of alvarlega…mættir alveg gera meira af þessu!

    • Pattra S.

      19. November 2014

      Vá. Ég vil byrja á því að þakka þér innilega fyrir að gefa þér tíma í að skilja eftir þig svo einlægt & dásamlegt komment. Þessi athugasemd gladdi mig vægast sagt mikið en ég verð að viðurkenna að ég er búin að lesa þetta yfir ansi oft og brosi við það í hvert sinn!

      Skemmtilegt að segja frá því að ég gekk líka framhjá nokkru ilmvatnsfólki þennan daginn sem sögðu allir ohhh what’s wrong.. please don’t cry og þá grét ég bara ennþá meira en á sama tíma hló ég og brosti því ég vildi ekki vera dónaleg(og mér fannst ástandið fyndið). Haha ég á aldrei eftir að gleyma þessu. Fékk að lokum tissjú box hjá Tax Free liðinu og fór eftir það út í horn þangað til ég gat allavegana séð út úr augunum á mér hvert ég var að labba :) Þetta er í annað skiptið sem ég græt á flugvelli, í fyrsta skiptið var ég 8 ára að kveðja pabba á flugvellinum í Bangkok þegar ég var að flytja til Íslands.

      Það kunna allir sem eru að ”put themselves out there” gott að meta uppbyggilega gagngrýni og jákvætt feedback er svo sannarlega kærkomið. Ég mun halda áfram að vera algjörlega ég sjálf hérna, það er eftir allt saman tilgangurinn með þessu öllu saman.

      Bestu kveðjur til þín Inga og takk kærlega fyrir að lesa :)