fbpx

LJÚFUR SUNNUDAGSBRÖNS: RISTAÐ SÚRDEIGSBRAUÐ & SÚKKULAÐISNÚÐAR

MORGUNMATUR & BRÖNSUppskriftir

 Ljúffengur og fljótlegur bröns sem klikkar ekki. Ristað súrdeigsbrauð með ofnbökuðum tómötum, ostaeggjum og avókadó og smjördeigssnúðar fylltir með súkkulaðismyrju. Ég elska svona heimagerðan bröns á sunnudögum.

Súkkulaðisnúðar
Súkkulaðismyrja og smjördeig, þarf að skrifa eitthvað meira? Þessir eru svo ljúffengir og tilvaldir með kaffinu um helgar. Lang bestir ilvolgir og nýjir. Eina sem þarf er smjördeig, súkkulaðismyrja og egg.

Uppskrift gerir 6 snúða
4 smjördeigsplötur (frosnar frá t.d. Findus)
2-4 msk súkkulaðismyrja
1 pískað egg

Aðferð

  1. Leggið smjördeigsplöturnar á borð og notið kökukefli til að stækka deigið lítillega.
  2. Dreifið nutella jafnt á tvær smjördeigsplötur og leggið hinar ofan á svo úr verði samloka með súkkulaði á milli.
  3. Skerið í sex strimla og snúið uppá þá. Búið til snúða úr þeim með því að mynda hring.
  4. Penslið með eggi og bakið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir.

Ristað súrdeigsbrauð meða ostaeggjum og bökuðum tómötum
Dásamlegt ristað súrdeigsbrauð sem ég hef margoft útbúið um helgar og slær alltaf í gegn. Ég á nánast alltaf til frosið súrdeigsbrauð í frystinum sem mér finnst frábært að nota í þetta.

Ristað súrdeigsbrauð
Smjör eftir smekk
Avókadó eftir smekk
Sesamblanda krydd

Ofnbakaðir tómatar
200-250 g kokteiltómatar
1 msk ólífuolía
2 msk ferskt oregano, smátt skorið
2 msk fersk basilika, smátt skorið
Salt & pipar

Egg með osti
6 egg
Ólífuolía til steikingar
1 dl rifinn cheddar ostur
½ rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Aðferð

  1. Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.
  2. Bakið tómatana í ca. 10-15 mínútur við 190°C.
  3. Pískið eggin í skál og steikið upp úr ólífuolíu. Blandið ostinum saman við í lokin og setjið í skál.
  4. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri, dreifið eggjum, tómötum og avókadó yfir. Kryddið með sesamkryddinu og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

HELGARMATSEÐILLINN Í BOÐI MÍN

Skrifa Innlegg