TALIÐ NIÐUR : IKEA X HAY

Ikea

Það eru aðeins nokkrir dagar í það að samstarf Ikea og HAY verði frumsýnt en 5. október er dagurinn! Ef þið eruð með augun á ákveðnum hlutum þá mæli ég með því að mæta tímalega til að tryggja ykkur það sem ykkur langar í, ef ég væri á landinu á fimmtudaginn 5. október þá yrði ég sú fyrsta til að mæta. Ég held sérstaklega mikið upp á bæði hönnunarfyrirtækin og á ýmislegt frá báðum aðilum og varð yfir mig glöð þegar ég fyrst frétti af þessu samstarfi. Ikea x Hay línan inniheldur glæsilegt úrval af vörum, stærri húsgögn, sófar og stofuborð ásamt skrautmunum og þar má einnig nefna klassíska Ikea pokann í nýjum litum.

“Þó að IKEA og HAY starfa innan sama geira, snérist samstarfið ekki um að sameina tvo andstæðinga, heldur nýta sköpunargáfu og reynslu í sterku samstarfi. IKEA er með yfirgripsmikla þekkingu á framleiðslu, en HAY hefur ástríðu fyrir hönnun og YPPERLIG er niðurstaða þessarar samvinnu. Þegar vandamál komu upp á meðan samstarfinu stóð voru þau leyst á fljótlegan og auðveldan hátt – og í anda IKEA átti það sér iðulega stað á verksmiðjugólfinu. Í gegnum ferlið voru fyrirtækin tvö stöðugt að ögra hvort öðru, stöðugt að fínpússa hverja vöru þar til báðir aðilar voru ánægðir. Niðurstaðan er vörulína full af stílhreinum hversdagsvörum hönnuðum til að vera notaðar og elskaðar ár eftir ár.”

  

    

Myndir: Ikea og Livet Hemma 

Þetta samstarf er algjör draumur og heldur betur biðarinnar virði. Sófinn á síðustu myndinni kemur vissulega ekki á næstu mánuðum en hann varð að fá að fylgja með enda algjör meistarasmíði. Ég er með augun á nokkrum hlutum, og er spennt að sjá hvort eitthvað verði eftir þegar ég kem aftur heim úr ferðalaginu. Ég krossa fingur x

HAY X IKEA : FYRSTU FRÉTTIR

Hönnun

Ypperlig heitir línan sem er afrakstur samstarfs HAY og Ikea og verður frumsýnd í október. Ég hef beðið mjög spennt eftir þessu samstarfi því um er að ræða mín uppáhaldsmerki + verslun. Um er að ræða fallega línu af húsgögnum og smáhlutum í mínimalískum stíl, sófi, hillur, kertastjakar og fleira. Hillurnar vekja athygli mína en þær minna mjög á vinsælu Woody hillurnar frá HAY en verða þá núna líklega á lægra verði…

Þetta er aðeins brot af línunni hér að ofan, ég er mjög spennt fyrir framhaldinu! Hvernig lýst ykkur á?

Barstólarnir mínir: About a stool

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITTHÚSGÖGN

Þegar við tókum eldhúsið (og allt hitt) í gegn fóru miklar pælinar í gang um hvernig eldhúsrýmið ætti að vera. Við vildum stórt eldhús – nóg af skápaplássi – mikið flæði og nægt vinnupláss sem þýddi bara eitt: stór eyja. Við felldum niður vegg í eldhúsinu og inn í borðstofurýmið. Í borðstofurýminu stendur nú eyja sem er alveg ótrúlega stór (204×110) og satt að segja í miklu uppáhaldi. Ég var alveg staðráðin í því hvaða barstóla ég myndi fá mér við eyjuna.. sérstaklega eftir að ég sá þá heima hjá vinkonu minni. Þeir eru nefnilega margfalt flottari í heimahúsi en í sýningarrýminu í Epal. Ég sýndi stólana á snapchat þegar ég sótti þá – sem er reyndar frekar langt síðan.. og þar fékk ég nokkrar fyrirspurnir. Æskuvinkona mín var svo hrifin af þeim að hún fór og keypti nokkra við sína eyju.

