fbpx

NÝTT & FALLEGT FRÁ BITZ // GLERLÍNA TIL STYRKTAR BÖRNUM Í MALAVÍ

EldhúsFyrir heimiliðSamstarf

Borðbúnaðurinn frá Bitz er í miklu uppáhaldi hjá mér og er stellið mitt einmitt frá þessu fallega danska merki. Bitz hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og þykir mér því skemmtilegt að segja frá því að núna bætist við glerlínan Kusintha – sem er úr endurunnu gleri og styður sala á vörunum við börn í neyð í Malaví! Nýi borðbúnaðurinn kemur í mörgum fallegum litum sem passa vel við núverandi Bitz borðbúnað og hægt að leika sér með litasamsetningar.

“Kusintha þýðir breyting og mun salan á vörunum stuðla að breytingum fyrir börn í Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku. Markmiðið er að safna 1.000.000 DKK á 5 árum sem tryggir að minnsta kosti uppsetningu á 25 vatnsbrunnum í Malaví. Hér má finna nánari upplýsingar um verkefnið: www.kusintha.dk “

Kusintha glerið er framleitt á Spáni og er úr endurunnu gleri sem gefur vörunum einstakt og hrátt útlit. Glerið hefur grænan undirtón en öðrum litum er náð fram með úðun. Með hverri keyptri vöru úr Kusintha línunni styður þú við börn í neyð í Malaví.

 

Myndir : Bitz Living

Sjáið þessa fallegu liti – ljósbleiku diskarnir mínir sjást þarna á myndinni og ég hef einnig verið að safna svörtum Bitz matardiskum. Ég elska hvað vörulínan frá Bitz er fjölbreytt svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EINN ÞEKKTASTI BLOGGARI SKANDINAVÍU SELUR HÚSIÐ - SJÁÐU MYNDIRNAR

Skrifa Innlegg