ÍBÚÐARKAUP

DESIGNHEIMAIcelandInspiration of the dayInstagramUncategorized

Hæ&hó, október var ofsalega viðburðarríkur mánuður sem útskýrir hálfpartinn fjarveru mína hér ásamt því að barnaundirbúningsstressið ”kikkaði”verulega inn(deili því kanski með ykkur síðar!). En við hjúin vorum sem sagt að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð á Íslandi og síðasta Íslandsheimsóknin mín fór því alfarið í stúss í kringum hana. Við náðum að gera & græja ansi mikið á stuttum tíma og hér er nokkrar skemmtilegar símaminningar.

Fyrsta nóttin í íbúðinni var afar skrautleg á þessari vindsæng. En fyrsti áfangastaðurinn eftir að við lentum á klakanum var Rúmfatalagerinn til þess að fjárfesta í vindsæng sem við ætluðum að sofa á í eina nótt. Við rétt náðum að henda vinsænginni inn í íbúð áður en við þurftum að bruna í þrítugsafmæli og þegar við komum heim um nóttina uppgötvuðum við að þetta var alls ekki rafmagnsloftdýna sem við héldum að við hefðum keypt og engar pumpur fylgdu með henni. Úr varð skemmtileg tilraun til þess að blása í hana og síðan ferð í Hagkaup að kaupa hjólapumpu klukkan að ganga 4:00 um nótt, skemmtileg minning! Annars var Elmar duglegur að koma heim á milli landsliðaæfinga og setti saman allskyns mublur, búið að koma ánægjulega á óvart hvað hann getur verið handlaginn svona þegar hann tekur sig til.

img_6388

img_6386

Ég var líka með yndis meðhjálpara sem hjálpaði mér að velja þetta kúaskinn úr IKEA Borðið & Stólarnir keyptum við í ILVA

Mottur geta gert svo mikið fyrir rýmið en ég er algjör mottuperri, þessi sem við erum með í svefnherberginu er einnig úr IKEA.. En ólétta konan var mjög sátt með sig þegar hún náði að koma mottunni fyrir undir rúminu og hengja upp þessar gardínur ein síns liðs!

img_6395img_6383
Uppgötvaði verslunina Heimili & Hugmyndir og varð yfir mig ástfangin af henni. Fjárfestum í stærri gerðinni af þessari mottu og erum ekkert smá sátt með hana í stofunni.

img_6382img_6381

Krúttheimsókn! Keyptum okkur velour sófa í Habitat eftir miklar vangaveltur og erum rosalega sátt með kaupin.
img_6380
Borð & sjónvarpsskenkur úr Rúmfatalagernum.

Hlakka til að gera ennþá meira fyrir hana og smella kannski almennilegum myndum í næstu Íslandsheimsókn sem verður reyndar ekki alveg í bráð. Næsta verkefnið verður víst að koma einu stykki barni í heiminn!:)

Áhugasamir geta fylgt mér á Instagram undir nafninu Trendpattra
..
Elmar & I bought our first apartment in Iceland recently and here are some sneak peaks of our new home!

PATTRA

PARÍS / RANDERS / REYKJAVÍK

DESIGNInspiration of the dayMy closet

 Ég bara held áfram að vera á ferð & flugi en nú er ég mætt á eyjuna okkar fögru sem er ávallt ánægjulegt. Í tilefni að ég hef verið á miklu flakki undanfarið ákvað ég að taka saman þrjú outfit í þremur mismunandi borgum upp á gamanið..

SONY DSC

 PARIS 21/08/’14  Jakki – Sandro / Toppur – Designers Remix / Buxur – Tally Weijl/ Skór – JC / Taska – Vintage Furla

IMG_4822

 RANDERS 26/08/’14  Kjóll – Monki / Peysa – Second Hand / Taska Louis Vuitton

IMG_5034

 REYKJAVÍK 03/09/’14  Frakki – ZARA / Skyrta – Sandro / Buxur&Hattur H&M / Taska – Mulberry 

Ef ég yrði að velja mér uppáhalds lúkk þá yrði það sennilega nr.2, samt eiginlega bara vegna þess að ég klæddist því á afmælisdeginum mínum. Hvert þeirra eruð þið að fíla?

Annars er búið að spá sól í RVK á morgun, ég krossa fingur fyrir okkur eftir úrhelli dagsins!

..

3 looks in 3 cities!

PATTRA

UPPÁHALDS HVÍTAR SKYRTUR

DESIGNMy closet

Ef það er einhver flík sem er ómissandi í fataskáp allra(konur&karla) þá hlýtur það að vera hvít skyrta, sammála?

IMG_1126IMG_7745Processed with VSCOcam with c3 presetSONY DSCSONY DSC

Hér á myndunum eru nokkrar uppáhalds sem eiga það sameiginlegt að skarta skemmtilegu&öðruvísi details. Í sumar hefur Sandro skyrtan með blúndunni verið í miklu eftirlæti en það er auðvelt að dressa hana upp og niður, alltaf gaman að því. Ef í vafa klæðist þá hvítum skyrtum gott fólk!

