TAKTU ÞÁTT Í BURT’S BEES GLEÐI

Inspiration of the dayJ'ADOREMæli Með

 Bloggfærslan hennar Ernu Hrundar hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur en Burt’s Bees fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ætlar Burt’s á Íslandi  að gefa einum heppnum viðskiptavin flugfar fyrir tvo til Evrópu með WOW air.

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum hér á myndinni að neðan og þú gætir átt séns á því að næla þér í miðana og ekki gleyma #minnburt á Instagram en einnig verður í boði stórglæsileg gjafakarfa með ómissandi nátturulegum vörum frá Burt’s Bees. Gjafaleikurinn stendur til 28.sept þannig að ég mæli eindregið með að þú drífir í því að næla þér í dýrindis Burt’s vöru og taktu þátt því að það er svo sannarlega til mikils að vinna!

Capture

Nokkrir vel valdir Burt’s aðdáendur..

Mín uppáhalds Burt’s vara er án efa Tinted Lip Balm varasalvinn í litnum Rose en hann uppgötvaði ég á Leifstöð fyrir nokkrum árum og hefur ekki vantað í snyrtibudduna síðan. Það besta við þennan varasalva er að hann er 100% nátturulegur en allar Burt’s Bees vörurnar eru 95 -100% nátturlegar og gerðar úr hunangi og olíum, litirnir í varalitunum og glossunum eru meira að segja gerðir úr blómum. Persónulega er ég dolfallinn fyrir nátturlegum & lífrænum vörum og kýs þær fram yfir aðrar þegar ég get, bæði það sem ég læt ofan í mig eða ber á mig.

IMG_5583IMG_5588

Munið eftir #minnburt á Instagram og passið að það sé ekki læst svo að við getum séð myndirnar!

PATTRA

JÁKVÆÐNI Í JANÚAR..

HEIMAInspiration of the dayMæli Með

Mikið svakalega líður þessi tími óhugnanlega hratt, allt í einu er febrúar genginn í garð.. hvað næst, elliheimilið?! Ég tók saman örfáir & lauflétta punkta sem einkenndi minn janúar mánuður, allt saman á jákvæðu nótunum.

..

4c52f58ce108503769cac09b8e3e9f6f8178788d91ec564f94b79c4c679f185a

Ég strengi aldrei áramótaheit en í ár er markmiðið mitt að drekka meira vatn, mun meira. Ég er ein af þeim sem gleymi allt of oft að fá mér vatn eins heimskulega og það hljómar. Mjög raunhæft markmið og jafnframt nauðsynlegt – Í janúar var klárlega persónulegt met í vantsdrykkju sem og klósettferðum!dbcf4709dbe76600ee8a221e42355967

..Undirrituð með aqua-to-go :))

IMG_1170

Líkamsrækt, JÁ ég og ræktin höfum aldrei átt samleið, ekki síðan ég hætti í handbolta fyrir um áratug síðan. Síðan þá hef ég mætt sorglega sjaldan í ræktina og þar er ég eins og hauslaus hæna sem gerir það að verkum að mér finnst hundleiðinlegt og þar af leiðandi mæti ég aldrei. Þó hef ég fundið mig í yoga og var ansi dugleg á tímabili þegar ég bjó í Gautaborg, þarf að koma mér aftur í yoga gírinn! En janúar mánuðurinn var einnig met í líkamsrækt en ég mætti samtals 4 sinnum sem er kanski dapurlegt fyrir suma en ég get sagt ykkur það að fyrir mig var það oftar en allt árið 2013.  Stefni allavega í rétta átt því hreyfing er lífsnauðsynleg og mig langar mjög mikið að lifa!

SONY DSCSONY DSC

Einn morguninn í síðustu viku tók þetta fallega útsýni á móti mér þegar ég opnaði augun, sólarupprás fyrir 8:30 og þar sem ég er ekki búin að sjá sólarupprás eða svo mikið sem sólina í allan janúar þá varð ég yfirgengilega glöð og jákvæð. Gott mótefni fyrir vetrarþunglyndinu en ég er komin með meira en nóg af gráleikanum, snjónum og síðast en ekki síst, kuldanum! Nú má vorið bara fara að kíkja í heimsókn.

Góða helgi gott fólk og verum jákvæð í Febrúar.

..

February already.. if the time keeps on flying by like this I will end up in a nursing home soon enough, scary stuff. But I wanted to share with you couple of positive things I’m taking with me from the first month of the year.. I never had a New Year’s resolution before but this year I plan to drink more water, a lot more! I’m one of those who tends to forget to hydrate, stupid. So this january I had a personal record of drinking water and visiting the bathroom. Another personal record this past month was visiting the gym, went 4 times which is probably sad for most people but for me it was more than whole last year. Yes sir, I plan to live a long life and it starts now. Another positive thing happen last week was when I saw a sunrise for the first time in Denmark this year. Haven’t seen any sun lately let along a sunrise so I was glad when I woke up to this wonderful view, a good anti(winter)depressant.. I’m waiting for you, spring! Have a lovely weekend and lets stay positive in February.

PATTRA

STOCKHOLM TIPS SVENSKT TENN & R.O.O.M.