Ég ætla ekkert að spara það en ég er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað keypt betri barstóla. Ég verð að taka saman nokkra kosti þeirra:

Þægilegir
Léttir (mikill kostur fyrir barstól)

Auðvelt að þrífa þá
Fæturnir eru ekki úr stáli/króm (mér finnst sjást svo vel á því)
Einfaldir í útliti og stílhreinir
Taka ekki mikið pláss
Það er hægt að ýta þeim undir borðplötuna (ef mig vantar plássið)
Þeir njóta sín þegar þeir eru dregnir út (ég vil hafa þá útdregna því þeir eru svo fallegir :)
Stöðugir.. þeir haggast hreinlega ekki á gólfinu. 
Tímalausir & gæjalegir… jebb, ég mun eiga þá forever.
Ekki of plássfrekir á athygli en setja samt punktinn yfir i-ið.

screen-shot-2017-03-12-at-11-51-07-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-15-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-05-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-46-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-31-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-50-22-amscreen-shot-2017-03-12-at-11-51-49-am

screen-shot-2017-03-13-at-1-32-01-pm

Ég ætlaði að vera búin að skrifa þessa færslu fyrir einhverju síðan en þar sem eyjan var ekki tilbúin þá fannst mér alveg ómögulegt að taka myndir með hálftilbúna innréttingu. Það þarf nefnilega alltaf eitthvað að fara úrskeiðis, allar hliðarnar á eyjunni komu í vitlausum málum og því þurfti allt heila klabbið að fara aftur til smiðsins.

Finnst ykkur þeir ekki sjúúúklega flottir? Þeir heita About a Stool og eru frá HAY. Ef ykkur langar að skoða stólana þá eru þeir á efri hæðinni í Epal Skeifunni. Færslan er unnin í samstarfi við Epal.

karenlind1

VERSLAÐ Í KÖBEN: HUGMYNDIR

HönnunVerslunarborgin

Ég tel niður dagana þangað til að ég kemst í mína langþráðu Kaupmannahafnar ferð, ég ákvað reyndar að kíkja aðeins í stutt helgarstopp og fara svo þaðan yfir til Stokkhólms á hönnunarvikuna. Tvær af mínum uppáhalds vinkonum búa í Köben og Stokkhólmi og verður þetta því alvöru vinkonuferð, eitthvað sem ég mætti gera svo miklu meira af. Ég bókaði mig reyndar aðeins út með handfarangur svo ég geri ekki ráð fyrir að versla mikið og ég fæ mögulega að sjá eftir því ef ég rekst á margar gersemar. Mig langar dálítið til þess að heimsækja nokkrar hönnunarverslanir ásamt því að ofarlega á listanum er að kíkja á góðan loppumarkað. Ef þið lumið á tipsum hvar bestu markaðina er að finna þá endilega skiljið eftir línu!

Hér eru topp 3 verslanirnar sem ég get ekki beðið eftir að heimsækja!

Normann Copenhagen

Flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn var nýlega endurhönnuð og er útkoman mögulega ein fallegasta verslun í heiminum. Normann Copenhagen er eitt fremsta hönnunarmerki dana og er verslunin skylduheimsókn fyrir hönnunaráhugafólk. Húmor, litagleði og ferskar hugmyndir einkenna vöruúrval Normann Copenhagen sem inniheldur ýmsar smávörur fyrir heimilið ásamt húsgögnum.

Østerbrogade 70, 2100 København

norman-copenhagen-flagship-store-denmark-showroom_dezeen_2364_ss_1-852x609

Hay House

Eitt af mínum allra uppáhalds vörumerkjum fyrir heimilið er hið danska HAY, en þrátt fyrir það hefur mér ekki enn tekist að heimsækja stoltið þeirra – HAY á Strikinu. Staðsett í hjarta Kaupmannahafnar þá ætti Hay flaggskipsverslunin ekki að fara framhjá neinum. Hay er eitt vinsælasta innanhússhönnunarmerkið í dag og er þekkt fyrir litríka og fallega fylgihluti og húsgögn fyrir heimilið.