..

If there is any garment that is a must have for both ladies&gents it’s a crisp white shirt, right? I’ve a couple with fun&different details and the one from Sandro has been a favorite this summer, love how easy it is to dress is up and down. When in doubts wear white shirts folks!

PATTRA

VELKOMIN Í HEIMSÓKN

DESIGNHEIMAInspiration of the dayMicasaScandinavian

Processed with VSCOcam with k2 presetIMG_2483Processed with VSCOcam with s2 presetSONY DSCProcessed with VSCOcam with s2 preset

Mig langar að sýna ykkur smá ”sneak peek” af heimilinu okkar en við fengum skemmtilega heimsókn nú á dögum sem ég segi ykkur betur frá við tækifæri. Að flytja frá snilldar Gautaborg til sveitarinnar Randers í Jótlandi var kanski ekki gríðarlega spennandi en við Elmar erum sammála um það að þetta sé án efa okkar uppáhalds ”heimili”. Flakkaralífið getur stundum tekið á jafnvel fyrir svona spontant fólki eins og við, að flytja í nýtt land með svo lítið sem viku fyrirvara er sérstök upplifun. En við ævintýrafólkið erum afar þakklát og hlökkum til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, ég hefði samt ekkert á móti því að geta tekið þetta hús með okkur á næsta áfangastað, hvenær sem það verður.

..

A little sneak peak of our humble abode, there’s no place like home. -Aint that the truth!! Moving from a big city to a small town was quite something but this house have a special place in our heart because we never felt like we had a ”home” before. Definitely gonna miss this place when the time comes to move forward. The football life can be challenging at times and it’s not easy to move to another country with as little as one week notice but we are alway grateful and excited to see what the future holds!

PATTRA

FALLEG EIGN TIL SÖLU

DESIGNInspiration of the day

Halló góða kvöldið eruði ekki öll hress og kát í sumarskapi, það vona ég! Þar sem mörg ykkar hafið áhuga á fallegum heimilum sem heimsækið Trendnet langar mig að deila með ykkur dásamlegri eign sem var að lenda á markaðnum í dag. Eigendur íbúðarinnar eru nefnilega góðvinir mínir, arkitektar og fagurkerar með meiru en það er ávallt yndislegt að stíga inn í þessa smekklegu íbúð sem er staðsett á besta stað í Fossvoginum.

_53O9392 _53O9390 _53O9378 _53O9400_53O9393 _53O9409

 Mæli með þessari þið sem eruð í íbúðarleit og fyrir áhugasama er opið hús á morgun, nánari upplýsingar má finna HÉR.

PATTRA

VORKLÆÐNAÐUR DAGSINS

DESIGNMy closet

IMG_0359.jpgdetailssIMG_0300

 Það er svo sannarlega vor í loftinu sem er ekkert nema gleðilegt og í dag klæddi ég mig í samræmi við veðrið. Þessa fínu ”trench” kápu fékk ég í Barcelona í febrúar og var hún loksins vígð í tilefni dagsins. Ég keypti hana í H&M en hef séð þó nokkrar týpur af  sumarlegum trench kápum frá þeim, meðal annars þessa hér sem Elísabet bloggaði um nú á dögum. Hún er ekki sama týpa og mín þó vissulega ósköp líkar en ég mátaði einmitt hina kápuna líka en fannst þessi klæða mig betur, efnið í minni er aðeins mýkra & öðruvísi smáatriði.

Kápa&Peysa / H&M
Buxur / ZARA
Skór / VAGABOND
Taska / MULBERRY

..

Spring is definitely in the air and lets just hope that summer is just around the corner so today I dressed according to the weather, white on white-ish

Trench coat&Sweater / H&M
Pants / ZARA
SHOES / VAGABOND
BAG / MULBERRY

PATTRA

NÆRMYND – MULBERRY DEL REY OAK

DESIGNDetailsMy closet

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCLana-Del-Rey-Mulberry

Þessi færsla er búin að vera á leiðinni inn ansi lengi. En hér er nærmyndin af Mulberry töskunni sem ég minntist á fyrir nokkru síðan í litnum oak, fín er hún og passleg í stærðinni og því er notunargildið mikið. Leðrið er þó fremur viðkvæmt og sést vel á því en ég þarf að fara bera á hana sem fyrst. Gæti ekki verið ánægðari með þennan grip sem ég fékk frá manninum mínum í árs brúðkaupsafmæli í desember en í dag eigum við nefnilega 5 ára sambandsafmæli og erum því þotin í smá prógramm. Lengi lífi ástin!

..

Isn’t she pretty, my Mulberry Del Rey oak..  the first wedding anniversary gift from my other half last december. Today we have another anniversary but it’s been 5 years since we started dating. Love rules!

