fbpx

RVKfit Training Event

ÆfingarNikeRVKfitWorld Class

LOKSINS! Við stelpurnar í RVKfit höfum síðustu vikur verið að undirbúa stóran viðburð í samstarfi með ótrúlega flottum fyrirtækjum sem ég er búin að bíða spennt eftir að geta deilt með ykkur.

Okkur hefur lengi langað að gera meira úr RVKfit “conceptinu” heldur en bara snapchat þar sem við erum alltaf bakvið skjáinn. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á að æfa með okkur og erum við alveg jafn spenntar fyrir því. Úr varð að við ætlum að halda tveggja klukkustunda Training Event þar sem við hitum upp saman, spjöllum og fáum okkur preworkout, tökum góða æfingu, borðum að henni lokinni, tökum myndir og höfum gaman. Allir fá ótrúlega flotta gjafapoka, salurinn verður hinn allra glæsilegasti og stemningin verður í hámarki! 

Komdu og æfðu með okkur: 18. febrúar kl. 12-14 World Class Kringlunni

RVKfit Training Event í samstarfi við Nike, World Class, NOW, Origo og Joe & the juice verður haldið sunnudaginn 18. febrúar í World Class Kringlunni (gengið er inn á neðri hæð hússins).

Viðburðurinn hefst klukkan 12 þar sem í boði verður pre workout frá NOW. Allir þátttakendur fá veglega gjafapoka og verða að auki dregnir út vinningar frá Nike, World Class, NOW, Origo og Joe & the Juice.

DJ JAY-O heldur uppi stemningunni á æfingunni og verða samlokur og djúsar frá Joe & the Juice í boði eftir hana.

Verð í forsölu er 3.900 kr. og verð við hurð er 4.900 kr. (takmarkað magn miða er í boði).

Aldurstakmark er 15 ára.

Skráningin er hafin á www.worldclass.is – Ég hlakka svo ótrúlega mikið til að æfa og eiga skemmtilegan dag með ykkur!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Fögnuður

Skrifa Innlegg