FALLEGT ÚR ÝMSUM ÁTTUM

Skemmtilegustu heimilin sem ég heimsæki eiga það öll sameiginlegt að þar má finna hluti úr öllum áttum og sitthvað sem vekur forvitni mína. Það er sagt að það taki aðeins nokkrar vikur að koma sér fyrir á nýju heimili en það tekur þó nokkur ár þar til heimilið er orðið tilbúið ef svo má segja. Mitt heimili er svo sannarlega ennþá í vinnslu og eins og svo oft áður þá get ég legið yfir svona óskalistum og leyft huganum að reika. Ég er sérstaklega ánægð með óskalistann að þessu sinni en hér má sjá hluti úr öllum áttum og ekki einn stíll sem ræður ríkjum. Það er líka skemmtilegast að hafa það þannig og það má að sjálfsögðu blanda öllu saman!

Falleg útskorin hauskúpa frá nýju RVK design netversluninni. // Postulínperlur undir heitt, Dúka. // Taika stell frá iittala sem er svo fallegt. // Scintilla púði í flottum litum, scintilla.is. // Handgerð ilmsápa frá íslenska URÐ. Fæst t.d. í Epal og Snúrunni. // Blár og klassískur Aalto vasi sem er tilvalinn undir sumarvöndinn. // Royal Copenhagen draumaskál á fæti, Kúnígúnd. // Dásamleg vatnskanna frá AYTM, Epal. // Skeljalampi eftir meistara Verner Panton – heitir Mother of Pearl.

Ég reyndi mitt besta að hafa ekkert bleikt með – en það gekk ekki betur en þetta ♡

 

 

HOME DETAILS // IITTALA AARRE

Fyrir heimiliðPersónulegt

Ég veit ekki með ykkur en ég á alltaf til óskalista í huganum þar sem ég læt mig dreyma um ýmislegt sem mig langar í, suma hluti á óskalistanum kaupi ég mér fljótlega sjálf og svo eru aðrir hlutir sem ég set á langtímalista eins og t.d. sem brúðargjafir þó brúðkaup sé ekki á stefnunnni í nánustu framtíð – kallið mig klikkaða. En ég þori að veðja að ég sé ekki ein um þessa hugarleikfimi:) Iittala Aarre er einn af hlutunum sem ég hafði sett á langtíma óskalistann minn en við fyrstu sýn þá varð ég ástfangin. Aarre eru munnblásnir vegghankar úr smiðju Iittala og eru óður til hins þekkta Oiva Toikke sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og jafnframt einn merkilegasti finnski hönnuðurinn. Ég hef margoft dásamað fuglana hans Toikke en þeir sitja sem fastast á langtímalistanum góða. En þeir verða biðarinnar virði – ójá ♡

Aarre skreyta vegginn á ganginum hjá okkur en á þá get ég hengt hvað sem er t.d. trefla og veski en ég er hrifnust af þeim einum og sér enda algjör listaverk.

Ég hef þó sjaldan fengið jafn mikinn valkvíða og þegar ég var að velja en ég er ótrúlega skotin í hönkunum mínum og finnst þeir smellpassa saman. Ég er reyndar líka bálskotin í ferskjubleika ferhyrnta Aarre sem þið sjáið hér að ofan svo hver veit nema Aarre fjölskyldan mín stækki í framtíðinni en nýlega bættist sá þriðji við sem kallast Koralli (glæri), en fyrir átti ég Simpukka (svarti) og Seseli (blái).

Yfir í annað, þá hef ég verið virk á Instagram undanfarið og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að líta þar við í heimsókn. Þið finnið mig undir nafninu @svana.svartahvitu

Það var þó ekki planið að hafa Iittala á öllum myndunum en ég er þó að safna ýmsum munum frá þeim svo það er ekkert óeðlilegt að rekast á þessa klassísku hönnun í nánast hverju horni á mínu heimili. Í gær gerði ég einnig kjarakaup á vintage Iittala Kide glösum sem þið ólíklega hafið heyrt um en þau eiga skilið sérfærslu svo falleg eru þau. Það er nefnilega dálítið skemmtilegt við þetta merki að þrátt fyrir að ykkur finnist “allir” eiga suma hluti – þá eru aðrir sem mjög fáir eiga og varan eða liturinn mögulega hættur í framleiðslu eins og á t.d. við um fjólubláa/bleika stóra Aalto vasann minn á neðstu myndinni sem ég fékk í 25 ára afmælisgjöf frá foreldrum mínum.

