fbpx

Eva Laufey Kjaran

Lúxus vinkonuferð á Hótel Grímsborgum

IMG_8173 IMG_8174 IMG_8181
Á þessum rigningarmánudegi er ágætt að rifja upp uppáhalds helgi í maí mánuði. Við vinkonurnar fórum í kærkomið orlof. Við fórum þrjár í þetta skiptið en það vantaði tvo úr hópnum okkar góða en þau eru bæði búsett erlendis, við höfum nefnilega undanfarin tvö ár farið til útlanda saman en það var ekki möguleiki þetta árið svo við ákváðum að gera vel við okkur hér á Íslandi. Það er nefnilega líka hægt að gera eitthvað saman án þess að þurfa að fara endilega erlendis, það er alls ekki síðra að fara út á land og gista á stjörnuhóteli eins og á á Hótel Grímsborgum.

Ég hef sjaldan haft það eins huggulegt og þessa helgi, við gerðum mjög vel við okkur í mat og drykk og nutum þess að vera saman. Það skemmdi ekki fyrir að hótelið er eitt fallegasta sem hef ég komið á, við vorum svo heppnar að dvelja í einbýli og höfðum allt til alls. Upphaflega stóð til að skella okkur í bústað en því fylgir oft mikil vinna þ.e.a.s. pakka öllu niður, kaupa inn, koma sér fyrir, elda og pakka svo niður og þrífa. Við vildum helst sleppa við allt þar sem tíminn var naumur og því leyfðum við okkur lúxus að þessu sinni og sjáum alls ekki eftir því. Að mínu mati er þetta fullkomið fyrir vinahópa, að skella sér út fyrir bæinn og leyfa sér smá lúxus, kostar kannski aðeins meira en afþví maður er nú ekki að gera þetta á hverjum degi þá er það í góðu lagi. Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum af þessu góða fríi <3

 

IMG_8191

Allar góðar ferðir byrja á skál!

IMG_8194 IMG_8195 IMG_8200

Fríða og Eva, sjáið bara hvað þær eru sætar!

IMG_8203 IMG_8212 IMG_8214

Maturinn er algjört gúrme, ég hef ekki hætt að hugsa um nautakjötið sem ég fékk í aðalrétt. Það er einmitt þetta sem við elskuðum, að vera í bústað en klæða okkur aðeins upp og fara út að borða. Fá okkur kokteil, góðan mat og fara síðan aftur í bústaðinn. Það fannst okkur algjört æði!

IMG_8220 IMG_8223
Morgunmaturinn ó morgunmaturinn, afhverju er þetta ekki svona á hverjum morgni.

IMG_8229 IMG_8230 IMG_8237

Húsið sem við dvöldum í var svo fallega innréttað að við vorum mjög lengi að skoða og dást af húsinu, virkilega smekklegt og bjart.

IMG_8247

Við vorum mjög endurnærðar eftir þessa ferð og ég get ekki beðið eftir því að fara aftur.

IMG_8254

Ég myndi gera margt fyrir þennan heita pott og þetta umhverfi í dag… jæks. Kannski ætti ég ekki að fara yfir þessar myndir á mánudegi haha. Nú ætla ég að skipuleggja aðra ferð með stelpunum, þetta var æði og ég mæli með að þið skellið ykkur í svona lúxus ferð í dásamlegu umhverfi.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Þjóðhátíðarkakan

 

IMG_8576 IMG_8575

 

Þjóðhátíðartertan 

Vanillukaka með ljúffengu rjómaostakremi
200 g flórsykur
200 g smjör, við stofuhita
2 egg
230 g Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk góð vanilla t.d. vanilla extract
1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
Safi og börkur úr hálfri sítrónu

Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C.
Hrærið flórsykri, smjöri og eggjum saman í 2 – 3 mínútur eða þar til blandan verður orðin létt og ljós.
Bætið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið vel.
Hellið vanillu,vatni, sítrónusafa og berki saman við í lokin og hrærið vel eða þar til deigið verður slétt og silkimjúkt.
Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu í formið, bakið við 175°C í 30 mínútur.
Kælið kökuna á meðan þið útbúið kremið.
Rjómaostakrem
230 g smjör, við stofuhita
500 – 600 g flórsykur
2 tsk vanilla
100 g hvítt súkkulaði
125 g hreinn rjómaostur frá MS
1 msk sítrónusafi
Aðferð:

Þeytið saman smjör, flórsykur og rjómaost í nokkrar mínútur eða þar til blandan verður silkimjúk.
Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í ásamt vanillu og sítrónusafa.
Þeytið kremið þar til það verður mjúkt, það tekur um það bil 3 – 4 mínútur.
Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á milli botnanna og ofan á kökuna.
Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og sáldrið svolítið af flórsykri yfir
Ath! Gott er að geyma kökuna í kæli í svona 1 – 2 klst áður en þið berið hana fram en þá er betra að skera kökuna þar sem kremið hefur þá stífnað örlítið.

 

IMG_8610 IMG_8611 IMG_8612 IMG_8613 IMG_8615 IMG_8619 IMG_8623 IMG_8629 IMG_8631 IMG_8633 IMG_8636 IMG_8639 IMG_8641 IMG_8644

 

Njótið vel og gleðilegan 17.júní.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Föstudagspizzan að hætti Ingibjargar Rósu

IMG_8517 IMG_8518 IMG_8519 IMG_8520

Og hjartaði mitt bráðnaði gjörsamlega. Við byrjuðum helgina á pizzabakstri og þetta var í fyrsta sinn sem Ingibjörg Rósa hjálpaði mömmu sinni, þetta verður okkar fasti liður á föstudögum. Matargerðin verður milljón sinnum skemmtilegri þegar maður fær svona góða aðstoð og mér þótti svo ánægjulegt að sjá hvað litlan mín naut sín. Hún er að verða tveggja ára í júlí og allt í einu er hún orðin svo fullorðin, farin að tala mikið og skipa okkur foreldrum sínum fyrir hægri vinstri haha.

Í fyrsta pizzabakstrinum okkar saman þá bökuðum við einfalda pizzu sem allir á heimilinu geta borðað, margarita var á boðstólnum en móðirin fékk að lauma hráskinku á sinn hluta. Við elskum þessa pizzu og sérstaklega pizzabotninn, mjög einfaldur og allir geta bakað hann. Svo er hægt að bæta öllu því sem hugurinn girnist ofan á pizzuna, fer allt eftir smekk hvers og eins.

IMG_8524 IMG_8532

Föstudagspizzan að hætti Ingibjargar Rósu

Pizzadeig

2 1/2 dl volgt vatn

3 tsk þurrger
2 tsk hunang
2 msk ólífuolía
400 g Brauðhveiti frá KORNAX
Einn skammtur pizzasósa, við notum oft hakkaða tómata eða tómatmauk
Rifinn mozzarella ostur og pizzaostur í bland
Pipar
Hráskinka
Gott salat
Parmesan ostur
Aðferð:
Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt.
Bætið hunangi saman við og hrærið vel í.
Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina.
Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund.
Fletjið deigið út og smyrjið deigið með pizzasósu.
Setjið það álegg sem þið viljið nota ofan á og bakið pizzuna við 220°C 7 – 10 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
Berið pizzuna gjarnan fram með hráskinku, góðu salati og nýrifnum parmesan osti.

IMG_8533 IMG_8540 IMG_8542 IMG_8546 IMG_8548 IMG_8550 IMG_8554 IMG_8558 IMG_8561

 

Best í heimi <3

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Djúsí pizzur á þrjá vegu

IMG_8370

Í síðustu viku átti ein af mínum bestu vinkonum afmæli og það vildi einnig þannig til að sama dag var fyrsti þátturinn af nýju matreiðsluþáttunum mínum að byrja, það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að bjóða heim í pizzapartí og smá freyðvínsdrykkju.

