Workout – MYNDIR

ÆfingarLífiðNikeWorld Class

Við Helgi vorum í skemmtilegu verkefni saman þegar hann var á Íslandi um daginn (meira um það seinna) og eyddum dágóðum tíma saman í kringum það. Helga langaði til að koma með mér á æfingu en við ákváðum að skella okkur saman eftir að verkefnið var búið.

Við fórum eftir lokun í World Class og nýttum því tækifærið til að smella af nokkrum æfingamyndum. Mér finnst alltaf jafn gaman að fara á æfingu – setja góða tónlist á í salnum, svitna, hlæja, dansa, taka á því, zone-a út, spjalla … Einn stærsti parturinn af því að fara á æfingu finnst mér vera félagsskapurinn. Endorfín losnar út í líkamann og mér líður alltaf betur eftir æfingu sama hvort það hafi verið þung lyftingaræfing eða bara rúll og teygjur með vinkonunum.

Þarna líður mér best!

Myndir eftir Helga Ómars

xx

Birgitta Líf

instagram: @birgittalif

Áttan: Ekki Seena

DansLífið

Ég tók þátt í skemmtilegu verkefni með Áttunni núna í byrjun maí. Áttan var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband sem ber heitið Ekki Seena og er virkilega skemmtilegur sumarsmellur! Verkefnið fólst í því að semja og dansa í tónlistarmyndbandinu með þeim en það gerði ég ásamt vinkonum mínum Vöku, Helgu Sigrúnu og Söru Dís – en við komum allar úr Dansstúdíó World Class // DWC.

Upptökurnar fóru fram á laugardegi á ströndinni á Akranesi en veðrið þennan dag var meiriháttar – það var meira eins og við værum að taka upp á Hawaii en ekki Íslandi. Gerist ekki betra! Dagurinn var langur en skemmtilegur og erum við virkilega ánægð með útkomuna.

Ég tók nokkrar “behind the scenes” myndir yfir daginn og leyfi þeim að fylgja með. Fötin sem við stelpurnar vorum í fengum við hjá lánuð Vero Moda.

 

xx

Birgitta Líf

instagram: @birgittalif