fbpx

JÓGÚRT- OG EGGJABRAUÐ MEÐ BERJUM

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ljúffengt ofnbakað brauð fyllt með grísku jógúrti, eggi, kanil, hlynsírópi og ferskum berjum. Namminamm! Þetta er alveg dásamlega gott í brönsinn. Hér ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í hana fást. Ég er búin að sjá þennan rétt svo oft á samfélagsmiðlum síðastliðinn mánuð að ég varð að prófa að útbúa mína eigin útgáfu og ég mæli hiklaust með að þið prófið líka. Einfalt, bragðgott og hentar vel um Páskana. Þið getið verslað allt í uppskriftina með einu handtaki hér í snjallverslun Krónunnar.

Uppskrift gerir tvær brauðsneiðar
Tvær þykkar súrdeigsbrauðssneiðar eða annað gott brauð
1 egg
2 msk Antos grísk jógúrt
1 tsk kanill
2 msk hlynsíróp
7-9 hindber
3 stór jarðaber

Aðferð

  1. Skerið brauðið í þykkar sneiðar.
  2. Pressið í miðjuna með skeið eða litlu desilítra máli og myndið skál (eða dæld) í brauðsneiðarnar.
  3. Hrærið eggið saman við gríska jógúrt, kanil og hlynsíróp. Blandið öllu vel saman.
  4. Hellið ofan í brauðið.
  5. Skerið berin smátt og dreifið ofan í  eggjablönduna.
  6. Bakið í ofni í 12-15 mínútur við 180°C.
  7. Stráið flórsykur yfir í gegnum sigti og berið fram með meira sírópi. Mmmm… og njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGUR BRÖNS FYRIR PÁSKANA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    14. April 2022

    Þetta lýst mér vel á :)