ÍBÚÐARKAUP

DESIGNHEIMAIcelandInspiration of the dayInstagramUncategorized

Hæ&hó, október var ofsalega viðburðarríkur mánuður sem útskýrir hálfpartinn fjarveru mína hér ásamt því að barnaundirbúningsstressið ”kikkaði”verulega inn(deili því kanski með ykkur síðar!). En við hjúin vorum sem sagt að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð á Íslandi og síðasta Íslandsheimsóknin mín fór því alfarið í stúss í kringum hana. Við náðum að gera & græja ansi mikið á stuttum tíma og hér er nokkrar skemmtilegar símaminningar.

Fyrsta nóttin í íbúðinni var afar skrautleg á þessari vindsæng. En fyrsti áfangastaðurinn eftir að við lentum á klakanum var Rúmfatalagerinn til þess að fjárfesta í vindsæng sem við ætluðum að sofa á í eina nótt. Við rétt náðum að henda vinsænginni inn í íbúð áður en við þurftum að bruna í þrítugsafmæli og þegar við komum heim um nóttina uppgötvuðum við að þetta var alls ekki rafmagnsloftdýna sem við héldum að við hefðum keypt og engar pumpur fylgdu með henni. Úr varð skemmtileg tilraun til þess að blása í hana og síðan ferð í Hagkaup að kaupa hjólapumpu klukkan að ganga 4:00 um nótt, skemmtileg minning! Annars var Elmar duglegur að koma heim á milli landsliðaæfinga og setti saman allskyns mublur, búið að koma ánægjulega á óvart hvað hann getur verið handlaginn svona þegar hann tekur sig til.

img_6388

img_6386

Ég var líka með yndis meðhjálpara sem hjálpaði mér að velja þetta kúaskinn úr IKEA Borðið & Stólarnir keyptum við í ILVA

Mottur geta gert svo mikið fyrir rýmið en ég er algjör mottuperri, þessi sem við erum með í svefnherberginu er einnig úr IKEA.. En ólétta konan var mjög sátt með sig þegar hún náði að koma mottunni fyrir undir rúminu og hengja upp þessar gardínur ein síns liðs!

img_6395img_6383
Uppgötvaði verslunina Heimili & Hugmyndir og varð yfir mig ástfangin af henni. Fjárfestum í stærri gerðinni af þessari mottu og erum ekkert smá sátt með hana í stofunni.

img_6382img_6381

Krúttheimsókn! Keyptum okkur velour sófa í Habitat eftir miklar vangaveltur og erum rosalega sátt með kaupin.
img_6380
Borð & sjónvarpsskenkur úr Rúmfatalagernum.

Hlakka til að gera ennþá meira fyrir hana og smella kannski almennilegum myndum í næstu Íslandsheimsókn sem verður reyndar ekki alveg í bráð. Næsta verkefnið verður víst að koma einu stykki barni í heiminn!:)

Áhugasamir geta fylgt mér á Instagram undir nafninu Trendpattra
..
Elmar & I bought our first apartment in Iceland recently and here are some sneak peaks of our new home!

PATTRA

SUNNUDAGS BRUNCH

IcelandInspiration of the day

Fyrir nokkrum sunnudögum síðan náðum við nokkrir Trendnet meðlimir að hittast í sunnudags kósýheit á Slippbarnum þar sem við spjölluðum um heima & geima meðan við gæddum okkur á dýrindis bröns. Við vorum því miður örfá í þetta sinn, ég tók ekki upp myndavélina(sökum blaðurs) fyrren Hildur var farin á brott en náði þó nokkrum af okkur Andreu Röfn & Svönu á þessum fallega degi. Myndirnar eru teknar með FUJIFILM X30 sem ég er enn að læra handtökin á en ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verið jafn sátt með myndavélakaup.

DSCF2542DSCF2545SlippbarDSCF2539DSCF2535DSCF2534

Alltaf yndislegt að hitta þessar elskur!

Annars mæli ég eindregið með helgarbröns á Slippbarnum, frábær matur & stórgott úrval.

..

Few of us bloggers here at TRENDNET met up some Sundays ago over a delicious brunch @ Slippbarinn and some catching up. The weather was beautiful and few shots were taken with my new FUJIFILM X30 I think it might be my favorite camera to date!