LITUR ÁRSINS HJÁ IITTALA : ULTRAMARINE

HönnunKlassík

Í ár fór Iittala ekki öruggu leiðina og valdi tískulit sem lit ársins heldur þennan klassíska og fallega Ultramarine bláa lit sem er jafnframt táknrænn fyrir Finnland sem í ár fagnar 100 ára sjálfstæði sínu. Finnland er land þúsund vatna og er það ein ástæða þess að Iittala valdi Ultramarine bláan sem lit ársins 2017. Að sjálfsögðu má finna klassíska Aalto vasann í Ultramarine litnum ásamt Kartio glösum, Kastehelmi, Kivi og Maribowl skálina frægu. Teema stellið klassíska verður einnig hægt að fá í ár í sérstakri Ultramarine útgáfu sem er dökkblá með örlitlum doppum sem gerir það mjög skemmtilegt og líflegt. Ég hef lengi verið hrifin af Teema stellinu sem hannað er af meistaranum Kaj Franck og ég fengi líklega aldrei nóg af því! Kíkjum á þessa fegurð:)

iit_table_reset_ii_shop_5

Lagt á borð með Iittala // Ég er mjög hrifin af svona mixuðu stelli og finnst blái liturinn njóta sín einstaklega vel á þessu líflega dekkaða borði. Þarna sjáið þið ef þið horfið vel doppóttu Teema diskana ásamt bláu Ultramarine Kastehelmi diskunum. Þessi mynd er svo sumarleg og fersk – hrikalega flott!

941748

Ultramarine liturinn fer mjög vel við ljósbláa Teema línuna, – þarna sést einnig fugl ársins hjá Iittala sem er sá eini sem gerður hefur verið með vængina úti. Ég fæ seint leið á því að ræða þessa fugla enda sitja þeir ofarlega á óskalistanum mínum. Hér að neðan má svo sjá Ultramarine fuglinn sjálfann sem gerður var í tilefni 100 ára sjálfstæðis Finna.

941749

iittala_teema_dotted_blue_scandia_2016_2

Enn meira doppótt Teema – ahhh pretty. Til að sjá Ultramarine línuna í heild sinni þá getið þið smellt hér.

iit_table_reset_ii_shop_6

Ég ræð ekki við mig – ein bleik fær að fylgja haha. Rakst í þessa fegurð á vafri mínu á heimasíðu Iittala og ég bráðnaði smá, mínir uppáhaldslitir ♡ Ég ætlaði svo sannarlega að vera búin að færa ykkur fréttirnar af Ultramarine fyrir nokkru síðan, ég var þó búin að sýna á snappinu mínu smávegis í janúar og þá rennur það stundum saman við hvað mér finnst ég vera búin að skrifa um á blogginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1

DEKKAÐ JÓLABORÐ

Persónulegt

Þá er uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu loksins genginn í garð jibbý!

Ég kom heim úr yndislegri mæðgnaferð frá Boston fyrr í vikunni og vá hvað það var æðislegt að fá smjörþefinn af amerískum jólum þar sem öllu er tjaldað til, með jólatónlist í öllum verslunum, jólakransar á hverjum ljósastaur og rauður jólasveinn í hásæti sínu bauð mér að setjast í kjöltuna á sér í myndatöku (sem ég að sjálfsögðu þáði). Ég elska fallegar jólaskreytingar og þarna mátti sjá nóg af þeim enda hver einasta verslun með glæsilegar jólaútstillingar og ég upplifði mig dálítið eins og í jólabíómyndunum sem ég man eftir úr æsku þegar ég horfði á stærsta jólatré lífs míns tendrað við jólatónlist og almáttugur hvað kaninn fer “all in” og ég elska þá fyrir það.

