fbpx

DÓTTIR MÍN, ANDREA ALEXA

BörnInstagramPersónulegtVerona

Hæ, hæ, hæ!

Frá því ég skrifaði síðast hefur ansi margt gott á daga okkar drifið. Ekki bara það að Emil hafi verið seldur til Udinese að þá erum við einum dásemdar gullmolanum ríkari. Elskulega dóttir okkar hún Andrea Alexa kom í heiminn þann 23.febrúar, heilbrigð og hraust. Hún fæddist í Verona og hér búum við enn með annan fótinn því það er bara um tveggja klukkustunda akstur á milli Udine og Verona. Í ágúst munum við flytja okkur  yfir til Udine og kíkja svo yfir til Verona um helgar, enda ómögulegt að yfirgefa alveg borgina eftir öll þessi yndislegu ár.

9efd9382-b8f2-4c1f-8a08-c7f30be5beda

Það hafa afar fáir fjölskyldumeðlimir séð hana Andreu Alexu okkar í eigin persónu og því er ég dugleg að pósta myndum af henni ( og auðvitað Emanuel ) á instagram/asaregins. Auk þess eru þetta allt ómetanlegar minningar fyrir mig og Emil sem ég prenta út og set í fjölskyldualbúmin.

En sú mikla blessun og gæfa það er að fá að fæða og klæða, ala upp og njóta barnanna sinna ♥

NÝTT: SKUGGI ITALIAN BISTRO

ÍslandMaturNýtt

Hafa ekki allir gaman að því að heyra af nýjum, góðum og spennandi veitingastöðum ?

Skuggi Italian bistro opnar á föstudaginn á Skugga hótel á Hverfisgötunni í Reykjavík. Sá sem sér um eldhúsið/matseðilinn er hann Gunnar Már mágur minn sem þið þekkið örugglega mörg sem forsprakka LKL og HABS hér á landi. Hann er að sjálfsögðu metsölu-rithöfundur og kann sko aldeilis að gera góðan mat – eins og bækurnar hans hafa sýnt okkur í gegnum árin. Ég held því að margir hafi beðið eftir að hann myndi opna sinn eigin veitingastað og nú er það loks að verða að veruleika :-)

Frá og með föstudeginum getið þið kíkt til hans í súrdeigspizzu, fisk dagsins, salat, carbonara, já eða bara í klúbbsamloku – og drykk/apperitivo eftir vinnu.

 

12140144_1669335886646267_3125201621620283960_o12030308_1669335746646281_7368258821905204600_o12188089_1676331145946741_4554561408413990047_o12240328_1676330985946757_4673839054180257920_o 12265884_1679455242300998_7228819071431931380_o

12525415_533776773448296_2515084757953150110_o

 

 Matseðilinn samanstendur af casual ítölskum mat með bistro ívafi þannig allir ættu að geta fundið sér eitthvað mjög ljúffengt og gott.

Svo er umhverfið og stemningin líka svo smart og skemmtileg !

Sjáumst þar…

CIAO

BABY: SHOP

Börn

Eftir mjög busy jólamánuð og góð jól heima á Íslandi erum við komin aftur út til Verona – í rútínu. Undanfarna daga hef ég verið að losa mig við óþarfa dót, húsgögn og skrautmuni, henda úr skápum og skúffum og síðast en ekki síst, henda úr geymslunni. Það eru örugglega fleiri en ég sem fá svona brjálæðislegt þrifæði á meðgöngu en ég vil helst hafa ekki neitt hérna inni nema hvít rúm, hvít sængurver og hvít barnaföt. Allt hvítt og tómar skúffur.

Semsagt, undirbúningurinn fyrir baby er byrjaður en von er á barninu í kringum 20.febrúar. Ég á flest frá því Emanuel var lítill sem ég get notað ( enda allt hvítt ) en það er þó tvennt sem ég ætla að bæta við.