PATTRA

BLOGGÁRIÐ 2016

IcelandInspiration of the dayTraveling

GLEÐILEGT nýtt, tveggja vikna gamalt ár kæru lesendur og takk kærlega fyrir að kíkja hingað í heimsókn árið 2015. Það hefur eflaust ekki verið sérstaklega gaman að fylgjast með blogginu mínu í fyrra, langt í frá! Ég hef verið arfaslök við þetta, bloggrútínan gjörsamlega flaug út um gluggann og lengi vel var ég ekki svo viss um ég gæti tekið upp þráðinn aftur. En nú þýðir ekkert annað en að gera þetta almennilega eða hreinlega leggja þetta niður fyrir fullt og allt. Það er akkúrat 6 ár síðan ég startaði þessu bloggi og ég er handviss um að ég myndi sjá eftir því að leggja bloggskóna á hilluna á svona óeftirminnilegan hátt. JÁ, ég á sko nóg inni!

Ég og Elmar byrjuðum nýja árið á að taka spontant road trip í Hvalfjörðinn, ótrúlegt að svona ævintýralegur staður sé einungis 40min í burtu frá Reykjavík. Við tókum nokkrar skemmtilegar myndir sem mér fannst tilvalið að deila mér ykkur í fyrstu færslu ársins.

DSCF2233DSCF2190

Hversu fallegir

DSCF2235DSCF2207DSCF2196DSCF2231

Þessar hestamyndir og þetta umhverfi er í miklu uppáhaldi

DSCF2245DSCF2243DSCF2250

Eins og málverk/Elmar fínn í Alexander Wang jakkanum sínum sem hann fékk frá mér í jólagjöf

DSCF2260DSCF2483DSCF2297DSCF2495DSCF2463DSCF2409

Ég er svo skotin í NIKE settinu mínu

DSCF2444DSCF2410DSCF2461

Ég vona að þið fylgið mér inn í 2016

..

New year, brand new blog! Thank you for following me all these years, I know my blogging was a complete let down in 2015 but now I’m determined to give this thing a 110% go! Let’s start this blog year by admiring the beautiful Icelandic nature, nothing else quite like it. Picture taken on a spontaneous road trip to Hvalfjordur, 40min outside of Reykjavik, isn’t it something?!

Kær kveðja -PATTRA

MEIRIHÁTTAR AIRWAVES HELGI

DetailsIcelandInspiration of the dayMy closet

Það er engin lygi að tíminn flýgur þegar maður er að hafa gaman! Lokadagur Airwaves er runninn upp og ég hlakka gífulega til að sjá&heyra eina af uppáhalds hljómsveitum mínum, Hot Chip, spila eftir nokkra klukkutíma. Hér eru nokkrar góðar Airwaves’15 minningar

Mæli ekki með því að fara í rúllukraga-ullardressi á sveittum tónleikum!

IMG_0376

BATIDA voru hressandi á Nasa

IMG_0771
Byrjaði laugardaginn á því að taka þátt í skemmtilegri myndatöku, meira frá því síðar!
IMG_0769IMG_0768

Mætti svo beint í gúrmheit á Apótekinu
IMG_0772
Laugardags glimmergalla úr Monki

IMG_0767

Með Ellinor söngdívu frá Bretlandi
IMG_0777
Margrét drottningin mín
IMG_0766IMG_0764

Kiasmos snilld

IMG_0706IMG_0780

Gærkvöldið í hnotskurn!!!

IMG_0762

 ZEN stund á milli tónleika

IMG_0761

Leðurjakkinn minn datt á mjög svo óútskýran hátt niður dularfulla rifu og það var ómögulegt að ná þangað niður. Fékk ekki hjálp við að ná honum aftur fyrren tveimur tónleikum síðar.
Vil hér með þakka security snillingana sem hjálpuðu mér með tilþrifum.

IMG_0757

Hress kona klukkan 3:45

Njótið sunnudagskvöldsins!

..

Some more awesome Airwaves’15 moments.. Last night of the festival and beloved Hot Chip in couple of hours, let’s GO.

PATTRA

ICELAND AIRWAVES DAGUR I

IcelandInspiration of the day

Góðan og blessaðan föstudag, ég er mætt aftur á Íslandið góða meðal annars vegna skemmtilegra verkefna sem ég er að fara í á morgun, segi ykkur betur frá því við tækifæri. En það vildi líka svo skemmtilega til að Airwaves helgin er akkúrat á sama tíma og ég er því lukkuleg að ná að fara á þessa skemmtilegu hátíð eftir 7 ára fjarveru. Lenti í gær og fór beint í stuðið, læt myndirnar tala..

