fbpx

Pattra S.

STOCKHOLM TIPS SVENSKT TENN & R.O.O.M.

DESIGNMæli MeðScandinavianTraveling

 Ég mæli eindregið með heimsókn í Svenskt Tenn og R.O.O.M. ef þið eruð einhvern tímann stödd í Stokkhólmi, sérstaklega fyrir þá sem hafa eftirlæti á innanhúshönnun blikk*Svana.

IMG_1092

Byrjum á myndum úr Svenskt Tenn, verslun sem konungum sæmir.. augljóslega eftir verðlagningunni að dæma.

IMG_1065IMG_1082

 Maður getur hreinlega gleymt sér þarna inni, allt svo fínt. Væri til í þetta hliðarborð og þessa gullfallegu kommóðu, maður getur látið sig dreyma.

IMG_1070IMG_1072

 Einungis 63.000 sænskar krónur fyrir þennan fallega skáp! Einmitt.

IMG_1088

Greinilega málið að hafa plöntur upp á borðum, er sjálf að vinna með það hérna heima.

IMG_1078

 Myndi heldur ekki segja nei við þetta flotta borð.

IMG_1080

 Draumavasi eftir Carina Seth Andersson (klikkið á nafnið til þess að skoða betur)

IMG_1089

 Enn eitt borðið sem ég væri til að eignast —> Svenskt Tenn á FACEBOOK fyrir áhugasama!

IMG_1103

 Hér erum við komin á R.O.O.M. þar sem verðin eru viðráðanlegri, hér fást vinsæl merki á borð við Muuto, Hay, House Doctor, Missoni Home svo fáein séu nefnd.

IMG_1099

Svo lengi sem það eru sófar fyrir þessar elskur..

IMG_1098

 Details, details, details.. Við erum með svona fiðrildamynd í stofunni hjá okkur þó keypt hræódýrt í Tiger.

IMG_1104IMG_1107

Plöntur á borði í allskyns formi.

IMG_1110IMG_1111IMG_1112

 Ég átti til með að splæsa 2x myndum af þessum guðdómlegu marmaraborðum. Myndi bara helst vilja fá öll 3 borðin heim til mín, Ittala stjakarnir mega alveg fylgja með.

Örugglega eitthvað af þessu sem þið mynduð vilja sjá á ykkar heimili, am-I-right?!

..

For all you interior design lovers out there.. make sure to visit Svenskt Tenn and R.O.O.M. if you ever find yourselves in the city of Stockholm. You won’t be disappointed, that’s a promise!

PATTRA

LOL DAGSINS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  30. January 2014

  Já það er sko mjög margt þarna sem mig langar í! Það er akkúrat ár síðan ca. ég var í Svenskt tenn á hönnunarvikunni í fyrra… algjör draumabúð, as in þú leyfir þér bara að dreyma um sumt þarna inni haha:)
  Fór svo einn daginn í boð hér heima hjá sænska sendiherranum á Íslandi og heimilið hans er nkl. eins og Svenskt Tenn! Gluggatjöldin, húsgögnin… name it:)
  -Svana

  • Pattra S.

   31. January 2014

   Textílarnir þeirra eru víst fínasta fínt fínt þarna í SWE. Heilu sófasettin í svona blómamunstri er samt ekki alveg að gera sig fyrir mig en ég varð skotin í svo mörgu þarna inni.
   Einmitt.. kostar ekkert að dreyma!!

 2. Karen A

  31. January 2014

  Vá æðisleg húsgögn og ég er sammála þér með brúnu kommóðuna með mismunandi skúffunum, hún er FABJÚLÖS :)

 3. Ásta

  26. March 2014

  Voru marmaraborðin líka frá Svenskt tenn? sé þau ekki á heimsíðunni þeirra. Þau eru guðdómleg.