fbpx

Birthday Brunch

LífiðUppskriftir

Ég fæ sjaldan jafnmörg skilaboð á instagram einsog þegar ég baka! Ég geri líka nokkuð mikið af því og elska að dunda mér í eldhúsinu og baka eða elda eitthvað gott. Áður en ég fór til Kína bauð ég nokkrum vinkonum til mín í sunnudagskaffi/brunch en eins og ég hef gert síðustu ár. Það er svo kósý að hittast í kökur og gúrm í rólegheitum á sunnudegi og svo hef ég stundum haldið stærra partý seinna – ég t.d. hélt upp á 25 ára afmælið mitt í febrúar á þessu ári, ekki nema fjórum mánuðum eftir afmælið haha.

Þetta árið bauð ég upp á vanillucupcakes, mini pizzur, eggjamuffins, súkkulaðibita-saltkaramellu-brownie og að sjálfsögðu lakkrísbombuna mína.

Það voru ótrúlega margir sem báðu um uppskrift af lakkrísbombunni en hún er einmitt hérna inni á blogginu frá því í fyrra: Lakkrísbomban og var það vinsælasta færslan mín á síðasta ári – frekar fyndið en vel skiljanlegt enda er hún sturlað góð þó ég segi sjálf frá. Ég hef þróað og breytt kökunni örlítið í hvert skipti sem ég geri hana, t.d. hvernig ég skreyti hana eða geri karamelluna yfir og í ár keypti ég makkarónur að auki til að skreyta sem kom mjög vel út og fékk meira að segja vinkonur mínar til að efast um að ég hafi gert hana sjálf. Ég á mjög auðvelt með að detta í gír við að skreyta kökur og get alveg dundað mér í því heillengi.

Ég á enn eftir að prófa mig áfram með súkkulaðibita-saltkaramellu-brownie kökuna en þetta var bara hugmynd sem ég fékk þegar ég var að undirbúa brunchinn og var hún því ekki alveg fullkomin – en virkilega bragðgóð samt sem áður. Ég deili mögulega uppskrift af henni þegar ég er búin að mastera hana. Bollakökurnar voru bara vanillukökubotn (Betty) með vanillubúðing útí, bara duftinu, til að þær yrðu meira fluffy, og sama kremi og lakkrísbomban mínus lakkrísduftið. Þær klikka ekki!

Ég bakaði síðan mini-pizzur eftir uppskrift sem ég hef gert síðan í grunnskóla og skipti í margar litlar pizzur í stað þess að gera venjulegan botn. Á pizzurnar setti ég sósu (ég blanda alltaf saman pizzasósu og tómatsósu + oregano), rifinn ost, pepperoni, piparost og saxaðar döðlur sem setja punktinn yfir i-ið – ég mæli með að þið prófið að setja eða panta ykkur döðlur á pizzu næst, það kemur virkilega á óvart. Eggjamuffins er mjög bragðgott og sniðugt líka bara í venjulegan morgun- eða hádegismat enda hollt og gott en þar blanda ég eggjum saman í skál og blanda grænmeti og öðru sem mér dettur í hug saman við. Þessu er svo skipt í muffinsform og bakað í ofni í 15-20 mínútur. Gerist ekki einfaldara!

Ykkur er alltaf velkomið að senda mér skilaboð á instagram ef þið hafið frekari upplýsingar um baksturinn.

xx

Birgitta Líf
social media: birgittalif

Kína: Part II & Hong Kong

Skrifa Innlegg