Að öðru, ég hef síðustu daga verið að undirbúa OFUR jólagjafaleik hér á blogginu sem fær í senn að vera afmælisgjafaleikur í tilefni þess að Svart á hvítu fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu sem hlýtur að teljast ansi merkilegur áfangi og vá hvað ég er stolt.

Ég hef því fengið til liðs við mig nokkrar af flottustu hönnunarverslunum landsins til að búa til flottasta gjafaleik sem þið hafið séð. – Mæli því með að fylgjast vel með til að missa ekki af neinu.

Í dag hafði ég hinsvegar tekið að mér að skreyta jólaborð í verslun Epal í Skeifunni, mögulega örlítið út fyrir minn þægindarramma þar sem að verð að viðurkenna að ég held aldrei svona fín matarborð þar sem allt stell er týnt til – en gaman var það. Ég vildi gera þetta í mínum anda, ekkert of jólalegt og ofhlaðið heldur stílhreint og létt og að sjálfsögðu er bleiki liturinn aldrei langt undan þegar ég kem nálægt. Bleiku Issey Miyake diskamotturnar og glasamottur frá Iittala voru það fyrsta sem ég ákvað að leggja á borðið og allt hitt kom út frá þeim, Iittala Taika og Tema diskar urðu fyrir valinu ásamt Arne Jacobsen hnífapörum frá Georg Jensen. Glösin eru einnig frá Iittala, Essence hvítvínsglas, Ultima Thule fyrir vatn en svo bætti ég við þriðja glasinu sem er frá Hay. Borðskrautið er einnig látlaust að mínu mati, String kertastjaki frá Ferm Living, postulíns jólatré frá Postulínu, glerbakki frá Menu ásamt nokkrum munum sem sjást ekki á þessari mynd m.a. glæsilega silfur kannan frá Georg Jensen. Ég viðurkenni að þetta var töluvert skemmtilegra en ég þorði að vona og hver veit nema ég vippi upp einu góðu matarboði sem fyrst þar sem ég dekka upp borðið frá a-ö.

15292611_10155483254958332_68416785_o 15302402_10155483232448332_1445994501_o

En hvað segið þið annars með gjafaleikinn… spennt?

skrift2

NÝTT FRÁ IITTALA: ULTIMA THULE KERTASTJAKI

HönnunKlassík

Ultima Thule er mín uppáhalds lína frá Iittala, svo dásamlega falleg og klassísk. Glösin úr línunni eru með því fyrsta sem ég keypti mér sjálf í búið í þáverandi uppáhalds búðinni minni Saltfélaginu og ég nota glösin daglega, ég kýs nefnilega að eiga ekki sparistell heldur nota það fallegasta að hverju sinni á hinum venjulega degi, líka á mygluðum mánudagsmorgnum og ég lofa ykkur því að það gerir daginn ögn betri. Þó það sé Iittala eða Ikea, ilmvatnið eða spariskórnir – við eigum að nota hlutina okkar en ekki geyma í skápum fyrir betri tilefni. Tilefnið á að vera dagurinn í dag.

Ultima Thule línan var hönnuð árið 1968 af glerlistamanninum Tapio Wirkkala sem sótti innblástur til Lapplands en línan vísar í bráðinn klaka. Ultima Thule línan er í dag ein þekktasta vörulínan frá finnska hönnunarrisanum Iittala og þið kannist líklega flest við hana og eigið jafnvel nokkra hluti. Ultima Thule er einstök fyrir þær sakir að á baki hennar liggja meira en þúsundir klukkustunda sem fóru í að fullkomna glerblásturaðferðina til að ná fram þessari sérstöku áferð sem einkennir línuna og minnir á bráðinn klaka. Ultima Thule línan hefur stækkað töluvert og árið 2015 í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Wirkkala bættust við diskar sem sitja hátt á mínum óskalista og ásamt þeim bættust einnig við lítil freyðivínsglös ásamt könnu.