 

906533_740822552637353_9112721590666015772_o

1617123_692183194167956_881083325_o

 

Þetta litla hvíta rimlarúm ætla ég að kaupa og nota allra fyrstu mánuðina. Það er frá Hollenska húsgagnaframleiðandanum Kidsmill, sem gerir mjög vandaðar vörur.

.. og svo sá ég þetta Cocoonababynest frá Red Castle sem ég ætla að kaupa líka. Ég held það muni koma sér vel að hafa eitt svona hér frammi þegar ég verð að baka brauð og bakkelsi inni í eldhúsi ( svona eins og alvöru mömmur gera) í fæðingarorlofinu.

cocoonacover-white-collection--500x500-1

231946374alt5

cocobag-quilted-white_1-1

Og svo er þessi cocobag/svefnpoki alveg æði, kaupum hann líka.

X

 

PLAN DAGSINS..

BörnHeimiliÍslandPersónulegt

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum ( ekki heldur þeim sem búa á Ítalíu) að það er allt á kafi í snjó heima á klaka. Ég leyfi mér að fá smá heimþrá þegar ég sé allar snæviþöktu myndirnar og hugsa með hlýju til landsins sem er og verður alltaf besta og fallegasta land í heimi.

Emil er búinn að vera á hóteli með Hellas Verona núna í fimm daga og því reynir örlítið á hugmyndaflug móðurinnar að gera eitthvað sniðugt með syninum. Dagurinn byrjaði á fótboltaæfingu og svo núna eftir siestuna ætlum við að fara í jólaleiðangur og skreyta örlítið hérna heima. Ég hafði hugsað mér að kaupa svona lítið tré til að hafa á borðinu og leyfa honum síðan að velja það skraut sem hann vill setja á það. Það verður áskorun fyrir mig að skipta mér ekki að valinu en þetta tré fær að vera algjörlega hans, svo hans sköpunargleði fái að njóta sín og hann verði sem ánægðastur með útkomuna. Jólaspiladósir og seríur í gluggann eru líka á innkaupalistanum þannig við ættum að hafa nóg að gera.

 

cffd85dfd1361f707c4ff7ca1e28b96d

42c4dd4d0cd98aefd50f88543335c868

 

 

Til að gera enn meiri jólastemningu hjá okkur hafði ég hugsað mér að búa til “glimmerkonfekt smáhestsins” eins og Marta María vill kalla þær. Þetta er einfalt konfekt sem hentar sykurlausu foreldrunum ágætlega og sonurinn fær að dunda sér við að rúlla þeim uppúr kakóinu og skreyta með kökuskrauti = gæti ekki verið betra. Og að sjálfsögðu hlustum við á jólalög og kveikjum upp í arninum :-)

Jólin eru besti tími ársins……

Njótið dagsins og fegurðarinnar sem er allt um kring <3

HÚSIÐ: HANGANDI LOFTLJÓS OG FLEIRA

Undanfarna daga hef ég legið undir feldi og reynt að setja saman í huganum einhverja heildarmynd á innanstokksmunina í húsinu. Ég er með ákveðið moodboard í gangi sem ég reyni að fylgja en það er samt mjög auðvelt að detta útaf sporinu. Pælingin hjá mér og arkitektinum mínum ( segi ykkur síðar hvaða snillingur það er ) er að hafa húsið dökkt að utan, svart og dökkgrátt, en að innan mjög ljóst og léttleikandi – en leyfa húsgögnunum að brjóta ljósu stemninguna aðeins upp. Innréttingarnar eru allar hvítmattar, veggirnir eru mattir og það er sama ljósa gólfefnið á öllu húsinu ( líka inni í sturtunni ). Því mætti segja að húsið sé mjög “seamless” og ég fæ alveg stjörnur í augun þegar ég sé borðplötuna og baðinnréttinguna sem er úr möttu hvítu og seamless corian-efni. Vinnandi með þessa pælingu ákvað ég að ljósin myndu fylgja henni og þyrftu því að vera hvít og að sjálfsögðu mött .