Þegar ég fæ fólk heim í mat þá elska ég að bera fram einfalda rétti, ég nenni ómögulega að standa sveitt þegar gestirnir mæta og vil heldur hafa þetta afslappað og þægilegt. Það er líka mikill plús að bjóða upp á mat sem þú getur undirbúið með svolitlum fyrirvara. Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast að bjóða upp á eru pizzur á nokkra vegu, það er brjálæðislega einfalt og slær alltaf í gegn.

Ég bauð stelpunum upp á þrjár pizzur, hráskinkupizza með ferskum tómötum, klettasalati og parmesan, ostaveislu sem er mitt uppaáhald borin fram með sultu og mexíkósk pizza með ostasósu, kjúkling og doritos snakki. Hér koma uppskriftirnar, ég mæli með að þið prófið þessar næst þegar ykkur langar í pizzu og ég vona að þið njótið vel.

IMG_8367

Pizzadeig 

  • 2 1/2 dl volgt vatn
  • 2 tsk þurrger
  • 2 tsk hunang
  • 2 msk ólífuolía
  • 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt.
  2. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt.
  3. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur.
  4. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund.

IMG_8333 IMG_8334

Ostaveisla

Þessi pizza er án efa ein af mínum uppáhalds pizzum og við vorum allar sammála um að þessi væri æðislega góð, ef þið eruð mikið fyrir ost þá þurfið þið endilega að prófa þessa. Fyrr en síðar!

Hráefni:

  • 1 pizzadeig
  • 2 – 3 hvítlauksolía
  • Rifinn mozzarella ostur
  • Rifinn parmesan ostur
  • 1 camenbert
  • 1/2 piparostur

Aðferð: Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið botninn með hvítlaukssósunni og dreifið rifnum osti yfir. Skerið camenbert og piparost í bita og setjið á botninn. Bakið við  220°C í 10 – 12 mínútur. Berið fram með sultu og njótið vel.

 

IMG_8347 IMG_8354

Það er nauðsynlegt að skála á góðum dögum. Við fengum okkur brjálæðislega gott vín í fordrykk sem passaði mjög vel með pizzunum, ég verð að mæla með þessu víni. Ég hafði ekki smakkað það áður en ég mun sannarlega kaupa það aftur. Ótrúlega fallegt og gott vín sem er á fínu verði, það heitir Aviva Pink Gold. Mæli með því í sumar!

IMG_8359 IMG_8360 IMG_8362 IMG_8364

Mexíkósk pizza með ostafyllingu

Þessi pizza er undursamlega góð og stelpurnar voru hrifnastar af henni, en ostasósan setur punktinn yfir i-ið.

Hráefni:

  • 1 pizzadeig
  • Ostasósa
  • 1 mexíkóostur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 kjúklingabringa eða sambærilegt magn af kjúklingakjöti
  • 1/2 rauðlaukur
  • Rifinn ostur
  • Doritos

Aðferð:

Útbúið ostasósuna með því að skera mexíkóostinn í teninga og mauka saman við sýrða rjómann með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið botninn með ostasósunni og dreifið rifnum osti yfir. Skerið kjúklinginn í bita og dreifið yfir ásamt smátt skornum rauðlauk.  Bakið við 220°C í 10 – 12 mínútur. Sáldrið Doritos flögum yfir pizzuna þegr hún kemur út úr ofninum.
IMG_8365 IMG_8367

Pizza með hráskinku

Ég fæ aldrei nóg af þessari pizzu og gjörsamlega elska hana. Hún er agalega góð með rauðvínsglasi, já ég segi ykkur það satt.

Hráefni:

  • 1 pizzadeig
  • 1 skammtur pizzasósa (mér finnst líka gott að setja tómata passata)
  • Rifinn ostur
  • 1 bréf hráskinka ca. 8 sneiðar
  • Klettasalat, magn eftir smekk
  • Tómatar
  • Parmesan ostur
  • Salt og nýmalaður pipar

Aðferð: Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið botninn með sósunni og dreifið rifnum osti yfir. Bakið við 220°C í 10 – 12 mínútur. Raðið hráskinkunni á pizzuna þegar hún kemur út úr ofninum ásamt klettasalti, smátt skornum tómötum og nýrifnum parmesan.