IMG_0185Klædd í takt við veðráttuna

IMG_0301  IMG_0302Fallega fólkið mitt

IMG_0189Fyndin móment af instagramminu mínu

IMG_0300IMG_0303Aurora var mögnuð!!

IMG_0299

LA PRIEST flottur á því í satin náttgalla..

IMG_0305IMG_0304Gott að enda kvöldið hér, og aldeileis ekki í fyrsta né síðasta sinn hjá mér

IMG_0307  Uppgötvaði svo í lok kvöldsins skítaapparat á stígvélunum mínum, frábært!

IMG_0298

 Hápunktur kvöldsins að mínu mati voru Low Roar og Aurora.. Kvöld tvö að ganga í garð hjá undirrituðu, áhugasamir geta fylgst með mér á Instagramminu mínu @TRENDPATTRA
-sjáumst fallega fólk!

..
Back in beautiful Reykjavík and you can find me @ Iceland Airwaves  glad to be back at this awesome festival after 7 aiwavesless years!

PATTRA

ÍSLAND MYNDABOMBA

IcelandJ'ADOREMy closetTraveling

IMG_2653IMG_2633IMG_2647IMG_2640

 Fallegur dagur í 101 með Erlunni minni

IMG_2714

 Theodóra snilli að bjarga hárinu mínu, já það er svolítið styttra!

IMG_2370

 Grillmarkaðurinn í hádeginu er gúrm

IMG_2332

 Ímark markaðsráðstefna

IMG_2285

 Dr.Bragi að bjarga svefnlausa snót

IMG_2397

 Í matarboði hjá einni yndislegri og tilvonandi móðir

IMG_2270

 Seinbúin jólagjöf frá litlu frænku

IMG_2542

 PítsaAfmælisPartý

IMG_2688

 Dásemdar kvöldstund með bestu tengdamömmu

IMG_2671

 SNAPS sjúk

IMG_2535

 Blurry hláturskast í miðbænum

IMG_2312

 Elmar með landsliðinu á Flórída og skypedate með mömmu sinni, ömmu og ástkonu -gaman!

IMG_2757

 Notalegt vinkonudeit snemma morguns á Kaffi Vestbæjar

IMG_2553IMG_2630IMG_2581IMG_2591IMG_2598

 Kærkomið bústaðarferð með uppáhalds fólkinu mínu

IMG_2604IMG_2517

 Máta eina nýfædda og stóra systir hennar að sýna mér gersemar sínar

IMG_2620IMG_2626

 SNAPS aftur, með fjölskyldunni, staðurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér

IMG_2733IMG_2724IMG_2731

 Tveggja ára afmæli af bestu gerð

IMG_2748

 Fallega fólkið mitt

IMG_2629

Ég hreinlega elska að horfa útum gluggann hjá tengdó þó að (helv)norðanáttin sé ansi oft að stríða mér

Dásamlegri Íslandsferð senn á enda. Mikið er alltaf gott að koma ”heim” og eyða dýrmætum tíma með uppáhalds fólkinu sínu. Blessuð börnin, fjölskyldan, dýrindis íslenskur matur, vinir og hlátur.. það bara gerist varla betra!

..

Iceland photo diary. Always good to be ”home” and spending quality time with all my favorite people!

PATTRA

GÓÐAN DAGINN ÍSLAND!

IcelandInspiration of the dayMy closetTraveling

Góðan og blessaðan daginn ástkæra Ísland og gleðilegt nýtt ár! Eftir dásamlegt frí á Thailandi lentum við hjúin í Köben þann 30.des og fögnuðum nýju árinu þar. Ég fann að ég var að verða veik á gamlárs en þar sem við vorum búin að bjóða í partý var ekkert annað í stöðunni en að hressa sig við, ég var meira og minna að krókna úr kulda allt kvöldið og var í útijakkanum inni nánast allt kvöldið en hélt samt alveg út til 4.leytið. Við bjuggum á æðislegum stað stað í Kaupmannahöfn, STAY Copenhagen sem er einhvers kona hótel/íbúð og vorum ofsalega lánsöm með útsýnið fyrir gamlárkvöldið. Ég vaknaði síðan á fyrsta degi ársins með brennandi hita og var með flensu í rúmlega viku, það er bara eins gott að vera búin að klára þann pakka svona snemma á árinu.

Myndir frá snilldar gamlárs..

