fbpx

EPAL – HEIMILI HAY

HeimiliHönnunSamstarfUppáhalds

Færslan er unnin í samstarfi við Epal // 

Eitt af mínum uppáhalds hönnunarmerkjum er HAY, ég elska hvað vöruúrvalið er litríkt og skemmtilegt og það geta líklega allir fundið sér smávöru eða húsgagn frá þeim sem hentar þeirra persónulega smekk. Í uppáhaldi hjá mér má nefna Mags sófana, Slit hliðarborðin, Bubble ljósin, Pallisade útihúsgögnin, Dots púðana, rúmteppin og núna nýlegast eru það litrík plastbox sem ég held uppá. HAY er líklega það vörumerki sem ég hef mest verslað af hjá Epal í gegnum tíðana og er það oftast smávaran sem hefur komið með mér heim í poka… verðið er gott svo það er auðvelt að leyfa sér nokkra skemmtilega smáhluti sem hressa við heimilið. Pennar, skipulagsbox og allskyns skrifborðspunt, bakkar, viskastykki, tannburstar og blómapottar eru á meðal minna bestu HAY kaupa:) Og það eru fleiri hlutir sem sitja enn á óskalistanum og ég eignast vonandi einn daginn.

Nýlega opnaði vefurinn HAY.is þar sem finna má allt vöruúrvalið, kíktu endilega við og heillastu með mér af HAY heiminum.

HAY er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið HAY er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum. HAY fæst í verslunum Epal.

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

MUST HAVE BÓKIN : 140 ÁRA SAGA IITTALA FRÁ PHAIDON

Skrifa Innlegg