Ég vona að þið hafið fengið hugmyndir að góðu pizzakvöldi kæru vinir.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Brúðarkjóll og makkarónur

Nú styttist heldur betur í stóra daginn en eftir tæpa tvo mánuði ætlum við Haddi að gifta okkur eða þann 23.júlí. Ég er orðin hrikalega spennt og það var svolítið gaman að taka þátt í brúðarmyndatöku fyrir brúðkaupsblað Morgunblaðsins um daginn, þið getið skoðað viðtalið hér. 
Undirbúningurinn gengur vel en ég er svo róleg yfir þessu, mun rólegri en ég bjóst við. Það fyrsta sem við gerðum eftir að dagurinn var ákveðinn var að bóka kirkju og sal, svo höfum við rólegheitum tekið ákvarðanir varðandi athöfn og veislu. Gestalistinn er loksins klár en það var aðal hausverkurinn okkar, auðvitað vildum við bjóða öllum heiminum en salurinn leyfir það víst ekki. Nú höfum við hins vegar sagt skilið við listann og ég er búin lofa sjálfri mér því að líta ekki á hann aftur. (vonandi næ ég því haha). Og nú tala ég ekki meira um hann.
En ég skal nú segja ykkur frá kjólnum mínum sem ég er svo ótrúlega ánægð með. Ég var með ákveðnar hugmyndir um kjól og búin að skoða trilljón kjóla en fann ekki þann sem mig langaði í. þess vegna ákvað ég að skella mér í brúðarkjólamátun hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar. Ég mátaði marga mjög fallega kjóla og úrvalið kom mér á óvart, það var rosalega gott og mikið til af fallegum kjólum. Þegar ég mátaði minn kjól þá var ekki aftur snúið, hann var algjörlega fullkominn og ég gat ekki hætt að hugsa um hann. Ég fór síðan aftur með vinkonum mínum að máta og þá var endanlega tekin ákvörðun. Ég er rosalega fegin að hafa keypt kjólinn hér heima og býður Brúðarkjólaleiga Katrínar upp á úrvals þjónustu og mér finnst mikið öryggi að geta farið til þeirra ef eitthvað þarf að laga eða bæta. Mæli 100% með því að fara í brúðarkjólamátun hjá þeim.

Ómótstæðilegar makkarónur

Makkarónur eru fullkomnar í brúðkaup, þær eru bæði svo ótrúlega góðar og fallegar. Tilvalið að bera þær með fordrykknum. Kampavín og makkarónur, það segir enginn nei við því.
Hráefni
  • 3 Eggjahvítur
  • 210 g flórsykur
  • 125 g möndumjöl
  • 30 g sykur
  • Dálítill matarlitur
Aðferð:
  1. Sigtið saman flórsykur og möndlumjöl.
  2. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum smám saman við. Ef þið ætlið að lita kökurnar þá bætið þið matarlitnum saman við á þessu stigi. Setjið meira en minna af matarlitnum þar sem liturinn dofnar verulega við baksturinn.
  3. Bætið þurrefnum saman við eggjahvíturnar í þremur skömmtum, hrærið varlega saman með sleikju.
  4. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið á pappírsklædda bökunarplötu með jöfnu millibilli. Gott er að miða við að makkarónurnar séu á stærð við tíkall.
  5. Sláið plötunni nokkrum sinnum í borðið svo kökurnar verði sléttar og fínar.
  6. Látið kökurnar standa á plötunni í 25 – 30 mínútur.
  7. Bakið við 150 ° C í  10 – 12 mínútur. Kælið mjög vel áður en þið losið þær af plötunni og sprautið kremi á þær.
Ég elska að útbúa venjulegt smjörkrem sem ég bragðbæti með t.d. saltkaramellu eða hindberjamauki eins og ég gerði við þessar makkarónur á myndinni. Uppskrift að smjörkremi er hér og þið getið svo prófað ykkur útfærslur. Það fer allt eftir smekk hvers og eins.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Tryllingslega gott karamellupopp

 

IMG_3672 IMG_3677

 

Gleðilega eurovision viku kæru lesendur. Ég hlakka mikið til að horfa á keppnina í kvöld og vona heitt og innilega að við komumst upp úr okkar riðli… Lagið í ár er einstaklega flott og eru Gréta og co algjörlega frábær. Í kvöld er þess vegna tilvalið að galdra fram gómsætar veitingar, koma sér vel fyrir framan sjónvarpið og hvetja Ísland til dáða.

Karamellupopp

Söltuð karamellusósa

100 g sykur

3 msk smjör

½ – 1 dl rjómi (má vera meira ef þið viljið þynnri sósu)

Sjávarsalt

1 poki popp eða einn meðalstór pottur af poppi

Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við.

Hellið sósunni yfir poppið, mér finnst best að gera það í skál og færið síðan poppið yfir í aðra skál sem þið ætlið að bera það fram í. Einfalt, fljótlegt og sjúklega gott.

 

IMG_3651 (1)

 

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

IMG_3124

 

Þessi boozt er án efa uppáhaldið mitt – ég fæ ekki nóg af honum og finnst mér hann algjört sælgæti.
Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum
  • 200 g vanilluskyr frá MS
  • 1 banani
  • 4 döðlur
  • 1 msk gróft hnetusmjör
  • 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ
  • appelsínusafi, magn eftir smekk
  • klakar
Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!

Lúxus humarsalat með mangósósu

IMG_6459 IMG_6462

 

Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál… en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál :) Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi ef þið eigið von á góðum gestum, þá er bókað mál að þið sláið í gegn.

Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum

Einföld matreiðsla 
Áætlaður tími frá byrjun til enda: 40 mínútur 
Fyrir 3-4 

  • Gott salat t.d. klettasalat og lambhagasalat
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 1 askja jarðarber ca. 10 stk
  • ½ melóna (má vera hvaða tegund sem er)
  • 1 mangó
  • ½ rauðlaukur
  • ½ rauð paprika
  • 600 g humar, skelflettur
  • smjör
  • ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ chili
  • 1 tsk fersk smátt söxuð steinselja
  • 1 poki furuhnetur

Aðferð:

  1. Skerið öll hráefnin smátt niður og blandið saman í skál eða leggið á fat.
  2. Skolið humarinn vel og þerrið, steikið upp úr olíu og smjöri ásamt pressuðum hvítlauk, smátt skornu chili og ferskri steinselju.
  3. Steikið humarinn í 3 – 4 mínútur. Setjið humarinn þá strax yfir salatið.
  4. Sáldrið ristuðum furuhnetum yfir í lokin ásamt nokkrum skeiðum af sósunni.

Hvítlaukssósa með mangó

  • 1 dós sýrður rjómi
  • ½ mangó
  • 2 msk majónes
  • 1 hvítlauksrif
  • ¼ rautt chili
  • salt og pipar
  • 1 tsk hunang

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefni í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Gott er að kæla sósuna í hálftíma áður en þið berið hana fram.

IMG_6445 IMG_6454

 

IMG_6469

 

Njótið vel kæru vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Súpergott kjúklingasalat með mexíko-ostasósu og Doritos

 

IMG_7810 IMG_7822

Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu

 

  • Einföld matreiðsla 
  • Áætlaður tími frá byrjun til enda: 30 mínútur
  • Fyrir 3-4 
Hráefni 
  • 2 kjúklingarbringur
  • 1 msk ólífuolía
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 2 msk Fajitas kryddblanda (er í pokum)
  • 1 poki blandað kál
  • 1/4 Iceberg höfuð
  • 1 rauðlaukur
  • 1 lárpera
  • 6-8 jarðarber
  • 6-8 kirsuberjatómatar
  • Jalepeno, valfrjálst og magn eftir smekk
  • Doritos, magn eftir smekk
Aðferð:
  1. Stillið ofninn í 180°C.
  2. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti, pipar og Fajitas kryddblöndu.
  3. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og eldið í ofni við 180°C í 22 mínútur.
  4. Skerið öll hráefnin sem talin eru upp hér að ofan fremur smátt og blandið vel saman í skál. Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar þá eru þær einnig skornar í litla bita og bætt út á salatið.
  5. Ljúffenga ostasósan er síðan dreifð yfir ásamt Doritos flögum, en mér finnst æðislega gott að mylja Doritos út á salöt en þá verður salatið svo stökkt og gott.
  6. Berið strax fram og njótið vel.
P.s. ef það verður afgangur sem er heldur ótrúlegt – þá er gott að setja salatið í tortillakökur og útbúa vefjur sem hægt er að borða daginn eftir!
Mexíkó-ostasósan sem allir ættu að prófa 
  • 1 dós sýrður rjómi, í bláu dósinni frá MS
  • 1/2 Mexíkó-ostur
  • Salt og pipar
Aðferð:
  1. Rífið ostinn niður með rifjárni.
  2. Setjið ostinn og sýrða rjómann í skál og maukið með töfrasprota eða notið matvinnsluvél ef þið viljið það heldur.
  3. Kryddið sósuna til með salti og pipar. Ef ykkur finnst sósan of þykk þá getið þið bætt aðeins meira af sýrðum rjóma saman við. Sósan er æðislega góð og ég notaði hann einnig sem ídýfu fyrir Doritos snakkið.

IMG_7790 IMG_7845 IMG_7844 IMG_7833

 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Belgískar vöfflur með súkkulaðibitum og jarðarberjum


IMG_7658

 

Sunnudagar eiga að vera til sælu, svo mikið er víst. Að byrja daginn á bakstri er einfaldlega vísir að góðum degi og í morgun ákvað ég að skella í þessar einföldu og gómsætu vöfflur með súkkulaði og jarðarberjum. Ég eignaðist svo fínt belgískt vöfflujárn um daginn og mér þykir svo gaman að baka þessar þykku og góðu vöfflur, það tekur enga stund að skella í vöfflurnar og ilmurinn um heimilið er himneskur. Uppskriftin er ekki stór en það er lítið mál að tvöfalda eða þrefalda hana, upplagt að skella í þessar fínu vöfflur í kaffitímanum í dag.

Annars vona ég að þið eigið ljúfan sunnudag framundan með fólkinu ykkar, á morgun hefst prófavika hjá mér í háskólanum og eyði ég þess vegna deginum inni að læra. Ég strax orðin spennt fyrir næstu helgi en þá ætla ég að njóta þess að vera með Ingibjörgu Rósu. Þá verður aftur bakað þessar vöfflur en uppskriftin er hér að neðan.

IMG_7664

Belgískar vöfflur með súkkulaði og jarðarberjum

ca. 10 vöfflur (lítil uppskrift – auðvelt að tvöfalda eða þrefalda)
2 bollar Kornax hveiti (ca. 5 dl )
1 tsk lyftiduft
2 egg
1 tsk vanilla (extract eða sykur)
3 msk sykur
1 bolli mjólk (2,5 dl)
1 bolli AB mjólk (2,5 dl)
3 msk ljós olía
Smjör
Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál.
Pískið tvö egg, hellið mjólkinni, olíunni og ab mjólkinni saman við og blandið við þurrefnin.
Blandið öllu vel saman og hitið vöfflujárnið, smyrjið járnið með smjöri og bakið vöfflurnar þar til þær eru gullinbrúnar.
Berið vöfflurnar strax fram og þær eru gómsætar með súkkulaði og jarðarberjum. Það er líka ótrúlega gott að rista nokkrar pekanhnetur og útbúa einfalda karamellusósu… þið getið sumsé borið vöfflurnar fram með öllu því góðgæti sem ykkur lystir

IMG_7669 IMG_7672 IMG_7674 IMG_7678 IMG_7687 IMG_7700 IMG_7707

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir