fbpx

CHANEL INNBLÁSTUR & NÝR FERSKUR ILMUR – CHANCE EAU FRAÎCHE

BEAUTYCHANELSAMSTARF

Árið 2002 kynnti franska tískuhúsið Chanel CHANCE, létta, ferska ilmi sem notið hafa mikilla vinsælda. Nú 2023 hefur ilmurinn CHANCE EAU FRAÎCHE litið dagsins ljós en ilmurinn er nú í nýrri og endurbættri útgáfu en byggður á sama góða grunninum.
Ilmurinn ber nafnið FRAÎCHE eða FERSKUR og er eins og nafnið gefur til kynna ferskur og léttur ilmur.  Hann er fullkomin blanda af sítrus og viðar nótum og þegar hann sest þá finnur maður léttan white musk keim.

Ilmurinn er mildur, frískandi og ferskur hversdags ilmur, með pínu svona “ég var að koma úr sturtu, sjampó” fíling en á sama tíma með þessu ríka, klassíska, kvenlega & fágaða Chanel yfirbragði.

Minna er meira í ilmum að mínu mati. Ég þarf eitt “sprey” yfir mig eða á hálsinn og dass á úlnliðinn þannig ég geti sjálf fundið ilminn. Það er svo gaman að finna hvernig hann breytist.  Í fyrstu er hann sterkur og maður finnur vel sítrónu, jasmín ilm en svo breytist hann þegar hann sest og skilur eftir sig meiri vanillu, white musk ilm sem ég elska. Í ilminum er einnig til hár mist sem svo frábær viðbót, hver elskar ekki að hafa ferskan ilm í hárinu?

Haft eftir Gabrielle Chanel eða Coco Chanel eins og hún var alltaf kölluð;
“Chance is a way of being” It is no coincidence, it must be created, honed. sought out. It is the product of effort and passion.
“I saw an opportunity, and I took it.” Gabrielle Chanel knew that her real chance was the one of her own creation, a state of mind, a way of being.

Skil þessi orð eftir hjá ykkur inn í daginn og tek þau til mín. Reynum að grípa þau tækifæri sem gefast og skapa sjálf útkomuna sem við óskum okkur.

Takk Chanel fyrir ilmin, orðin & innblásturinn eða
merci beaucoup, Chanel.
xxx
AndreA

 

1111 SINGLES DAY

Skrifa Innlegg