PATTRA

TO DO – MUUTO DOTS & LJÓSASERÍA

DESIGNScandinavian

da6022b35b422562aebf8ab76611c6949f58a898bbf84e2ed9138393f2cc4da27bad8494a54f00f934659d25b91a0da20e3bd4fe609450d98d504bafa061045df151676186427e9ae9d4256d1bdca710

 

String lights – House Doctor

db20c6ab86be65214e07543e5672f5f8

”Frestunarárátta,, –Mikið er það hundleiðinlegt fyrirbæri! Ég glími við þessa áráttu líkt og margir aðrir og er meira að segja farin að hallast á það að ástandið sé verra en ég geri mér grein fyrir, dæs. En þannig er mál með vexti að við hjónakornin erum með besefans frestunaráráttu yfir hlutum sem þarf að græja í kringum heimilið okkar. Við erum til dæmis búin að vera á leiðinni að fá okkur Muuto Dots snaga í cirka tvö ár, eða síðan við fluttum inn í þetta blessaða danska hús. Reyndar höfum við alltaf verið treg við að hengja upp hluti sökum þess að við vitum ekki hversu lengi við stöldrum við á hverjum áfangastað.. að búa með óhandlögnum manni er líka atriði útaf fyrir sig. En nóg um kvart&kvein(afsakarnir sko, áráttan þið vitið..) Muuto Dots eru nefnilega svo gífurlega skemmtilegir, maður getur leikið sér endalaust með þessa snaga. Annað sem mig hefur lengi langað að eignast er svona ljósasería sem getur lífgað rækilega upp á annars leiðinlegt rými. Á vappinu mínu á pinterest tók ég svo eftir því hvað þetta tekur sig vel út sem combo, endalaust af sniðugum og skemmtilegum hugmyndum. Okkur vantar einmitt nauðsynlega eitthvað fyrir ofan rúmgaflinn okkar.. ætli við komum þessari snilldar hugmynd í verk ?!

..

I can’t stand how things never gets done around this household of ours, ”procrastination,, -I guess is the term, and a very common condition I reckon. Living with a tad more handier man would also come in handy sometime if you know what I mean. The thing is we’ve been living in this Danish house for two years now and barely got any frames up on the walls. Although it is rather difficult going full force in decoration not knowing how long until you have to pack up and move again. These Muuto Dots hooks has been on our To-Do list ever since we became Denmark residents and after 2y, still no dots to be found. I just love how you can mix&match these, endless possibilities really. Another thing that I’ve been wanting to get is string lights which can make a dull corner bright up in a sec. Was browsing thru pinterest and saw the two combo, thought it looked brilliant together, many great ideas. In fact we really need a little ”umph” above our bed! Could this DIY become a reality ?!

Pics from Pinterest 

PATTRA

STOCKHOLM TIPS SVENSKT TENN & R.O.O.M.

DESIGNMæli MeðScandinavianTraveling

 Ég mæli eindregið með heimsókn í Svenskt Tenn og R.O.O.M. ef þið eruð einhvern tímann stödd í Stokkhólmi, sérstaklega fyrir þá sem hafa eftirlæti á innanhúshönnun blikk*Svana.

IMG_1092

Byrjum á myndum úr Svenskt Tenn, verslun sem konungum sæmir.. augljóslega eftir verðlagningunni að dæma.

IMG_1065IMG_1082

 Maður getur hreinlega gleymt sér þarna inni, allt svo fínt. Væri til í þetta hliðarborð og þessa gullfallegu kommóðu, maður getur látið sig dreyma.

IMG_1070IMG_1072

 Einungis 63.000 sænskar krónur fyrir þennan fallega skáp! Einmitt.

IMG_1088

Greinilega málið að hafa plöntur upp á borðum, er sjálf að vinna með það hérna heima.

IMG_1078

 Myndi heldur ekki segja nei við þetta flotta borð.

IMG_1080

 Draumavasi eftir Carina Seth Andersson (klikkið á nafnið til þess að skoða betur)

IMG_1089

 Enn eitt borðið sem ég væri til að eignast —> Svenskt Tenn á FACEBOOK fyrir áhugasama!

IMG_1103

 Hér erum við komin á R.O.O.M. þar sem verðin eru viðráðanlegri, hér fást vinsæl merki á borð við Muuto, Hay, House Doctor, Missoni Home svo fáein séu nefnd.

IMG_1099

Svo lengi sem það eru sófar fyrir þessar elskur..

IMG_1098

 Details, details, details.. Við erum með svona fiðrildamynd í stofunni hjá okkur þó keypt hræódýrt í Tiger.

IMG_1104IMG_1107

Plöntur á borði í allskyns formi.

IMG_1110IMG_1111IMG_1112

 Ég átti til með að splæsa 2x myndum af þessum guðdómlegu marmaraborðum. Myndi bara helst vilja fá öll 3 borðin heim til mín, Ittala stjakarnir mega alveg fylgja með.

Örugglega eitthvað af þessu sem þið mynduð vilja sjá á ykkar heimili, am-I-right?!

..

For all you interior design lovers out there.. make sure to visit Svenskt Tenn and R.O.O.M. if you ever find yourselves in the city of Stockholm. You won’t be disappointed, that’s a promise!

PATTRA