fbpx

HREIÐURGERÐ: LJÓSIÐ UPP

HönnunPersónulegt

Ég bauð pabba í heimsókn fyrr í kvöld til að hengja upp og tengja ljósið í svefnherberginu. Hann þurfti bara nokkrar megaviku-pizzusneiðar í laun en það er ekki mikið fyrir svona góða og snögga þjónustu:)

Screen Shot 2014-08-25 at 7.44.07 PM

P.s. þarna sést í fína nýja Pia Wallén rúmteppið mitt frá Snúrunni:) Það á þó skilið sérfærslu sem kemur inn fljótt!

Icarus ljósið keypti ég í París fyrir nokkrum árum síðan, það hefur aldrei fengist á Íslandi en þó er hægt að versla það á netinu fyrir áhugasama:) Ég er alltaf jafn skotin í því, en það er hannað af hollenska hönnuðinum Tord Boontje.

icarus-pendant-lightÞað kostar um 13 þúsund krónur fyrir utan sendingarkostnað og t.d. hægt að kaupa -hér-.

P.s. er búin að vera óvenjulega virk á Instagram, þið finnið mig -hér- ef þið viljið fylgjast með:)

-Svana

VERK DAGSINS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    25. August 2014

    Það er fátt betra en kósý svefnherbergisljós :)

  2. Reykjavík Fashion Journal

    25. August 2014

    Rosalega rómantískt og fallegt ljós – pörfekt í svefnherbergi:) Þetta rúmteppi er einmitt á innkaupalista næstu viku þegar innflutningarnir eri afstaðnir ;)