Ég hef því ákveðið að fá mér hvítt Le Klint 195 donut ( stærri týpuna) yfir borðstofuborðið sem er svart/mjög dökkt og 2,75m langt. Síðan erum við með dökkbláa og gráa tóna í stofunni sem mun tengja þetta allt saman.

195_1_b

Yfir eyjuna í eldhúsinu sem snýr inn í stofu ákvað ég að fá mér Caravaggio P3 pentant ljósin. Áferðin er alveg mött og svo eru þau stílhrein og látlaus og munu hanga svona tvö saman. Þau eru ekki frek á athygli, en setja samt punktinn yfir i-ið.

8f3c270fedd31b0724705f3cbf59a51d

Ég hef áður keypt mér Caravaggio ljós en þið sjáið glitta í það hérna fyrir neðan í einni af íbúðunum okkar Emils í Reykjavík – en þetta er þó P2 sem er minna en P3 sem ég ætla að kaupa í húsið og þið sjáið hér að ofan.

10989414_10153297065194793_8146841709774206109_n-620x620

 Bæði þessi ljós fást í Epal, fyrir áhugasama.

Það er að mörgu að huga þegar maður er að byggja hús ( herre gud) og eitt af því eru gardínur. Ég hef aldrei áður keypt mér gardínur aðrar en rúllugardínur í svefnherbergi. En með hjálp snillinga verða gardínurnar hvít/gráar úr semi gegnsæu efni. Einhvernveginn svona – ná upp í loft og hleypa birtu og ljósi vel í gegn.

efeefb9dc20291443bd5ba2b6d7d9483

Vonandi hefur einhver gaman að svona pælingum með mér – og svo fer að styttast í fyrsta jólapóstinn !!

asaregins á Pinterest – HÉR

asaregins á facebook – HÉR

Eigið góðan dag og sjáumst :-)

FALLEGRI AUGABRÚNIR MEÐ BRYNDÍSI KRISTÓFERS

ÍslandMakeup

Ég er ein af þeim sem fer aldrei í litun og plokkun og vil hafa augabrúnirnar eins náttúrulegar og hægt er. Ég hef varla plokkað á mér augabrúninar í mörg ár og kann bara ágætlega við mig þannig. Þrátt fyrir það vil ég að sjálfsögðu hafa flottar augabrúnir og mér finnst þær skipta mjög miklu máli fyrir andlitið – og kannski þess vegna hleypi ég ekki ókunnugum í þær.

Í sumar heyrði ég af stelpu sem heitir Bryndís Kristófers. Sagan var sú að annar eins augabrúnasnillingur hefði ekki stigið á þessa jörð. Ég tók því með fyrirvara, kinkaði kolli og pældi ekki meira í því. Fyrr en ég þurfti að fara í myndatöku og hugsaði með mér að eitthvað þyrfti ég að gera til að lappa upp á trínið og ákvað því að tékka á þessari nafntoguðu Bryndísi.

unnamed-10

… og hér sjáum við hvernig ég leit út nokkrum klukkutímum síðar ! Sjáið hvað þessar augabrúnir eru fínar :-)

Bryndís lagaði augabrúnirnar fyrir mig og kenndi mér í leiðinni með frábærum og einföldum trixum að móta augabrúnirnar og ná betur fram þessu náttúrulega útliti sem ég vil hafa.

Bryndís lærði “að gera” augabrúnir í París og eru fyrrum international eyebrow expert h já Benefit, sem segir kannski allt sem segja þarf. Ef þið viljið læra af þeirri bestu að þá mæli ég með að skrá sig á eyebrow-masterclass námskeiðið sem hún í samvinnu við NOLA.is eru að halda helgina 14.-15.nóvember.

