Uppáhalds hafragrauturinn: Uppskrift

HeilsaUppskriftirWorld Class

Mér finnst fátt betra en að byrja daginn á góðum hafragraut enda veitir hann mér góða fyllingu og orku inn í daginn.

Í uppáhaldi þessa dagana er súkkulaði-cookiedough-chia-hafragrautur – og já hann bragðast eins vel og hann hljómar, ég lofa!

Ég smellti nokkrum myndum í morgun þegar ég eldaði mér grautinn sem sýna allt sem þarf, step by step. Grauturinn er mjög einfaldur og fljótlegur í gerð en virkilega bragðgóður. Uppskriftin er fyrir eina skál og finnst mér best að blanda öllum þurrefnum saman í litlum potti, bæta svo vökvunum við og hræra í þar til grauturinn byrjar að bubbla. Ég læt hann ekki sjóða heldur helli strax í skál.

Ég er oft spurð um hvaða prótein ég nota en það er cookie dough whey prótein frá All Stars (fæst hér: https://www.worldclass.is/vefverslun/faedubotarefni/). Mér finnst það langbest á bragðið og blandast vel í grautinn!

Súkkulaði-cookiedough-chia-hafragrautur:

1 dl hafrar (ég nota grófa)
30 g whey prótein
1 msk chia fræ
1 dl Mylk súkkulaði (mjólkurlaus)
1 dl vatn

Njótið vel!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Workout – MYNDIR

ÆfingarLífiðNikeWorld Class

Við Helgi vorum í skemmtilegu verkefni saman þegar hann var á Íslandi um daginn (meira um það seinna) og eyddum dágóðum tíma saman í kringum það. Helga langaði til að koma með mér á æfingu en við ákváðum að skella okkur saman eftir að verkefnið var búið.

Við fórum eftir lokun í World Class og nýttum því tækifærið til að smella af nokkrum æfingamyndum. Mér finnst alltaf jafn gaman að fara á æfingu – setja góða tónlist á í salnum, svitna, hlæja, dansa, taka á því, zone-a út, spjalla … Einn stærsti parturinn af því að fara á æfingu finnst mér vera félagsskapurinn. Endorfín losnar út í líkamann og mér líður alltaf betur eftir æfingu sama hvort það hafi verið þung lyftingaræfing eða bara rúll og teygjur með vinkonunum.

Þarna líður mér best!

Myndir eftir Helga Ómars

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif