fbpx

Pattra S.

TAKTU ÞÁTT Í BURT’S BEES GLEÐI

Inspiration of the dayJ'ADOREMæli Með

 Bloggfærslan hennar Ernu Hrundar hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur en Burt’s Bees fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ætlar Burt’s á Íslandi  að gefa einum heppnum viðskiptavin flugfar fyrir tvo til Evrópu með WOW air.

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum hér á myndinni að neðan og þú gætir átt séns á því að næla þér í miðana og ekki gleyma #minnburt á Instagram en einnig verður í boði stórglæsileg gjafakarfa með ómissandi nátturulegum vörum frá Burt’s Bees. Gjafaleikurinn stendur til 28.sept þannig að ég mæli eindregið með að þú drífir í því að næla þér í dýrindis Burt’s vöru og taktu þátt því að það er svo sannarlega til mikils að vinna!

Capture

Nokkrir vel valdir Burt’s aðdáendur..

Mín uppáhalds Burt’s vara er án efa Tinted Lip Balm varasalvinn í litnum Rose en hann uppgötvaði ég á Leifstöð fyrir nokkrum árum og hefur ekki vantað í snyrtibudduna síðan. Það besta við þennan varasalva er að hann er 100% nátturulegur en allar Burt’s Bees vörurnar eru 95 -100% nátturlegar og gerðar úr hunangi og olíum, litirnir í varalitunum og glossunum eru meira að segja gerðir úr blómum. Persónulega er ég dolfallinn fyrir nátturlegum & lífrænum vörum og kýs þær fram yfir aðrar þegar ég get, bæði það sem ég læt ofan í mig eða ber á mig.

IMG_5583IMG_5588

Munið eftir #minnburt á Instagram og passið að það sé ekki læst svo að við getum séð myndirnar!

PATTRA

EINN DAGUR Í HÖRPU

Skrifa Innlegg