fbpx

FLJÓTLEGUR BRÖNS: BLÁBERJAPÖNNUKÖKUR OG EGGJASALAT

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Á tímum sem þessum er gott að gera extra vel við sig og svona ljúfur bröns hjálpar svo sannarlega til við það! Bláberjapönnukökurnar eru svo góðar en ég gerði þær í samstarfi við Kötlu. Eina sem ég nota er pönnukökumix frá Kötlu, bláber, mjólk og vanilludropar. Eggjasalatið er líka afar fljótlegt og rosalega bragðgott en ég nota soðin egg, cheddar ost, steinselju, salt og pipar. Hver elskar ekki svona einfalt og gott?

Bláberjapönnukökur
1 pönnukökumix frá Kötlu
4 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
1 dl bláber, skorin í minni bita

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera bláberin í minni bita.
  2. Blandið pönnukökumixinu, mjólk og vanilludropum saman í skál.
  3. Blandið bláberjunum saman við í lokin.
  4. Steikið pönnukökurnar á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Ég hef þær frekar stórar.
  5. Gott að bera fram með smjör, sírópi, ferskum ávöxtum og berjum.

Eggjasalat með cheddar osti
4 medium soðin egg
1 dl rifinn cheddar ostur
Salt og pipar
Fersk steinselja

Aðferð

  1. Sjóðið eggin þar til þau verða miðlungs soðin og rauðan er aðeins blaut.
  2. Takið skurnina af eggjunum og skerið þau í bita á meðan þau eru ennþá heit. Það er mikilvægt að þau séu heit svo að osturinn bráðni.
  3. Hrærið cheddar ostinum saman við eggin og saltið og piprið. Toppið svo með steinselju.
  4. Gott að bera fram með hrökkbrauði og ristuðu súrdeigsbrauði.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HOLLT OG HAUSTLEGT HNETUMIX

Skrifa Innlegg