fbpx

NÝTT FRÁ HAY // 3 DAYS OF DESIGN

Fyrir heimiliðHönnun

Nú stendur yfir hönnunarhátíðin 3 days of design í Kaupmannahöfn sem mig dreymir um að vera stödd á. Ég er þó með í anda í sólinni í kóngsins Köben þar sem ég væri að drekka í mig fallega danska hönnun en með hjálp samfélagsmiðla verður það ögn bærilegra að missa af þessari frábæru hönnunarhátíð í ár! 3 days of design er hönnunarsýning sem á sér stað um alla Kaupmannahöfn þar sem fremstu hönnunarframleiðendur dana taka þátt og opna sýningarrýmin sín og kynna nýjungar ásamt því að veita klassískri danskri hönnun verðskulduga athygli.

HAY var lengi vel mitt uppáhalds danska hönnunarmerki en svo dró aðeins úr spenningnum að mínu hálfu en mér til mikillar gleði sýnist mér HAY ætla að koma “aftur” með krafti en sýningarrýmið þeirra á 3 days of design hátíðinni er algjör draumur! Í kjölfarið kíkti ég við á heimasíðuna þeirra til að kynna mér betur þessar nýjungar en það sem ber hæst eru nýjir lampar sem minna á eitthvað fínerí úr geymslunni frá ömmu, Matin hannaðir af Ingu Sempé, Bernard er svo klassískur leðurklæddur hægindarstóll í anda Børge Mogensen sem bætist við, heill heimur af litríkum og fallegum smávörum, en svo vakti það einnig athygli mína að HAY kynnir Bubble ljós George Nelson undir sínum merkjum en ljósin eru klassík frá árinu 1952 og hafa verið lengi í framleiðslu…

 

Myndir : HAY

Litagleðin er allsráðandi og svo eru þau auðvitað extra falleg sýningarrýmin sem þessi fyrirtæki eru með í Kaupmannahöfn og úr verður einhverskonar hönnunar draumaveröld. Ég er að minnsta kosti mjög ánægð með HAY þessa stundina, sjáið t.d. hvað þessi fjölnota gullrör eru pretty!

& ef einhver vill tengja þessa færslu við þá sem kom inn í gær varðandi það að vera umhverfisvænni þá minni ég á að ég legg mikla áherslu á gæði og vörur sem gætu gengið kynslóða á milli. Þess má einnig geta að HAY er með ábyrga umhverfisstefnu sem hægt er að kynna sér betur hér ♡

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT & FALLEGT FRÁ BITZ // GLERLÍNA TIL STYRKTAR BÖRNUM Í MALAVÍ

Skrifa Innlegg