Østergade 61, 1100 København K

3

Stilleben

Lítil hönnunarverslun staðsett á hliðargötu frá Strikinu sem stofnuð var af hönnuðum Omaggio vasanna frægu og því má gera ráð fyrir smekklegu úrvali í versluninni. Hér má finna einstakt úrval af hönnunarvörum, skarti, prentverkum og keramík. Ég held að þessi verslun muni hitta mig beint í hjartastað.

Niels Hemmingsensgade 3, 1153 København K

stilleben

Ég óska einnig eftir hinum ýmsu Kaupmannahafnar tipsum! Hvað er möst do í Kóngsins Köben? Janfvel líka í Stokkhólmi ef út í það er farið:)

svartahvitu-snapp2-1

HEIMILI FULLT AF HÖNNUN

Heimili

Hér má sjá heimili sem er pakkað af öllu því sem skandinavískur stíll stendur fyrir, stílhreint, bjart og með fallega hönnun í hverju horni. Hay, Ferm Living, Ikea og Muuto svo fáein séu nefnd, þarna má einnig finna íslenska hönnun, Notknot púðann sjálfan sem framleiddur er af Design House Stockholm fyrir erlendan markað og er alltaf jafn fallegur. Mögulega dálítið eins og sýningarrými í vel uppstilltri verslun en þetta heimili var einmitt stíliserað fyrir fasteignasöluna Bjurfors. Í slíkum tilfellum fer ég meira að skoða hlutina en heildina og þarna rek ég augun í fallega stundarglasið frá Hay ásamt ballerínu myndinni eftir ljósmyndarann Vanessu Paxton, sjá hér. Ein góð vinkona mín er með þá mynd upp á vegg hjá sér og ég dáist alltaf af henni svo falleg.

a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-02 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-03 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-04 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-05 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-06 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-07 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-08 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-10 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-11 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-12
Myndir via Bjurfors

skrift2

IKEA Í SAMSTARF VIÐ HAY & TOM DIXON!

HönnunIkea

Risa fréttir úr hönnunarheiminum! Ikea tilkynnti fyrr í dag um samstarf þess við bæði HAY og Tom Dixon og á fyrri línan að koma í verslanir í ágúst 2017 (Hay) og seinni línan (Tom Dixon) kemur út í janúar/febrúar 2018. Mjög löng bið en hún verður pottþétt þess virði:) Ég er ekki frá því að þarna sé á ferð nokkur af mínum allra uppáhaldsmerkjum og á ég því von á æðislegri útkomu frá þessum samstörfum, annað er hreinlega ekki hægt. Eitt af nýjustu samstörfunum hjá Ikea er annars Sinnerlig línan frá Ilse Crawford sem heppnaðist einstaklega vel að mínu mati. Það er frábær þróun að fylgjast með öllum þessum spennandi samstörfum hjá hönnunarmerkjum í dag, hvort sem það sé H&M eða IKEA það er alveg sama hversu stór þú ert eða frægur, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt af öðrum:)

tom-dixon-hay-ikea

02_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon 05_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon

Ég er ofur spennt! En þið?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

KVENLEGT HEIMILI MEÐ BLEIKU & BLÁU

EldhúsHeimili

Í byrjun þessa árs þá fór ég yfir nokkra liði í heimilisbókhaldinu og þurfti að finna út hvar ég gæti mögulega sparað smá pening, og viti menn ég ákvað að hætta að kaupa svona mörg tímarit! Ég má kannski ekki skrifa svona þar sem að ég vinn meðal annars við það að skrifa í tímarit, en þegar ég var farin að drösslast heim með nokkur í hverjum mánuði og með meter háa bunka af tímaritum hér í stofunni þá má alveg endurskoða hlutina. Það vill nefnilega til að mín uppáhalds innanhússtímarit sem ég var að eyða mestum pening í halda öll úti öflugum vefmiðlum þar sem innlitin birtast einnig flest og ég er dugleg að fylgjast með þeim þar ásamt því að ég elska að setjast á bókakaffi og fletta í gegnum blöðin. Eitt af uppáhalds þessa stundina er þetta hér að neðan, ofboðslega skemmtileg íbúð og mjög flott notkun á litum á heimilinu, bæði í litum á veggjum og í skrautmunum. Það kemur ekki á óvart að þarna má finna frábært safn af fallegri hönnun en húsráðandinn er markaðsstjóri hjá danska hönnunarfyrirtækinu &tradition sem er eldheitt um þessar mundir.