Núna voru hinsvegar að koma út fallegir sprittkertastjakar sem ég veit að munu slá í gegn, einfaldlega klassísk hönnun sem stenst alla tískustrauma. Mér skylst þó að eins og er fáist þeir aðeins í Iittala versluninni, en frá 11. nóvember munu þeir fást hjá öllum söluaðilum Iittala.

14639776_1589801604662339_7085314757091237260_n

14639731_1586706894971810_4209494055734460661_n

Fallegir ekki satt? Hér að neðan tók ég saman nokkrar myndir frá Instagram síðu Iittala sem ég mæli með að fylgja ef þið hafið áhuga á að sjá fallegar myndir í ykkar fréttaveitu, sjá meira hér.

skrift2

SKARTGRIPIR HEIMILISINS : IITTALA AARRE

HönnunÓskalistinn

Það er ein vörulína frá Iittala sem þið kannist kannski ekki öll við enda farið minna fyrir henni en öðrum línum frá Iittala, en það er Aarre sem ég hef verið ástfangin af frá því að hún var fyrst kynnt árið 2015, -sannkallaðir skartgripir fyrir heimilið að mínu mati. Aarre glervegghankarnir eru munnblásnir og eru óður til hins þekkta Oiva Toikke sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og jafnframt einn merkilegasti finnski hönnuðurinn. Munnblásnu fuglana hans Toikke þekkið þið mörg hver enda ein fallegasta hönnun sem gerð hefur verið og situr gjarnan á óskalista margra brúðhjóna enda einstakur hlutur. Mig dreymir um að eignast einn daginn fugl eftir hann, en þeir eru ólíkir eins og þeir eru margir. En aftur að Aarre línunni sem flakka á milli þess að vera vegghankar eða vegglistaverk… Oiva Toikke var leiðbeinandi hönnuðanna sem öll völdu sér þema til að vinna úfrá og er útkoman stórkostlega falleg. Aalto+Aalto hönnunarteymið vann útfrá plönturíkinu,  Anu Penttinen var innblásin af sjávarríkinu og Markku Salo skoðaði alheiminn.

“Heimilið er okkar persónulegi staður, þar sem við viljum umkringja okkur fallegum hlutum. Aarre (sem þýðir fjársjóður á finnsku) færir okkur nýja möguleika á að stilla upp persónulegum hlutum. Með Aarre er auðvelt að stilla upp hlutum sem annars eru faldir ofan í skúffum eða boxum. Þegar ekkert er hengt upp þá er Aarre eins og skartgripur eitt og sér.” 

Aarre-wall-art-from-Iittala

Ég mæli með að þið horfið á þetta video, -ég veit ekki með ykkur en ég ELSKA að sjá hvernig hlutir eru búnir til.

WP_Aarre_group_2015_02 
Ég verð að láta eina fuglamynd fylgja með…

Birds_by_Toikka_prod_01

iittala-aarre-series-page-2015WP_iittala-aarre

Ég flakka fram og tilbaka hver þeirra er fallegastur en er þegar með tvo á heilanum sem ég gæti vel hugsað mér að hengja upp á mínu heimili. Ástæða þess að minna hefur farið fyrir þessari línu á sama tíma og flest heimili geyma að minnsta kosti nokkra glermuni frá þessum finnska hönnunarrisa er í fyrsta lagi að vegghankarnir fást alls ekki hjá öllum iittala söluaðilum (rétt upp hönd sem hefur aldrei séð þá) en í öðru lagi er það verðmiðinn. Þó má hafa í huga að þetta eru munnblásnir hlutir sem gerðir eru af mjög færu handverksfólki, enginn þeirra er alveg eins og því eru þetta safngripir ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

