10 TRYLLT LJÓS

HönnunVerslað

Ljós og lampar eru skartgripir heimilisins – og eru einnig eitt það skemmtilegasta sem ég safna fyrir utan stólana mína. Ég á mér ekkert eitt uppáhalds ljós enda alveg ómögulegt að gera upp á milli þeirra allra enda úrvalið ótrúlega gott. Ný ljós bætast reglulega við óskalistann minn og gæti ég gert svona topp 10 lista vikulega. Hér eru 10 tryllt ljós í öllum mögulegum gerðum og fyrir hvaða rými sem er – veldu nú það sem þér þykir best!

//1. Kúluljós frá Hübsch – Línan. //2. Futura frá Ebb&Flow – Dúka. //3. Vertigo eftir Constanse Guisset. //4. Veggljós frá Design By Us – Snúran. //5. Semi frá Gubi – sérpöntun Epal. //6. 265 eftir Paolo Rizatto frá Flos – Lumex. //7. Töff vegglampi – Byko. //8. Leimu lampi frá Iittala – Iittala verslunin. //9. Borðlampi frá Ebb&Flow – Dúka. //10. Veggljós frá Design by Us – Snúran. //

Þið megið síðan alltaf láta mig vita ef það eru óskir varðandi svona topp 10 færslur:)

HÚSIÐ: HANGANDI LOFTLJÓS OG FLEIRA

Undanfarna daga hef ég legið undir feldi og reynt að setja saman í huganum einhverja heildarmynd á innanstokksmunina í húsinu. Ég er með ákveðið moodboard í gangi sem ég reyni að fylgja en það er samt mjög auðvelt að detta útaf sporinu. Pælingin hjá mér og arkitektinum mínum ( segi ykkur síðar hvaða snillingur það er ) er að hafa húsið dökkt að utan, svart og dökkgrátt, en að innan mjög ljóst og léttleikandi – en leyfa húsgögnunum að brjóta ljósu stemninguna aðeins upp. Innréttingarnar eru allar hvítmattar, veggirnir eru mattir og það er sama ljósa gólfefnið á öllu húsinu ( líka inni í sturtunni ). Því mætti segja að húsið sé mjög “seamless” og ég fæ alveg stjörnur í augun þegar ég sé borðplötuna og baðinnréttinguna sem er úr möttu hvítu og seamless corian-efni. Vinnandi með þessa pælingu ákvað ég að ljósin myndu fylgja henni og þyrftu því að vera hvít og að sjálfsögðu mött .

Ég hef því ákveðið að fá mér hvítt Le Klint 195 donut ( stærri týpuna) yfir borðstofuborðið sem er svart/mjög dökkt og 2,75m langt. Síðan erum við með dökkbláa og gráa tóna í stofunni sem mun tengja þetta allt saman.

195_1_b

Yfir eyjuna í eldhúsinu sem snýr inn í stofu ákvað ég að fá mér Caravaggio P3 pentant ljósin. Áferðin er alveg mött og svo eru þau stílhrein og látlaus og munu hanga svona tvö saman. Þau eru ekki frek á athygli, en setja samt punktinn yfir i-ið.

8f3c270fedd31b0724705f3cbf59a51d

Ég hef áður keypt mér Caravaggio ljós en þið sjáið glitta í það hérna fyrir neðan í einni af íbúðunum okkar Emils í Reykjavík – en þetta er þó P2 sem er minna en P3 sem ég ætla að kaupa í húsið og þið sjáið hér að ofan.

10989414_10153297065194793_8146841709774206109_n-620x620

 Bæði þessi ljós fást í Epal, fyrir áhugasama.

Það er að mörgu að huga þegar maður er að byggja hús ( herre gud) og eitt af því eru gardínur. Ég hef aldrei áður keypt mér gardínur aðrar en rúllugardínur í svefnherbergi. En með hjálp snillinga verða gardínurnar hvít/gráar úr semi gegnsæu efni. Einhvernveginn svona – ná upp í loft og hleypa birtu og ljósi vel í gegn.

efeefb9dc20291443bd5ba2b6d7d9483

Vonandi hefur einhver gaman að svona pælingum með mér – og svo fer að styttast í fyrsta jólapóstinn !!

asaregins á Pinterest – HÉR

asaregins á facebook – HÉR

Eigið góðan dag og sjáumst :-)

SVANA GOOGLE VOL.1

HönnunRáð fyrir heimilið

Það mætti stundum halda að Google væri mitt annað nafn, en ég hef oft ekki undan að svara fyrirspurnum varðandi hönnun og heimili frá fólki í kringum mig. Það eru eflaust ekki margir vinir mínir eftir sem hafa aldrei leitað til mín með spurningar hvaðan hitt og þetta er, eftir hvern það er, og svo mætti endalaust áfram telja. Ég hef haft mjög gaman af því að aðstoða og veita fólki upplýsingar, en stundum eru spurningarnar tímafrekar og því hef ég ekki náð á síðustu mánuðum að svara öllum vegna anna, þá eru það kannski ítarlegar spurningar um hönnunarnám og annað, en oft eru þetta líka spurningar sem auðveldlega má finna svar við á Google. Ég nota mikið Google image search, en þar hleður þú inn mynd úr tölvunni og færð þá oft niðurstöður hvaðan myndin er og jafnvel hver hannaði vöruna sem finna má á myndinni. En svo eðlilega hefur sitthvað síast inn í höfuðið á mér eftir að hafa legið yfir hönnunarbókum, blöðum og vefsíðum síðustu árin, sem betur fer myndi ég nú segja. Hér að neðan er svar við nýlegri spurningu varðandi eftir hvern hönnunin er, þið hafið eflaust flest rekist á þetta ljós í tímaritum eða á bloggsíðum enda afar vinsæl hönnun um þessar mundir.