11241934_955361097854926_4747950276427862608_o

 Maður þarf ekkert að kunna, bara mæta, læra og hafa gaman.

HÚSIÐ: BORÐSTOFUSTÓLARNIR FRÁ NORR11

HeimiliHönnunInstagramÍsland

Hvernig líst ykkur á að hafa fastan lið á blogginu sem heitir Húsið: ? Þá deili ég með ykkur húsgagnapælingum og fleiru sem tengist nýja heimilinu á Íslandi. Krakkarnir hérna á Trendnet eru flest með fasta liði á blogginu, er þá ekki sniðugt að ég hafi eitthvað svipað í gangi líka ? :-)

Eftir langa leit og miklar pælingar hef ég loksins fundið stólana við nýja borðstofuborðið. Ég velti fyrir mér að taka Sjöurnar, Cherner stólana, Grand Prix en að lokum ákvað ég að taka Langue Avantgarde stólana frá Norr11. Þeir eru látlausir og minimalískir og það sem greip helst athyglina mína í upphafi var matta áferðin á þeim. Allt í nýja húsinu er mjög matt, hvort sem það eru gólfin, innréttingarnar eða veggirnir og því leitast ég við að hafa sömu stemningu í húsgögnunum ( fyrir utan sófann).

Ég valdi mér ljósgráu týpuna með króm fótum sem ég ætla að láta gera matta. Svörtu stólarnir með svörtu fótunum eru líka rosalega flottir og svo ef það hefði passa inn til mín hefði ég tekið einn með gullfótunum líka. Stykkið er á 44.900.-

 

 

unnamed-4


Norr11 er með skemmtilegan instagramleik í gangi. Ef þú átt húsgagn frá Norr11 biðja þeir þig um að taka mynd af því og pósta á instagram með hastaginu #norr11iceland. Ef þú hins vegar átt ekki húsgagn frá þeim en dauðlangar í Mammoth hægindastól að verðmæti 262.000 kr, gætiru kíkt til þeirra á Hverfisgötuna í Reykjavík og tekið mynd af einhverju sem þig langar í þar – já eða bara kíkt á heimasíðuna ( www.norr11.com), valið mynd og póstað henni. Sigurvegarinn fær að launum Mammoth stól með grænu áklæði og verður hann tilkynntur 17.nóvember nk. Gættu þess bara að vera með opið instagram svo þeir finni þig – og svo finnur þú þá undir nafninu norr11iceland ef þú vilt fylgjast með þeim þar.

VEL SNIÐNAR KAÐLAPEYSUR

FötHönnun

Fallega prjónaðar kaðlapeysur er í mínum huga klassík og margar eigum við líklegast eina eða tvær inni í skáp. Hingað til hafa þær þó örugglega flestar verið hálf sniðlausar eða oversize sem er í sjálfu sér gott og blessað – og mjög þægilegt og flott og gott á köldum vetrardögum. Á vafri mínu Pinterest tók ég eftir því að ég hafði pinnað nokkrar prjónaðar peysur sem allar höfðu það sameiginlegt að vera sérstaklega vel sniðnar og kannski aðeins aðþrengdari og styttri en ég er vön að sjá. Ég geri mér grein fyrir að þessar flíkur hér á myndunum eru meistaraverk en þar sem það er svo mikið af prjónameisturum heima langar mig að deila þessari hugmynd og myndum með ykkur. 

 

Mér þykir sérstaklega smart að sjá peysurnar paraðar saman við fínni neðri part, eins og pilsið og þröngu buxurnar og háu stígvélin – sem hentar íslensku veðurfari ágætlega. Ef ég væri ekki með tuttu og tveggja vikna kúlu framan á mér sem stækkar og dafnar með hverjum deginum væri ég búin að finna mér vel sniðna, stutta og fallega kaðlapeysu ( eða fá einhvern til að prjóna hana á mig ). Í staðinn skellum við henni bara á post-pregnancy innkaupalistann og strjúkum bumbunni í leiðinni :-)

HÚSIÐ: SÓFAKAUP

HeimiliHönnunÍslandNýtt

Hæhæ allir saman og góða kvöldið. Nú er það annað hvort að hætta að blogga eða hysja upp um sig buxurnar og halda áfram. Auðvelda og kannski augljósa leiðin er að hætta, en mér þykir gaman að deila fallegum myndum og hugmyndum og því langar mig ekki til þess. Vonandi finn ég neistann aftur og held áfram af krafti.