traegulv-spisestue-kokken-CZ5bT_VxoH3ISbX0mim4ng

glas-pendler-farver-design-by-us-qGBKDypRXQEnPqJRAB45YQ

Ljósin eru æðisleg og eru þau frá Design by us

opbevaring-stue-reolsystem-raekkehus-6G5ze9Z9PlfULFt8ztTX0Q

Mini Svanur og mini Egg eiga sinn stað á þessu heimili, Montana hillan að sjálfsögðu í bláu og ólíklega búið að krota á þessa….

kokken-flisevaeg-vitrineskab-xcRh_nuGP5GkWUVa7k0HiQ

Bleiki stóllinn er eftir uppáhalds Jamie Hayon fyrir &tradition….

kokken-fliser-stilleben-kryderier-olier-u053PB1eYhluJQlOwFTiDw

Smá safn af Royal Copenhagen stelli er draumur margra…

indretning-tallerken-vaeg-kunst-6CeosWRzld9fOT8odwJDxg hylde-hay-kobber-indretning-raekkehus-daAl5VUz7B9NVKz_BcdjtQ

Mjög skemmtileg horn-vegghillan frá HAY

raekkehus-makeover-diy-XsU9JLqBymi7WQCoESrcUw

Borðin eru bæði frá &tradition ásamt stólunum og ljósunum, neon litaði kollurinn er frá Tom Dixon

hjemmekontor-feminin-lyserod-indrening-raekkehus-wbaPqFf_8w6T5NIQYzk3sg

Eigum við að ræða þetta gólf? ♡

sovevaerelse-bla-vaeg-kunst-m_sZFNA669_IbVxekC2AEQ fjer-wall-stickers-ferm-HKUIdDU5Ejm-tQpR_DqfRQsovevaerelse-bla-hotel-stil-4HUzVm-jVoo9PS03n-rrlA

Það kemur vel út að mála hilluna í sama lit og vegginn… reyndar frekar áhugavert að velja líka alla aukahluti í sömu litatónum en útkoman er æðisleg.

sovevaerelse-spejl-indretning-aEJWfo4_SY6TMtweKLwjiA

// Myndir via Bolig Magasinet 

Íbúðin er björt og lífleg, litapallettan smellpassar saman og kemur virkilega vel út að nota þrjá ólíka tóna af bláa litnum í stað þess að vera bara með sama litinn. Mér sýnist þetta vera sömu litirnir og á flísunum í eldhúsinu sem er mjög góð hugmynd, þetta tónar allt svo vel saman við bleiku litina. Klárlega draumaheimili og kemur varla á óvart að það birtist í danska tímaritinu Bolig Magasinet sem er eitt allra uppáhalds og er yfirleitt með frekar kvenleg heimili sem hitta alveg beint í mark hjá mér.

Vonandi verður dagurinn ykkar frábær! Gleðilegt sumar:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BLÓM GERA ALLT BETRA

HeimiliPersónulegtStofa

Ég keypti mér svo fallegan blómvönd í gær að það var ekki annað hægt en að taka myndir hér heima í dag enda færa blóm svo mikið líf inn á heimilið, blómvöndinn fann ég nú bara í minni venjulegu búðarferð við hliðina á grænmetisrekkanum á ofsa góðum prís svo ég gat ekki annað en kippt honum með. Ég er ekki frá því að blómvöndurinn hafi haft aldeilis góð áhrif því ég var farin að taka til í skúffum og í öllum krókum og kimum í lok dagsins, ég þarf greinilega oftar að kaupa mér blómvönd:) Myndirnar birti ég á Instagram síðunni minn @svana_ sem ykkur er velkomið að fylgjast með.
12948431_10154732759968332_347187811_o 12986523_10154732759478332_536133789_o

Plakat: Scintilla, Blómavasi: Finnsdóttir, Púðar: Hay og Further North.

