fbpx

TREND // PAPPÍRSLJÓS

Fyrir heimiliðHönnun

Pappírsljós njóta mikilla vinsælda um þessar mundir ásamt ljósum úr svokölluðu Cocoon efni (hýði) sem er tækni þar sem þráðum af plasti í vökvaformi og jafnvel pappírstrefjum er spreyjað á stálgrind og útkoman eru ótrúlega glæsilegir ljósaskermar sem gefa milda birtu frá sér. Ljósin eru hvít og hleypa ljósi í gegn og mætti því auðveldlega halda að þau væru úr pappír. Tæknin sjálf er frá árinu 1962 og er í raun grunnurinn af stofnun Flos – einu þekktasta ljósafyrirtæki í heiminum í dag.

Mörg af fremstu hönnunarmerkjum Skandinavíu bjóða í dag upp á einhverskonar ljós með þessu pappírs ívafi, sum hver mjög einföld og á ótrúlega góðu verði t.d. um 3.500 kr (HAY) allt til 180.000 kr. (Normann Cph / Phantom) sem er þá gert er með Cocoon spreytækninni.

Ég tók saman nokkur ljós í þessu “pappírs” þema til að sýna ykkur hvað úrvalið er gott. Nokkur þeirra sem eru mjög ofarlega á óskalistanum mínum, en ég er einmitt með augun opin fyrir fallegu ljósi í svefnherbergið og þá er gott að hafa ljós með mildri birtu.

Vipp paper shade / Epal

Formakami pappírsljós frá &tradition / Epal

Akari pappírsljós frá Vitra. Penninn

Phantom ljós – Normann Copenhagen / Epal

Strand ljós frá Muuto

Viscontea frá Flos. / Lumex

Lamella frá Le Klint / Epal

Bubble lamp, HAY & Hermann Miller.

Rice paper light frá HAY. Það ódýrasta af þessum öllum. / Epal

Ellipse frá Watt & Weke vissulega ekki pappírsljós en í sama anda. Langar dálítið í þetta í svefnherbergið / Dimm

Moustache ljós eftir Ingu Sempé. / Haf store. Ég var viss um að þessi væru úr pappír, en þau eru úr plasttrefjaefni sem kallast Tyvek.

Gatto lampi frá Flos / Lumex

Falleg ekki satt? Hvert er þitt uppáhalds ljós hér að ofan?

GERÐU SVEFNHERBERGIÐ ÞITT JAFN KÓSÝ OG Á HÓTELI

Skrifa Innlegg