Það sem  hefur m.a átt hug minn allan síðustu mánuði er húsið okkar heima á Íslandi. Eftir margra mánaða púl og vinnu virðist sem það sé að taka á sig þá mynd að hægt sé að kalla heimili. Ég veit að margir lesendur mínir hafa gaman að heimilispælingum og því liggur beint við að deila með ykkur þeim húsgögnum sem ég er að velja þangað inn. Planið er að vera í húsinu um jólin og því keppist ég nú við að panta húsgögnin svo þau verði komin í tæka tíð.

Það fyrsta sem mig langar að skrifa um er sófinn sem ég er búinn að panta í stofuna. Þrátt fyrir miklar vangaveltur á Pinterest fór ég alveg hugmyndalaus í bæinn að leita að sófa. Ég fór á milli húsgagnaverslana og sá ekkert sem heillaði mig fyrr en ég kíkti í Módern í Kópavogi. Þar fann ég sófANN ( og margt fleira fallegt ) og get hreinlega ekki beðið eftir að fá hann afhentan – og liggja í honum með bumbuna upp í loftið yfir hátíðirnar.

 

8e303161ed98f96cf4258cbf7e5a40b1

 

Sófinn er frá merkinu Rolf Benz og heitir Areo. Formið er eins og þessi bleiki hér að ofan en efnið er úr mjög fallegu gráu flaueli sem mun passa vel við ljóst gólfið og hvítmatta eldhúsinnréttinguna. Hingað til hef ég lítið pælt í flaueli, en vá, það er fallegt! Til að gefa ykkur smá fílingin á sófanum fann ég nokkrar myndir á Pinterest en sófann ætla ég svo að para saman við staka stóla, og hef m.a pantað dökk, dökk bláan Svan frá Arne Jacobsen.

Ef þið eruð á Pinterest og viljið fylgja mér að þá finnið þið mig þar undir nafninu asaregins, eða með því að klikka hér.

MAGNEA X AURUM

BrúðkaupHönnunÍsland

Skartgripalínan MAGNEA x AURUM sem frumsýnd var á HönnunarMars í ár, er nú fáanleg í Aurum í Bankastræti. Línan er hönnuð af hönnuðum MAGNEA – Magneu Einarsdóttur og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur en þróuð og útfærð í samstarfi við Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur stofnanda Aurum og hennar teymi. Línan inniheldur þrjár litlar línur sem samanstanda af hringum, lokkum og menum og eru allir stílar fáanlegir í möttu silfri eða oxíderuðu.

Innblástur að línunni er sóttur í hugarheim fatamerkisins MAGNEA sem byggir á prjóni. Heimur þar sem útsaumsspor, sjálf prjónalykkjan og óhefðbundin efni fá að njóta sín. Yfirfærslan á þessum smáatriðum og hráefnum í málm er grunnurinn að línunni og stíllinn er sem fyrr – einfaldur með áherslu á smáatriði.

Myndir: Kári Sverriss 
Makeup og hár: Guðbjörg Huldís
Módel: Sigrún Hrefna / Eskimo

Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar flott fyrirtæki taka höndum saman og ég tala nú ekki um ef um íslenska starfsemi er að ræða. Skartgripalínan er því frábær og falleg útskriftargjöf en verðinu hefur einnig verið stillt í hóf og kostar línan frá 7.000 – 17.000 krónur.