fbpx

AÐVENTUKRANS

JÓLSAMSTARF

Hvernig líður tíminn svona hratt??? Ég fattaði að ég átti eftir að skreyta aðventukransinn minn þegar ég sá vinkonur mínar Ernu Hrund & Svönu Lovísu pósta mynd af sínum á instagram.  Við vinkonurnar eigum það greinilega allar sameiginlegt að eiga sama kertastjakann, Nappula frá Iittala.  Stjakinn er uppi hjá mér nánast allt árið en ég skreyti hann svo um hver jól á mismunandi vegu.  Stundum á hefðbundinn hátt en stundum finnst mér líka gaman að gera eitthvað allt annað og prufa eitthvað nýtt. Pínu gaman að sjá hvernig við þrjár skreyttum allar okkar stjaka á ólíkan hátt. Svana í litadýrðinni, Erna raðaði greni og grænu í oasis og ég þakti minn í ljósum satín slaufum.

INSPO . . .
Ég verð eiginlega að láta fylgja með hérna inspoið mitt…. elska þessar slaufur og þó ég aðhyllist oftast „less is more“ þá held ég að „more is more“ eigi vel við hér.

MINN . . .
Kertastjakinn Nappula fjögurra arma fæst t.d. í I búðinni í kringlunni, Kúnígúnd, Epal & Ramba.
Satín borðana keypti ég í Föndru dalvegi. (mæli með að hafa þá ekki of stífa).

 

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

 

CHANEL INNBLÁSTUR & NÝR FERSKUR ILMUR - CHANCE EAU FRAÎCHE

Skrifa Innlegg