DESIGNMæli MeðScandinavianTraveling

 Ég mæli eindregið með heimsókn í Svenskt Tenn og R.O.O.M. ef þið eruð einhvern tímann stödd í Stokkhólmi, sérstaklega fyrir þá sem hafa eftirlæti á innanhúshönnun blikk*Svana.

IMG_1092

Byrjum á myndum úr Svenskt Tenn, verslun sem konungum sæmir.. augljóslega eftir verðlagningunni að dæma.

IMG_1065IMG_1082

 Maður getur hreinlega gleymt sér þarna inni, allt svo fínt. Væri til í þetta hliðarborð og þessa gullfallegu kommóðu, maður getur látið sig dreyma.

IMG_1070IMG_1072

 Einungis 63.000 sænskar krónur fyrir þennan fallega skáp! Einmitt.

IMG_1088

Greinilega málið að hafa plöntur upp á borðum, er sjálf að vinna með það hérna heima.

IMG_1078

 Myndi heldur ekki segja nei við þetta flotta borð.

IMG_1080

 Draumavasi eftir Carina Seth Andersson (klikkið á nafnið til þess að skoða betur)

IMG_1089

 Enn eitt borðið sem ég væri til að eignast —> Svenskt Tenn á FACEBOOK fyrir áhugasama!

IMG_1103

 Hér erum við komin á R.O.O.M. þar sem verðin eru viðráðanlegri, hér fást vinsæl merki á borð við Muuto, Hay, House Doctor, Missoni Home svo fáein séu nefnd.

IMG_1099

Svo lengi sem það eru sófar fyrir þessar elskur..

IMG_1098

 Details, details, details.. Við erum með svona fiðrildamynd í stofunni hjá okkur þó keypt hræódýrt í Tiger.

IMG_1104IMG_1107

Plöntur á borði í allskyns formi.

IMG_1110IMG_1111IMG_1112

 Ég átti til með að splæsa 2x myndum af þessum guðdómlegu marmaraborðum. Myndi bara helst vilja fá öll 3 borðin heim til mín, Ittala stjakarnir mega alveg fylgja með.

Örugglega eitthvað af þessu sem þið mynduð vilja sjá á ykkar heimili, am-I-right?!

..

For all you interior design lovers out there.. make sure to visit Svenskt Tenn and R.O.O.M. if you ever find yourselves in the city of Stockholm. You won’t be disappointed, that’s a promise!

PATTRA

Berlín í Myndum

Mæli MeðTraveling

Síðasta Berlínarbloggið í bili en ég verð hreinlega meira skotin í borginni með hverri heimsókn, virkilega skemmtileg og menningarleg borg sem vert er að heimsækja!

IMG_9147

 Karaoke reddí vinkonur / On our way to a karaoke bar

SONY DSC

Dudes

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

  Mein Haus am See ótrúlega skemmtilegt kaffihús&bar -upplagt fyrir stefnumót / Love this place Mein Haus am See -Perfect for a date!

SONY DSC

 Fyrir utan húsið hjá yndis gestgjöfum / Stayed with our lovely friends

SONY DSCSONY DSC

 Annetta wearing her new fab sweater from & Other Stories

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

Dýrindis brunch á góðu verði en Berlín er einmitt ein ódýrasta stórborgin í Evrópu / A lovely brunch for a fair price but Berlin is one of the cheapest big city in Europe

SONY DSC

 Já ég þurfti að vera með yfirvaraskegg sökum flöskustúts / I had to wear this stupid mustache after a game of spin the bottle -fun!

SONY DSCSONY DSCSONY DSCIMG_9413SONY DSCSONY DSCIMG_9424IMG_9428IMG_9437

 Holocaust Memorial & Brandenburger Tor

Mögnuð saga á bakvið þessa frábæru borg.

I highly recommend a visit to Berlin, I’m falling more in love with this city by every visit.

PATTRA

MÆLI MEÐ ARTILLERIET

DESIGNJ'ADOREMæli MeðScandinavian

Ef þið eruð einhvern tímann í Gautaborg mæli ég sterklega með að þið heimsækjið ARTILLERIET sem er staðsett á Magasinsgatan. Ánægjulegt að segja frá því en við hjónin bjuggum einmitt á þessari dásemdar götu. Jimundur minn, þessi gullfallega verslun -ég læt myndirnar tala.

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Það er heldur betur margt sem ég óska mér fyrir heimilið í þessari búð og það þurfti bókstaflega að draga mig út úr henni en ég hefði vel getað eytt deginum þarna inni. Ég hef reyndar sjaldan séð jafn mikinn æsing í einni búð, það var kanski pínu yfirþyrmandi allavegana fyrir hann Elmar minn(mynd 3).

ARTILLERIET á Facebook fyrir áhugasama.

..

ARTILLERIET in Gothenburg is must visit place if you are ever in the city. Sweet baby jesus, this beautiful store has a lot of things I wish for my humble home.. to say the least. I literally had to be dragged outta there but I could easily spend a whole entire day in there. Located on Magasinsgatan which we were lucky enough to be living in whilst in Sweden, the most wonderful street!

PATTRA