30 ÁRA ÓSKALISTINN //

Óskalistinn

Með 30 ára afmælið mitt rétt handan við hornið og í rauninni eru flestar mínar vinkonur einnig að verða þrítugar í ár þá er aldeilis tilefni að taka saman einn stóran og góðan gjafahugmyndalista. Nokkra hluti á listanum er þó örlítið erfitt að komast yfir en ég læt þá þó fylgja með, það er jú alltaf gott að koma hugsunum sínum út í kosmósið og hver veit nema þessir hlutir endi einn daginn heima hjá mér, jafnvel bara þegar ég verð fertug! Í næstu viku verður stóra afmælisvikan en tvær af mínum bestu vinkonum verða einnig þrítugar ásamt því að systir mín fagnar líka sínu afmæli. Ég stefni á að halda tvær veislur, eina í garðinum hjá foreldrum mínum fyrir ættingja og svo seinna djúsí kokteilboð fyrir vinkonurnar svo ég hef í nægu að snúast þessa dagana, planandi skemmtiatriði fyrir afmæli vinkvenna ásamt því að panta veitingar, skreytingar og partýdress, en VÁ hvað það er gaman!

Hér að neðan má sjá listann, ég vona að hann komi fleirum í afmælishugleiðingum að góðum notum,

 

oskalsiti

1. Ísbjörninn frá Bing og Grøndahl er dásamlega fallegur ásamt nokkrum fleiri dýrum frá sama merki. Þessi fæst helst í antíverslunum eða á uppboðssíðum. // 2. Sebrahestur Kay Bojesen, Epal. // 3. Dagg blómavasinn frægi frá Svenskt Tenn, eins klassískur og þeir gerast. Fæst m.a. í Svenskt Tenn sem er “möst see” í Stokkhólmi. // 4. Ég er skotin í Finnsdóttir vörunum, þessi litla krús er virkilega falleg, Snúran. // 5. Eitt af fáu sem ég er byrjuð að safna er Räsymatto morgunverðarstellið frá Marimekko, Epal. Þar fyrir utan eru Iittala Thule glösin klassík. // 6. Guðmundur frá Miðdal skapaði margar gersemar og er falleg stytta eftir hann á langtímalistanum mínum.  // 7. Mæðradagsplattinn frá Bing og Grøndahl þarf ég hreinlega að eignast, það er nýr gefinn út á hverju ári og mig vantar árið sem Bjartur minn fæddist. // 8. Loðlúffur frá Feldi eru draumi líkast. // 9. Glerfuglar Oiva Toikka frá Iittala eru gullfallegir safngripir, Iittala verslunin. // 10. Vegleg sólgleraugu eru alltaf góð gjöf, þessi eru frá Ray Ban – Great Gatsby, Optical. // 11. Tjúllaðar myndir sem eru væntanlegar hjá Heiðdísi Helgadóttur, Strandgötu í HFJ -sjá hér// 12. Ég geng nánast aldrei með skart nema þegar ég er að fara eitthvert út, dagsdaglegt skart þyrfti að hafa einhverja merkingu fyrir mér, eins og t.d. upphafsstaf Bjarts eða annað. // 13. Ilmkerti mmmm.. það er ekki hægt að eiga nóg af slíku, Völuspá og Skandinavisk kertin eru t.d. mjög góð og vegleg, MAIA, Aftur, Epal. // 14. Geggjuð bleik motta fyrir heimilið frá Pappelina, Kokka. // 15. Fallegt rúmfatasett er alltaf hægt að bæta við heimilið, þessi eru frá ihanna home, Epal.

*Listinn gæti einnig komið að góðum notum fyrir þá sem eru að fara að útskrifast eða halda brúðkaup, svo endilega deilið færslunni áfram ef þið kunnið að meta hana. x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ AALTO VASANN FRÁ IITTALA?

