fbpx

Pattra S.

GÓÐAN DAGINN ÍSLAND!

IcelandInspiration of the dayMy closetTraveling

Góðan og blessaðan daginn ástkæra Ísland og gleðilegt nýtt ár! Eftir dásamlegt frí á Thailandi lentum við hjúin í Köben þann 30.des og fögnuðum nýju árinu þar. Ég fann að ég var að verða veik á gamlárs en þar sem við vorum búin að bjóða í partý var ekkert annað í stöðunni en að hressa sig við, ég var meira og minna að krókna úr kulda allt kvöldið og var í útijakkanum inni nánast allt kvöldið en hélt samt alveg út til 4.leytið. Við bjuggum á æðislegum stað stað í Kaupmannahöfn, STAY Copenhagen sem er einhvers kona hótel/íbúð og vorum ofsalega lánsöm með útsýnið fyrir gamlárkvöldið. Ég vaknaði síðan á fyrsta degi ársins með brennandi hita og var með flensu í rúmlega viku, það er bara eins gott að vera búin að klára þann pakka svona snemma á árinu.

Myndir frá snilldar gamlárs..

SONY DSCIMG_1838IMG_1847

Æðisleg íbúð og útsýni!

SONY DSC

Gamlárs nauðsynjur.

SONY DSC

Vorum heppin með atvinnukokk/vin sem matreiddi ofan í okkur Beef Wellington, vægast sagt gott!!

SONY DSCIMG_1882IMG_1893IMG_1954SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCIMG_1963IMG_1964

Konfettí stuð sem endaði ekkert allt of vel..

IMG_1972

Freyðandi flæðandi!

IMG_1968

Limbo master.

IMG_1989

Fringe kjóll með meiru úr H&M

IMG_2097

En nú er ég lent hér á klakanum og klaki á heldur betur við þessa stundina, þessi norðanátt má endilega bara hypja sig sem allra fyrst takk fyrir pent.
TAKK fyrir að lesa árið 2014 kæru þið, ég verð að viðurkenna að það var ekki beint stórkostlegt blogg ár hjá undirrituðu en finn á mér að 2015 verði MUN betra!

..

HAPPY new year dear readers. Some fun pics from NYE and our lovely stay at STAY Copenhagen 

Now I’m back in Iceland for the next ten days and promise that my 2015 blog year is going to be WAY better than 2014!

PATTRA

THAILAND Í GEGNUM INSTA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Steinunn

    13. January 2015

    Jei, glöð að fá þig heim. Þú bloggar á hraða sem hentar mér einstaklega vel! :* Alltaf gaman að lesa litli puttinn minn.