fbpx

OFNBÖKUÐ BLEIKJA MEÐ PARMESANKRÖSTI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ofnbökuð bleikja toppuð með panko raspi og parmesan er eitthvað sem allir ættu að prófa! Þessa uppskrift hef ég svo oft og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Tekur enga stund að útbúa og bleikjan verður svo stökk og ljúffeng. Þetta er svo gott að mér finnst ekki þurfa sósu með þessu. Það er gott að bera hana fram með byggi eða ofnbökuðum kartöflubátum og góðu grænmeti. Það er líka gott að stappa fetaost og setja í staðinn fyrir parmesan ostinn.

Fyrir 3
600-700 g bleikjuflök
50 g smjör
1 1/2 dl Panko brauðraspur
3 msk rifinn parmesan ostur
2 msk steinselja
Salt og pipar
Aðferð
  1. Bræðið smjör í potti, bætið brauðraspinum við og hrærið saman.
  2. Setjið bleikjuna á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Saltið og piprið hana eftir smekk.
  3. Dreifið raspinum og smjörinu ofan á bleikjuna. Rífið parmesan ostinn og dreifið honum yfir.
  4. Að lokum toppið þið bleikjuna með steinseljunni. Bakið í ofni í 12-15 mínútur við 200°C.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BANH MI SAMLOKA MEÐ KJÚKLING

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kristín

    26. May 2020

    Prófaði ofnbökuðu bleikjuna með parmesankrösti í síðustu viku og mikið svakalega var hún góð. Ég bar hana fram með blómkálsmauki, kartöflum og agúrkum og tómötum. Hlakka til að prófa aðrar uppskriftir frá þér :-)

    • Hildur Rut

      12. June 2020

      Gaman að lesa þetta ? Yndislegt! Takk?