HönnunKlassíkPersónulegt

 

Aalto vasann frá Iittala þekkja flestir en Iittala vörur virðast vera staðalbúnaður á heimilum okkar sem höfum gaman af hönnun enda afar fallegar og vandaðar vörur. Ég ákvað að taka saman smá fróðleiksmola um þennan fagra vasa fyrir áhugasama, það er nefnilega ekki alveg að ástæðulausu að hann sé svona gífurlega vinsæll. Í ár fagnar hann einnig 80 ára afmæli sínu og í því tilefni verður hann framleiddur í nýjum lit, nostalgískum emerald grænum.

Saga finnska hönnunarfyrirtækisins Iittala hófst árið 1881 þegar glerverkstæðið var stofnað í litlu þorpi sem hét Iittala. Það var þó ekki fyrr en uppúr árinu 1920 sem fyrirtækið varð að því sem við þekkjum það í dag og hóf það þá framleiðslu á listrænum glermunum fyrir heimilið með listamenn eins og Alvar Aalto í fararbroddi. Aalvar Aalto hannaði vasann ásamt eiginkonu sinni Aino Aalto árið 1936 fyrir heimssýninguna í París. Tillagan sem Aalto sendi inn voru skissur af vösum og skálum í lífrænu formi sem hægt væri að nota á marga vegu, t.d. sem bakka, ávaxtaskálar eða ílát undir kaktusa og annað. Formin voru innblásin frá þeim fjölmörgu stöðuvötnum í Finnlandi, enda landið gjarnan kallað þúsund vatna landið og útlínur þess minna gjarnan á útlínur Aalto vasanna. Hugmyndin þótti mjög djörf á þessum tíma og sló aldeilis í gegn á heimssýningunni í París árið 1937 en þar voru sýndir 10 hlutir úr línunni, allt frá grunnum diskum til stærðarinnar vasa um meter háann. Árið 1937 sáu Aalto hjónin einnig um innanhússhönnun Savoy veitingarstaðarins í Helsinki og voru nokkrir hlutir frá heimssýningunni valdir fyrir staðinn, þar á meðal 16 cm hái Aalto vasinn sem var vinsælastur, fljótlega festist nafnið Savoy við vasann og þekkja margir hann undir því nafni enn í dag þrátt fyrir að Iittala tali um Aalto vasa.

Aalto vasarnir eru enn þann daginn í dag handgerðir af mjög færu handverksfólki í Iittala verksmiðjunni en það krefst margra ára þjálfunar að geta blásið Aalto vasann á fullnægjandi hátt. Það leit allt út fyrir að um 1960 yrði framleiðslu á vasanum hætt enda aðeins tveir litir ennþá í framleiðslu í einni stærð og salan gekk ekki nægilega vel. Aalto vasinn varð þó endurvakinn eftir að Aalvar Aalto lést í lok áttunda áratugarins (1976) og varð fljótlega gífurlega vinsæll og er í dag ein frægasta finnska hönnunin sem gerð hefur verið og hönnunartákn.

Aalto vasarnir eru munnblásnir á hverjum degi í Iittala verksmiðjunni, það tekur 7 handverksmenn, 12 ólík stig, 1100 °C og 10 klst til að búa til einn vasa.

Þar hafið þið það! Ég held ég kaupi mér blómvönd í minn vasa á morgun:)

IITTALA X ISSEY MIYAKE // AMBIENTE

HönnunÓskalistinn

Á einhvern undraverðan hátt tekst finnska hönnunarrisanum Iittala alltaf að halda sér á toppnum og koma aðdáendum á óvart með spennandi nýjungum, það er nefnilega ekki að ástæðulausu að Iittala sé jafn vinsælt og það er þrátt fyrir að hafa verið að frá árinu 1881. Núna kynna þeir til leiks nýjasta samstarfið sitt en það er við heimsþekkta japanska tískuhönnuðinn Issey Miyake. Útkoman er glæsileg lína sem inniheldur einstakt keramík, gler og textílvörur sem sameina skandinavíska hönnun og asískt handverk, hér má sjá línuna í heild sinni. Það var hjá henni Emmu minni sem ég sá fyrst fréttirnar en innan skamms munu líklega allar hönnunarbloggsíður hafa fjallað um þessa frétt enda einstaklega falleg útkoman úr þessu samstarfi. Þrátt fyrir að áherslur Iittala séu að mestu leyti á glervörur þá eru textílvörurnar í þessari línu það sem heillar mig mest, sérstaklega töskurnar sem ég spái vinsældum.

iittala-IXI-series-page

Ótrúlega falleg lína, eruð þið ekki sammála?