SONY DSCIMG_1838IMG_1847

Æðisleg íbúð og útsýni!

SONY DSC

Gamlárs nauðsynjur.

SONY DSC

Vorum heppin með atvinnukokk/vin sem matreiddi ofan í okkur Beef Wellington, vægast sagt gott!!

SONY DSCIMG_1882IMG_1893IMG_1954SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCIMG_1963IMG_1964

Konfettí stuð sem endaði ekkert allt of vel..

IMG_1972

Freyðandi flæðandi!

IMG_1968

Limbo master.

IMG_1989

Fringe kjóll með meiru úr H&M

IMG_2097

En nú er ég lent hér á klakanum og klaki á heldur betur við þessa stundina, þessi norðanátt má endilega bara hypja sig sem allra fyrst takk fyrir pent.
TAKK fyrir að lesa árið 2014 kæru þið, ég verð að viðurkenna að það var ekki beint stórkostlegt blogg ár hjá undirrituðu en finn á mér að 2015 verði MUN betra!

..

HAPPY new year dear readers. Some fun pics from NYE and our lovely stay at STAY Copenhagen 

Now I’m back in Iceland for the next ten days and promise that my 2015 blog year is going to be WAY better than 2014!

PATTRA

SÓLRÍK REYKJAVÍK

DetailsIcelandMy closetTraveling

 Mikið ofsalega þótti mér vænt um viðbrögðin sem ég fékk á mínum síðasta pósti, það er nokkuð ljóst að þessi ”mannlegi” liður sé kominn til þess að vera hjá undirrituðu! Trúið mér, ég á vægast sagt nóg af skemmtilegum & fyndnum mómentum sem ég get deilt með ykkur enda líður mér ansi oft eins og ég sé stödd í Truman show.

Annars er ég nýkomin hjem frá Íslandinu góða og haldiði að ég hafi ekki bara fengið bongó blíðu alla vikuna sem ég var í heimsókn, aldrei þessu vant. Fallega gluggaveðrið var klárlega kærkomið og sólgleraugun fengu að vera á nefinu á þessum ”outfit” augnablikum.

IMG_6345

 Jakki –  ZOUL / Nýjir uppáhalds haust skór – Monki
Jacket – ZOUL / New fave fall booties at the moment – Monki

IMG_6568

Rúllukragi – JPG x Lindex / Cape – Corner, Smáralind / Skór – Topshop
Turtleneck – JPG x Lindex / Cape – Corner, Smáralind(mall) / Shoes – Topshop

IMG_6420

 Kápa – Karen Millen / Bolur – Moss CPH / Leðurbuxur – Gestuz / Sólgleraugu – Stella McCartney
Coat – Karen Millen / Top – Moss CPH / Leather pants – Gestuz / Sunnies – Stella McCartney

 Æ, Reykjavík er nátturulega bara best á svona dögum!

..

I spent last week in sunny Reykjavik.

PATTRA

PARAFERÐ Í BLÁA LÓNIÐ

IcelandMy closetTraveling

IMG_5027Processed with VSCOcam with k2 presetIMG_5086IMG_5113IMG_5234IMG_5244IMG_5250

Við Elmar létum loksins verða af því að skella okkur í Bláa Lónið í Íslandsheimsókninni en við höfum hvorugt farið í mörg, mörg ár. Þrátt fyrir að ég heyri oft slæmt umtal um lónið, t.d. mikið talað um hversu dýrt það er að fara og vissulega var allt morandi í ferðamönnum þá nutum við okkar einstaklega vel. Næst verður það hópferð í Reykjanesið!

Ég klæddist H&M (næstum)frá toppi til táar.. Sólgleraugu, frakki, sandalar, bikini – H&M / Stuttbuxur – Bershka / Bolur – Sweewe Paris
Elmar // Bolur – Sandro / Jakki – NN07 / Sólgleraugu – Ray-Ban

..

Elmar and I finally went to Blue Lagoon when we were in Iceland this time around but we have been meaning to go together for over 5 years now. Even though it’s a major tourist spot and many of the locals aren’t that fond of this place we still enjoyed ourselves a whole lot. Definitely a must do if you ever visit Iceland.

Almost wearing H&M from head to toe.. Sunnies, trench coat, sandals, bikini – H&M / Shorts – Bershka / Blouse – Sweewe Paris
Elmar // T-shirt – Sandro / Jacket – NN07 / Sunnies – Ray-Ban

PATTRA