Sunday stroll

LífiðNike

Ég átti virkilega notalegan sunnudag í gær – sá fyrsti í langan tíma þar sem ég var alveg í fríi og ég naut þess svo sannarlega.

xx

Dagurinn byrjaði á brunch á Hverfisgötu 12 ásamt Jennifer og Linneu en okkur í Trendnet var boðið að koma og prófa. Staðurinn er ótrúlega kósý og áttum við mjög nice brunch-stund. Biðin eftir matnum var frekar löng en algjörlega þess virði! Við pöntuðum okkur nokkra rétti af brunchseðlinum til að deila og þeir voru hver öðrum betri.

Eftir brunchinn hitti ég Jórunni vinkonu mína á Laugaveginum og við eyddum deginum í að rölta á milli búða. Það var mjög frískandi að rölta í bænum en veðrið var mjög milt og fallegt. Eftir bæjarröltið hittum við vinkonuhópinn á pizzastaðnum Flatey en þar eru ekta ítalskar, gómsætar súrdeigspizzur. Ég viðurkenni að ég var að fara þangað í annað skipti í vikunni svo ég get ekki annað en mælt með staðnum!

Þessi ljúfi sunnudagur endaði svo að sjálfsögðu á ísbíltúr með vinkonunum.

Úlpa: Drangajökull / 66° North

Skór: Nike Air Force Upstep

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Laugar Spa kampavínsbröns

Laugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í gær héldum við kampavínsbröns til að fagna því að tvær nýjar vörur voru að bætast við Laugar Spa snyrtivörulínuna, FACE BODY HOME. Nýju vörurnar eru báðar í BODY flokknum en það eru Body Mist og Shower Oil sem við mamma erum svo stoltar af og eru loksins komnar í sölu eftir rúmlega ár hjá okkur í þróun. Vörurnar koma báðar í tveimur ilmum; seiðandi sweet amber/patchouli og frískandi lemongrass/verbena.

BODY Shower Oil:

 • Sturtuolía sem gefur húð þinni næringu, vellíðan og ljóma.
 • 50% af blöndunni inniheldur næringarríkar olíur.
 • Fullkomin blanda sem þurrkar ekki yfirborð húðar og stuðlar að jafnvægi PH stigs.
 • Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu. Að mestu unnin úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum.
 • Inniheldur engin aukaefni og er án: parabena, litarefna, bindiefna, bensíns og allra jarðolía, gervi-ilmefna, allra pega.
 • Varan er ekki prófuð á dýrum.

BODY Mist:

 • Milt Body Mist.
 • Ilmur sem hentar öllum aldurshópum og báðum kynjum.
 • Frábært að nota á eftir líkamslínunni til þess að ýkja ilminn.
 • Hægt að nota sem herbergisilm fyrir andrúmsloftið.
 • Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu. Að mestu unnin úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum.
 • Inniheldur engin aukaefni og er án: parabena og litarefna.
 • Varan er ekki prófuð á dýrum.

 

 DJ Dóra Júlía hélt uppi stemningunni og í boði voru veitingar og djúsar frá Joe & the JuiceMoët kampavín, makkarónur og fleira góðgæti. Partývörur  hjálpuðu okkur að skreyta salinn með gullfallegum blöðrum, fánum og borðskrauti sem settu punktinn yfir i-ið. Allir gestir fengu svo að útbúa sinn eigin gjafapoka með því að velja sér ilm af nýju vörunum auk vöru að eigin vali úr línunni sjálfri.

Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og áttum við yndislega stund í góðum hópi – takk fyrir komuna! x

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

SUNNUDAGS BRUNCH:

LÍFIÐMATURUPPÁHALDS

Sunnudags brunch-inn var tekinn á kaffihúsinu Sonny sem er á Rådhusstræde 5! Ég fékk mér croissant & Matcha kaffi & Gummi fékk sér Matcha Granola & Matcha kaffi. Við vorum ekki hrifin af Matcha kaffinu þannig enduðum á því að panta okkur Americano en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt samt sem áður..

Í dag er ég með Instagram Story á Trendnet Instagraminu.. endilega kíkið á það!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

SUNNUDAGS DEKUR:

HUGMYNDIRLÍFIÐ

Systir mín var svo æðisleg að gefa mér í afmælisgjöf Spa í Sóley Natura Spa & brunch á Satt! En ég á afmæli í ágúst en þá verð ég flutt til Kaupmannahafnar í nám! Það var æðislegt að komast í smá slökun með systir minni á góðum sunnudegi..

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

BRUNCH Á THE COOCOO’S NEST:

LÍFIÐUPPÁHALDS

Í dag fór ég ásamt vinkonu minni í brunch á The Coocoo’s Nest. Þetta er fyrsta skiptið sem ég prófa The Coocoo’s Nest en ég gjörsamlega féll fyrir staðnum. Maturinn var æðislegur & hönnunin á staðnum er ótrúlega falleg & sérstök.

The Coocoo’s Nest er staðsett á Granda í Grandagarði 23, 101 Reykjavík.

Mæli með Egg Flórentine að hætti Coocoo’s! & svo eru bláberjapönnukökurnar frá þeim virkilega góðar einnig!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

sigridurr3

SUNDAYS ..

DRESSLÍFIÐ

 English Version Below

 

Ég er svo heppin að eiga fullt af góðu fólki í kringum mig. Rósa er ein af þeim en hún bauð í besta brunch á Slippfélaginu fyrr í dag. Þvílík veisla … nákvæmlega svona eiga sunnudagar að vera og ég er alltaf að minna ykkur á það :)

13695155_10153892575852568_6058993_n

 

… sundays með “tærnar uppí loft” , og nóg af svona brúnum bollum ..

13695101_10153892575862568_491306578_n 

Til vinstri: Buxur/Denim: Levis vintage, Skór/Shoes: Bianco (verða notaðir endalaust þessir .. )
Til hægri: Buxur/Denim: River Island, Skór/Shoes: River Island (ég veit, ótrúlegt .. Þeir eru æði!!)

//

Perfect Sunday. One of my favorite friends, Rósa, invited me to brunch at Slippbarinn. I can really recommend it for those of you who are visiting Reykjavik.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS BRUNCH

IcelandInspiration of the day

Fyrir nokkrum sunnudögum síðan náðum við nokkrir Trendnet meðlimir að hittast í sunnudags kósýheit á Slippbarnum þar sem við spjölluðum um heima & geima meðan við gæddum okkur á dýrindis bröns. Við vorum því miður örfá í þetta sinn, ég tók ekki upp myndavélina(sökum blaðurs) fyrren Hildur var farin á brott en náði þó nokkrum af okkur Andreu Röfn & Svönu á þessum fallega degi. Myndirnar eru teknar með FUJIFILM X30 sem ég er enn að læra handtökin á en ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið jafn sátt með myndavélakaup.

DSCF2542DSCF2545SlippbarDSCF2539DSCF2535DSCF2534

Alltaf yndislegt að hitta þessar elskur!

Annars mæli ég eindregið með helgarbröns á Slippbarnum, frábær matur & stórgott úrval.

..

Few of us bloggers here at TRENDNET met up some Sundays ago over a delicious brunch @ Slippbarinn and some catching up. The weather was beautiful and few shots were taken with my new FUJIFILM X30 I think it might be my favorite camera to date!

PATTRA

Trendnet brunch á Apótekinu

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Það er alltaf ljúft að hitta vini sína og svo sannarlega þegar góður matur er í spilinu! Við á Trendnet (sem komumst) hittumst í dýrindis brunch á Apótekinu á síðasta sunnudag og nutum þess að borða svo ótrúlega góðan mat, spjalla, slúðra og hlæja okkur máttlaus. Það eru forréttindi að fá að vera partur af svona stórskemmtilegum hópi sem hittist því miður alltof sjaldan – en þegar við hittumst þá er sko fjör, ég vona alla vega að við höfum ekki truflað mikið fólkið í kringum okkur :)

Apótekið opnaði nýlega niðrí bæ og byrjaði fyrir ekki svo löngu síðan að bjóða uppá brunch matseðil um helgar og bauð okkur á Trendnet að koma og bragða á matnum. Ég og Aðalsteinn fórum reyndar fyrir stuttu síðan líka til að prófa enda mikið brunch áhugafólk og þá eins og núna síðustu helgi fór ég bókstaflega rúllandi út – maturinn er svo góður þarna og allt svo vel útilátið og ég get ekki annað en mælt heils hugar með því að þið sem hafið gaman af góðum brunch skellið ykkur þangað ekki seinna en næstu helgi!

Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur og sjá hvort ég geti ekki fengið smá vatn til að flæða um munninn ykkar, það kæmi mér alla vega á óvart ef það tækist ekki hjá mér…

apótekið12

Nýkreisti appelsínusafinn er algjört sælgæti!

apótekið11

Matseðillinn er dáldið öðruvísi en á mörgum öðrum stöðum og gaman að fá enn meira úrval í brunch bransann sem ég vil meina að við fjölskyldan höldum uppi…

apótekið10

Eins og síðast valdi ég Morgunmatinn – pulsur, beikon, bakaðar baunir, egg, súrdeigsbrauð og ferskt salat.

apótekið8 apótekið9

Theodóra fékk sér Humar Benný – þennan smakka ég um leið og barnið kemur í heiminn – get ég pantað svona uppá Kvennadeild!

apótekið7

Linnea fékk sér Laxa Benný – hún er nýjasta viðbótin á Trendnet ásamt Evu Laufey og ég persónulega elska bloggin þeirra og mæli með lestri!

apótekið6

Skál!

apótekið5

Eftirréttur er ómissandi – hér eru það pönnukökur..!

apótekið4 apótekið3

Ég fékk mér svo French Toast – sjitt hvað þetta var gott, ég gat ekki einu sinni klárað mitt… mér fannst það ömurlegt :)

apótekið2

Yndislega fólkið mitt…

apótekið

Það var sko mikið um myndatökur á staðnum og enginn gat byrjað að borða fyr en allir voru búnir að taka mynd af mat allra – svona erum við þessir óþolandi bloggarar, Aðalsteinn þolir þetta alla vega ekki í mér við eigum enn eftir að fara eitthvert út að borða þar sem myndavélin kemur ekki við sögu ;)

Takk kærlega fyrir okkur Apótekið – ég kem aftur við fyrsta tækifæri – ég myndi helst vilja skella mér núna í hádeginu…

EH