Ég get ekki beðið eftir að mæta á AMBIENTE hönnunarsýningunni á morgun í Frankfurt, en þar ætla ég að eyða 3 dögum og skoða og skoða og skoða, barnlaus og hress!:) Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með, ég er spennt að sjá nýju línuna frá iittala með eigin augum en ég er með miklar væntingar eftir að hafa skoðað myndirnar. Heyrumst næst frá Frankfurt, x Svana.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Óskalistinn fyrir afmælið

Á ÓskalistanumLífið Mitt

Framundan er afmæli!! Já krakkar mínir ég er að verða 26 ára ef þið trúið því – ég er sjálf enn 21 árs í anda ;) Aðalsteinn og foreldrar mínir eru búnir að biðja dáldið oft um að ég birti óskalista af því hvað mig langar í afmælisgjöf – það er víst voða erfitt að gefa mér gjafir – skil ekki hvaðan það kemur ;)

Svo ég lá yfir netinu núna í smá tíma og týndi saman nokkra hluti sem mig langar í – sumir eru praktískir en aðrir eru bara svo fallegir…

afmælisgjafir

  1. Hangandi blómapottur, mig hefur lengi langað í einn svona og ég veit uppá hár hvert ég myndi hengja hann upp. Mér finnst þessir frá Postulína alveg rosalega fallegir.
  2. Apinn frá Kay Bojesen hefur verið lengi á óskalistanum. Mér finnst þetta svo ofboðslega fallegur gripur sem myndi sóma sér vel inná mínu heimili.
  3. Katanes Poncho frá Farmers Market, hvað er betra en að eiga eitt svona hlýtt poncho frá einu af mínum uppáhalds íslensku merkjum fyrir komandi vetur. Fullkomið til að kasta yfir sig þegar maður er með smá hroll.
  4. Lovesong vasi frá Kahler, ég er með svona vasablæti þessa stundina, mig langar bara í fullt af fallegum vösum. Ábyggilega helst til þá að skreyta heimilið með lifandi blómum.
  5. Tooticky múmínbollinn, einn af þeim fáum sem ég á ekki en langar að bæta við í safnið :)
  6. Face Paint eftir Lisu Eldridge – bók drauma minna! Loksins tók sig einhver til og gerði bók um sögu förðunar og ég elska að það hafi verið hún Lisa sjálf, ein af mínum uppáhalds!
  7. Kastelhelmi krukkurnar frá iittala, ég er svakalega hrifin af Kastelhelmi munstrinu frá iittala og frá því ég sá þessar krukkur fyrst hjá henni Svönu hafa þær verið á mínum óskalista.
  8. Tölvutaska frá Knomo, ég rakst á þessar fínu tölvutöskur inní Epli.is búðinni í Smáralind um daginn. Fyrsta sinn sem ég sá fallega tölvutösku sem mig langaði í. Mín er nefninlega ónýt svo tölvan er alls ekki nógu vel varin þegar ég þarf að fara með hana á flakk.
  9. Iphone 6S Plus – þessi verður minn, ég þarf bara aðeins að spara og já borga brúðkaup fyrst…. Ætlast nú ekki til að neinn gefi mér þennan grip en hann er svo fallegur að hann fékk að vera með :)
  10. Marmarasængurverin frá Ferm Living sem fást í Hrím. Falleg sængurver eru mér ómótstæðileg það er bara þannig!

Annars er líka á óskalistanum að njóta dagsins og fá að gera eitthvað skemmtilegt með strákunum mínum. Mér finnst ómetanlegt að skapa minningar með þeim og ég vona að við getum líka bara notið þess að vera saman!

Erna Hrund