fbpx

MUST HAVE BÓKIN : 140 ÁRA SAGA IITTALA FRÁ PHAIDON

HönnuniittalaKlassíkSamstarf

Frá því að ég heyrði fyrst af Iittala bókinni þá rataði hún efst á óskalistann minn. Ég elska hönnunarbækur og það vill svo til að ég elska líka Iittala svo þessi bók mun eiga fastan stað í mínum bókahillum næstu árin – eða nánar á stofuborðinu svona á meðan ég fletti mig í gegnum 140 ára sögu finnska hönnunarrisans.

Þessi bók er fullkomin gjöf fyrir fagurkera og alla þá sem hafa áhuga á hönnunarsögu, handverki og list. Rétt í þessu fékk ég þær fréttir að ibúðin var að fá bókina til sín – gleðifréttir ♡

Iittala bókin er skrifuð af Florencia Colombo og Ville Kokkonen. Bókin fjallar á heildstæðan hátt um 140 ára sögu þessa goðsagnarkennda Finnska hönnunarmerkis. Í bókinni má finna umfjallanir og myndir frá mismunandi áratugum sem sýna vöxt fyrirtækisins frá lítilli glerverksmiðju í finnskum smábæ til þess að verða heimsþekkt vörumerki. Bókin kom út árið 2021 í tilefni af stórafmælinu.

Sjá Iittala bókina í vefverslun ibúðin HÉR

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

NÝJUNGAR & FALLEGT GÓSS // JÚNÍ

Skrifa Innlegg