fbpx

PÖNNUKÖKUR TOPPAÐAR MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT

GRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Þessar lúxus pönnukökur eru tilvaldar í sunnudagsbrönsinn. Þær eru gerðar úr spelti, kókóspálmasykri og fleiri dásemdar hráefnum. Þær eru að lokum toppaðar með grískri jógúrt, bönunum, hlynsírópi og ofnbökuðum pekanhnetum. Þessi blanda passar mjög vel saman. Það er einnig gott að setja ber í staðin fyrir banana og aðrar hnetur í staðinn fyrir pekanhnetur. Mæli með að þið prófið þetta. Mjög gott!

3 dl spelt
1 msk kókospálmasykur (eða önnur sæta, t.d. hunang)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
2 msk ólífuolía
2 msk grísk jógúrt
2 1/2 dl mjólk
 
Toppið með:
Grísk jógúrt
1-2 bananar, skornir smátt
Hlynsíróp
Pekanhnetur, saxaðar
Aðferð
  1. Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið svo næst restinni saman við.
  2. Steikjið við vægan hita á pönnu. Notið ausu til að skammta í litlar pönnukökur á pönnuna.
  3. Hrærið sírópi við pekanhneturnar. Ristið þær í ofni við 190°C í 5 mínútur. Passið að brenna þær ekki.
  4. Að lokum toppið með grískri jógúrt, bönunum, sírópi og ristuðum pekanhnetum.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRASKERS- OG SPÍNATLASAGNE

Skrifa Innlegg