fbpx

GRASKERS- OG SPÍNATLASAGNE

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þetta ofur ljúffenga graskers- og spínatlasagne slær alltaf rækilega í gegn þegar ég elda það! Börnin mín sem eru 8 ára og 20 mánaða elska það! Grasker og spínat passa sérlega vel saman með nóg af osti og lasagne plötum. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með að elda úr butternut squash sem er afbrigði af graskeri. Það er sætt á bragðið og minnir eilítið á sæta kartöflu. Einnig er það mjög næringarríkt og inniheldur mikið af góðum trefjum og A-vítamíni. Mér finnst ákaflega sniðugt að kaupa tvö grasker. Elda þau bæði í einu og nota helminginn daginn eftir í annan rétt t.d. taco því það sparar heilmikinn tíma við matarundirbúninginn. Mæli með!

Uppskrift fyrir 4-6
1 butternut squash grasker, meðalstærð
9-12 lasagneplötur
1 poki spínat
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
500 g kotasæla
2 dl rifinn ferskur parmesan ostur
3 dl mozzarella ostur
Ólífuolía
Salt og pipar
Cayenne pipar
Múskat
Aðferð
 1. Leggið lasagne plöturnar í bleyti(vatn) í 20-30 mínútur. Þá mýkjast þær og óþarfi að sjóða plöturnar áður en þið búið til lasagne.
 2. Skerið graskerið í litla bita. Veltið því upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Dreifið því í eldfast mót og bakið í 25-30 mínútur við 190°C.
 3. Steikjið lauk upp úr ólífuolíu. Þegar hann er búinn að mýkjast þá bætið þið við spínati og pressið hvítlauksrifin út í. Hellið því næst kotasælunni og parmesan ostinum út í og kryddið með múskati, cayenne pipar, salti og pipar. Hrærið öllu vel saman á vægum hita.
 4. Stappið graskerið þegar það er tilbúið.
 5. Finnið til eldfast mót, ég notaði 28×28. Smyrjið ólífuolíu í botninn og setjið til skiptis lasagneplötur, grasker og spínatblönduna. Þið ættuð að ná þremur lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég.
 6. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 20 mínútur við 190°C. Gott að bera fram með hvítlauksbrauði eða fersku salati.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBÖKUÐ BLEIKJA MEÐ PARMESANKRÖSTI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Karen

  4. May 2020

  Hvar kaupiru grasker?

  • Hildur Rut

   4. May 2020

   Ég kaupi það t.d. í Krónunni og Bónus❤️ Butternut squash er oftast til í öllum þessum helstu verslunum.

   • Karen

    5. May 2020

    Ok, æði! Ætli maður taki nokkuð eftir því nema maður sé sérstaklega að leita ;) Ég er spennt að prófa þessa uppskrift!