Hönnunin sem um ræðir er Koushi ljósið, sem er einfalt og handgert ljós sem ameríski ljósmyndarinn Mark Eden Schooley hannaði.

img1

En síðan er það Z1 ljósið sem Mark Eden Schooley hannaði einnig ásamt Nelson Sepulveda, það er ekki svo ólíkt Koushi ljósinu í stíl þó að þetta sé örlítið fínlegra og höfðar því til fleiri.

img2

Koushi ljósið hefur verið sérstaklega vinsælt sem heimaföndur enda sést langar leiðir að það sé handgert, hér má jafnvel sjá DIY leiðbeiningar á vefsíðu Remodelista. Bæði ljósin fást í sænsku versluninni Artelleriet sjá hér fyrir áhugasama.

Ef þú ert með spurningu sem varðar hönnun og heimili þá er Svana Google með svarið;) Þó vil ég taka fram að þó að áhugasvið mitt nái yfir flest sem tengist hönnun þá er ég ekki sérfróð þegar kemur að vintage hlutum og antíkmunum. En það sem er í gangi í dag… þar erum við að tala saman!

Ertu svo búin/n að smella á facebooksíðu Svart á hvítu… stefnan er sett á 10.000 like og þá verður skemmtilegur gjafaleikur! Og ef þú hefur einhverntíman þurft að leita til mín með spurningu um hönnun og heimili þá á ég nú inni hjá þér að þú smellir á like hnappinn við þessa færslu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HREIÐURGERÐ: LJÓSIÐ UPP

HönnunPersónulegt

Ég bauð pabba í heimsókn fyrr í kvöld til að hengja upp og tengja ljósið í svefnherberginu. Hann þurfti bara nokkrar megaviku-pizzusneiðar í laun en það er ekki mikið fyrir svona góða og snögga þjónustu:)

Screen Shot 2014-08-25 at 7.44.07 PM

P.s. þarna sést í fína nýja Pia Wallén rúmteppið mitt frá Snúrunni:) Það á þó skilið sérfærslu sem kemur inn fljótt!

Icarus ljósið keypti ég í París fyrir nokkrum árum síðan, það hefur aldrei fengist á Íslandi en þó er hægt að versla það á netinu fyrir áhugasama:) Ég er alltaf jafn skotin í því, en það er hannað af hollenska hönnuðinum Tord Boontje.

icarus-pendant-lightÞað kostar um 13 þúsund krónur fyrir utan sendingarkostnað og t.d. hægt að kaupa -hér-.

P.s. er búin að vera óvenjulega virk á Instagram, þið finnið mig -hér- ef þið viljið fylgjast með:)

-Svana

LJÓS FYRIR RÓMANTÍKUSA

HönnunKlassík

Hafið þið íhugað hversu fallegt þetta ljós er?

2e459635fea9c95b7ec2709237cd9f5e 5e7881f21b5ae4148dbdedd004717288

26af59cbcbf4fead0f7b8dfd1f75ab5d
Zettel’z 5 eftir meistara Ingo Maurer, konung ljósahönnunar.

Hannað árið 1997 og kemur það með 31 prentuðum og 49 tómum japönskum pappírsmiðum. Hægt er að halda áfram með rómantíska þemað og bæta við nokkrum ástarljóðum! Þetta ljós er algjör draumur yfir borðstofuborðið t.d.

Ég veit það eru skiptar skoðanir með þetta ljós, en mér finnst það vera ótrúlega fallegt.

Þess má geta að miðinn á efri myndinni af einhverskonar fisk og hjarta hefur verið bætt við af eiganda haha:)

 

 

DIY : KÖRFULJÓS

DIYFyrir heimilið

Sænski bloggarinn Annaleena kom af stað vissu trendi fyrir ekki svo löngu síðan, en þá nýtti hún bastkörfu frá Tine K sem borðstofuljós, en Tine K framleiða einmitt svona körfuljós í dag eftir vinsældir DIY-körfuljóssins. Í dag rakst ég á að svipaðar körfur fást núna í Ikea og heita þær Höjdare, og henta eflaust vel í svona ljós -það þyrfi þó helst að fara fyrst yfir þær með spreybrúsa!korglampa2 korglampa3

 

66b918ebe148d87225ccb0c1524b7f6d

Hægt að skoða körfurnar betur hér.

:)