Það sem að ég er skotin í þessum fallegu blómum ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

UPPÁHALDS BLEIKIR HLUTIR

Fyrir heimiliðPersónulegtUppáhalds

Ég er eldheit talskona bleika litsins en það er eitthvað við þennan guðdómlega lit sem færir heimilið hreinlega upp á annað plan og gefur því svo mikla gleði. Það að bleikur sé litur ársins 2016 breytir auðvitað engu fyrir mig, ég hef alltaf vitað og viðurkennt að þetta sé geggjaður litur. Núna hefur verið skrifað í dagbókina mína undanfarna daga að mála forstofuna bleika svo það hlýtur að fara að styttast í að það gerist eða svona þegar heilsan á heimilinu skánar. Ég ákvað að taka saman nokkra af mínum uppáhalds bleiku hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin og mikið sem þessi mynd er hrikalega djúsí og lífleg sem sannar enn og aftur að það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta smá bleikum í líf sitt!

bleikt2

1. PH5 ljósið mitt er ekki alveg bleikt en þó er innri partur þess bleikur og sést liturinn frá mörgum sjónarhornum og gefur ljósinu mikinn karakter. // 2. Ég eignaðist mitt Scintilla plakat fyrir um 5 árum síðan en þá voru þau aðeins prentuð í 11 eintökum og merkið splunkunýtt. Eftir að hafa fengið óteljandi fyrirspurnir um plakatið var það sett í breyttri útgáfu aftur í framleiðslu og er því núna hægt að versla hjá Scintilla. -Myndin er tekin á gamla heimilinu okkar. // 3. HAY dots púðinn minn er líka uppáhalds, það er þó ekki gott að kúra með hann en fallegur er hann þó. Fyrir áhugasama þá heyrði ég að verið sé að hætta að framleiða Dots púðana og því um að gera að næla sér í einn ef það er annars á planinu. // 4. HAY dots bleikur dúkur var alveg lífsnauðsynlegur fyrir nokkru síðan að mínu mati. Hann lífgar við öll matarboð og er bara alveg hrikalega fallegur, klárlega einn uppáhalds hluturinn minn. // 5. Einn uppáhaldshönnuðurinn minn Hella Jongerius hannaði þennan vasa fyrir Ikea Ps fyrir nokkrum árum síðan og mikið sem ég vona að hann brotni aldrei því hann er ófáanlegur í dag og algjört uppáhald. // 6. Mín allra uppáhalds rúmföt eru þessi hér frá HAY sem er augljóslega líka eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum. Ég hef þvegið þau mjög oft og alltaf haldast þau jafn litrík og mjúk. // Þessi listi er ekki tæmandi og vantar þónokkra bleika hluti sem skreyta heimilið. Framtíðardraumurinn væri að eiga tvo fölbleika Svani en við skulum ræða það betur seinna!

Team bleikur alla leið…. eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Á ÓSKALISTANUM

ÓSKALISTINN

English below

Eftir að hafa verið í Rotterdam í nokkra mánuði með sirka 1/4 af fataskápnum var fyndið að koma heim og sjá föt sem ég skildi eftir. Það eru örfáar flíkur sem ég saknaði meðan ég var úti, en restina er ég tilbúin til að losa mig við. Með því að losa sig við hluti fer mann ósjálfrátt að langa í nýja, og ætli það sé ekki í eðli margra. Ég er þó dugleg að skoða og pæla áður en ég tek upp kortið og panta mér nýja hluti, svo ég sé alveg viss um að mig langi alveg svakalega í það sem ég kaupi.

Þessir hlutir eru á óskalistanum mínum núna.

ol2

1. WOOD WOOD Tabby Jacket

2. SOULLAND beanie

3. Y-3 Qasa Elle Lace

4. CARHARTT X’ Riot Pant II

5. HAY Mirror Mirror

After living in Rotterdam for a while with only about 1/4 of my clothes, it was quite funny to come home to all the clothes I left behind. There are only a few garments I really missed while I was abroad, the rest I’m ready to let go. By giving or selling old clothes, I automatically start wanting something new. I guess I’m not the only one who get’s that feeling.  I usually spend some time looking at clothes and considering if they would suit me and my style, before actually buying them.

These items are on my current wish list.

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn