fbpx

Eva Laufey Kjaran

Þjóðhátíðarkakan

 

IMG_8576 IMG_8575

 

Þjóðhátíðartertan 

Vanillukaka með ljúffengu rjómaostakremi
200 g flórsykur
200 g smjör, við stofuhita
2 egg
230 g Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk góð vanilla t.d. vanilla extract
1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
Safi og börkur úr hálfri sítrónu

Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C.
Hrærið flórsykri, smjöri og eggjum saman í 2 – 3 mínútur eða þar til blandan verður orðin létt og ljós.
Bætið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið vel.
Hellið vanillu,vatni, sítrónusafa og berki saman við í lokin og hrærið vel eða þar til deigið verður slétt og silkimjúkt.
Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu í formið, bakið við 175°C í 30 mínútur.
Kælið kökuna á meðan þið útbúið kremið.
Rjómaostakrem
230 g smjör, við stofuhita
500 – 600 g flórsykur
2 tsk vanilla
100 g hvítt súkkulaði
125 g hreinn rjómaostur frá MS
1 msk sítrónusafi
Aðferð:

Þeytið saman smjör, flórsykur og rjómaost í nokkrar mínútur eða þar til blandan verður silkimjúk.
Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í ásamt vanillu og sítrónusafa.
Þeytið kremið þar til það verður mjúkt, það tekur um það bil 3 – 4 mínútur.
Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á milli botnanna og ofan á kökuna.
Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og sáldrið svolítið af flórsykri yfir
Ath! Gott er að geyma kökuna í kæli í svona 1 – 2 klst áður en þið berið hana fram en þá er betra að skera kökuna þar sem kremið hefur þá stífnað örlítið.

 

IMG_8610 IMG_8611 IMG_8612 IMG_8613 IMG_8615 IMG_8619 IMG_8623 IMG_8629 IMG_8631 IMG_8633 IMG_8636 IMG_8639 IMG_8641 IMG_8644

 

Njótið vel og gleðilegan 17.júní.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Föstudagspizzan að hætti Ingibjargar Rósu

Skrifa Innlegg